Að opna augun .....

Að koma sér í gang .....  Þó ekki stigagang!

Það var árrisul kona sem fékk sér kaffisopa í morgun og hef svo setið við að dunda mér.

Dundur er sætt orð, svona orð sem þú getur hjúfrað þig oní og látið tímann líða endalaust.  Mér er víst ekki til z-unnar boðið og þarf að koma mér í stuð og halda mér við efni.  Tíminn er hrekkjóttur og líður eins og elding fram úr mér og ég á fullt í fangi að fylgja honum í takt.

Día Maravilloso 9
Á góðri stund Spániá

Inn í bóli liggja börnin mín 2 og Fjallið er farinn í íslensku kennsluna .... kemur svo altalandi á þessu skrítna máli okkar heim og ég fyllist auðmýkt og aðdáun og kasta mér á rætur hans.

En svona án gríns þá finst mér vel staðið að námskeiðahaldi hér í Reykjavíkurborg þrátt fyrir að íslenskukennsla fyrir börn sé ekki sem skyldi.  Þeir feðgarnir ætluðu að skella sér í sumarfríinu á námskeið en sonurinn komst ekki þar sem engin námskeið eru í boði fyrir börn.

Stúlkan í hlíðinni

Stúlkan beið á hólnum

þar til Fjallið kom heim. 

Tungutak í tónum

hann íslensku kvað,

altalandi garpurinn

stúlkunnar bað!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Didda

Ég ætla að dunda mér í dag, já það er rétt að þetta er sætt orð

Eigðu góðan dag

Didda, 7.8.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ummm elska þessa mynd, vildi vera nakin til fjalla í dag.  Knús inn í daginn, greinilega nóg að gera hjá þér. Hvað er þetta stór mynd??

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

alltaf ljúf, líka á íslandi. gott að hann er að læra íslensku !

kærleikur á þig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég bara dýrka myndirnar þínar, minn tími kemur, hafðu það gott þarna heima, öfunda þig ljúfan.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 15:29

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það gaman að heyra þetta með fjallið þitt og mikið eru börnin þín falleg. Stórt knús til þín elsku Þórdís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2008 kl. 17:25

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég verð nú bara að setja það hér inn fyrstu heilu setninguna sem að Ljónið mitt lærði á Íslensku, hún er svona:

Helvítis útlendingur

Svo þegar að hann er að ná sér niðri á einhverjum af mínum ættingjum þá segir hann þessa setningu hátt, skírt og svo til án hreims. Ef ekki væri fyrir mont svipinn og glettnina í augunum myndi maður halda að hann meinti það sem að hann sagði  

Sporðdrekinn, 8.8.2008 kl. 00:51

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Dunda er voda sætt ord og minnir kannski á kærleiksríka fjölskyldu og minningar frá bernsku.Tad er svo gott ad dunda sér eins og ég gerdi í gærkveldi vid ad teikna upp skreytingar sem kem til med ad sjá um í brúdkaupi á íslandi nú í ágúst.

frábært hjá Fjallinu ad skella sér í íslenskukennslu.

Knús á tig kæra Zordís inn í kærleiksríka vinnuviku

Gudrún Hauksdótttir, 8.8.2008 kl. 04:49

8 Smámynd: Inga Steina Joh

Hæ!!

Rosalega er gaman að heyra hvað þið hafið það gott á gamla landinu! 'eg er að bíða eftir að tannsi komi úr sumarfríi og mun þá panta tíma í you know what og koma heim. En það verður ekki fyrr en i sept. Er ekki búin að vera í besta lagi, miklir verkir, lítið  um blogg:)

ANnnars er bara allt i fína hér. Nökkvi er orðinn allur annar , talar orðið mikið betur og er hættur með bleyju á daginn. Nikulás er bara eins og hann er, hehe, ekki illa meint og er að fara að byrja í gaggó þann 20. Pabbi og Helga eru að koma í heimsókn þann 22. Þau hafa aldrei komið áður þannig að þetta verður  rosalega gaman. Njótið ykkar vel og vonandi verður alveg rífandi sala og góð viðbrögð við sýningunum ykkar!!!!!1 Knús

Inga Steina Joh, 8.8.2008 kl. 06:06

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Vá Þórdís er þessi mynd á sýningu hjá þér núna. -  Svakalega flott mynd, ég spyr eins og Ásdís hvað er hún stór?  Hvar nákvæmlega er sýningin þín?  - Ég verð að komast og sjá hana. - Hlakka alveg rosalega til að sjá myndirnar þínar í nálægð. Kær kveðja Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2008 kl. 01:27

10 Smámynd: Agný

Flottar myndir og gott ef að l´jóðið fittar ekki við hana..Svo bara velkomin á klakann..ja sem bráðnar af jöklunum óðfluga...

Agný, 9.8.2008 kl. 03:06

11 Smámynd: www.zordis.com

best ég setji nú svarið við spurningu Ásdísar og Lilju hér líka þrátt fyrir að það sé komið í færsluna fyrir ofan (að hluta til)

Ég held að hún sé ca 22 x 37 eða í þá veruna og hún er ekki meðferðis heldur hjemme Spániá!

Lilja núna er ég með sýningu í Þorlákshöfn sem var sett upp í tengslum við Ungmennahátíðina um verslunarmannahelgina og stendur sú sýning að ca 20 og eitthvað ágúst mánuð!

Þá munum við bloggvinkonur setja upp sýningu í lok ágúst í Ráðuhúsi Reykjavíkur og er þér boðið að koma og sjá þá sýningu.  Vil taka það fram að allir eru hjartanlega velkomnir að kíkja en sú sýning stendur til 14 september.

www.zordis.com, 9.8.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband