25.11.2006 | 23:29
Með réttu hugarfari ...
aha .... með réttu hugarfari er allt eins og smjör í lófanum á okkur. Allt eins og við viljum ...
Dagurinn í dag er frábrugðin öðrum dögum, frábrugðin að því leyti að upplifun hans var dásamleg (ekki halda að lífið hérna megin sé eitthvað dissaster ....................)
Mæ ó mæ, í morgun svaf mín oggulítið lengur en vanalega .... ferðinni var heitð til Benidorm, stelpuferð og barnaferð, heill dagur til að leika okkur. Benidorm, breið og falleg, vel hirt strönd sem hefur bláa evrópufánann fyrir hreinlæti. Í nóvember lok voru strandverðir á sinni stiku. (vúvvvvv, hver man ekki Pamelu og þetta, hitt silicon lið í strandvörðum) Dásamlegt veður, yndislegur félagsskapur .... sjá Zóta blogg en þar eru myndir!!!
Þegar við héldum af Levante ströndinni þá skoluðu söndugu börnin sig og sumir bleytti sig meir en aðrir ............... mæðurnar í för voru svo uppteknar af listinni að þeim varð ekki "augnvænt" að horfa á litlu "kvikyndin" sín. Það var ekkert annað fyrir stafni en að kaupa ný föt á drenginn minn þar sem hann var blautur upp í klof. "MAMMA, ég var bara að skola sandinn af SKO!"
Aha, glaðasta mamma í heimi þurfti að kaupa ný föt á sjarmatröllið þar sem hann er hálfkvefaður og ekki má neinn við veiku barni .......................... ó, nó! Hann valdi sér fínustu buxur, það kom sko ekki allt til greina og gekk vinurinn hálfgleiður af bleitu.
Miðillinn er ekki fjöldamorðingi .......... ÆM A LÆF og fékk allt sem ég óskaði mér ...
Lífið er akkúrat það sem við óskum okkur, æj hvað ég er sibbyliús eftir að hafa föndrað 7 manna bíl niður þröng stræti, eftir að hafa verið stökk eins og vel þéttur Ob í leggöngum ..... nehhhh, kanski ekki eins og það en göturnar eru sérhannaðar í Finestrat fyrir Viano. Smellar alveg (read with an english accent)
smell er lesið eins og hell ....
Æ nó, alveg að tapa mér en ég er s.s. í nokkuð góðum málum.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já, í alla staði dásamlegur dagur, takk fyrir mig!!
OB í leggöngum er akkúrrat lýsingin sem mig vantaði!! hehehe
Knús smús og sofðu rótt!!
Elín Björk, 25.11.2006 kl. 23:38
Gaman að vera til ... hvort sem er í leggöngum eða götum Finestrat! heheeehh
www.zordis.com, 26.11.2006 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.