1.12.2008 | 18:31
Að langa og láta eftir sér .....
Í kuldanum er gott að geta malað baunir frá kaffitár og setið með rjúkandi kaffi stuttu síðar.
Ég er ekki búin ad vera dugleg í dag, eiginlega bara verið smá löt hálfgerð svona "drusl" en það er víst bannað þegar að jólin nálgast. Piparkökubakstur er afstaðin og kjéddlingin þarf að drösslast að yfirfara jólaskrumið ....
Mig langar að Sara mín greiði mér og liti fyrir jólin og að ég verði orðin grönn í kjólin. Mig langar að jólafriðurinn finni sér samastað hjá öllum jarðneskum verum þrátt fyrir mismunandi aðstæður sem við búum við. Að óskin í hjartanu komi frá friðsamri jörð í verunni einni svo hreinni.
Það væri réttast að setja jólalög á geislann og finna andann og nennuna. Er það ekki bara?
Nú les ungherran liffræði fyrir mig og ég er búin að poppa. Á meðan að pabbi fer að ná í dansmærina þá ætlum við mæðgin að skella Casino Royale 007 í geislann og njóta myndarinnar. Ég mun veita eftirtekt kynþokka Daniel Craig á meðan sonurinn dýfir sér í spennandi þráð myndarinnar.
Ekkert jólatrums í bili, nægur er tíminn!
Ekkert er of flókið þegar allt kemur til alls.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 18:58
Já, skál Ásdís mín. Ég tók 2 kaffi enda ískallt á höndunum og það er hvergi betra að ilja sér nema á vænum kaffibolla.
www.zordis.com, 1.12.2008 kl. 22:32
Ohh mig langar líka til að verða grönn í kjólinn fyrir jólin, en ætla ekki að leyfa mér svoleiðis hégómagirni í þetta sinn, enda næ ég því heldur aldrei í tíma ... hehe.
Njóttu Bondsins .. þó mér finnist Mr. Craig óttaleg písl. Má ég þá frekar biðja um Mr. Connery. *wwwraaawr'
Hugarfluga, 1.12.2008 kl. 22:35
Knús í klessu...Út með rolluna....Njóttu kynþokkans....
Solla Guðjóns, 1.12.2008 kl. 23:31
Connery er sko ekkert slæmur elsku Hugarfluga .... já, þetta með kjólinn það kemur annar kjóll eftir jólin ef allt fer í steik hjá mér!
Næs að eiga bara eins kjól í flestum stærðum og enginn fattar neitt.
Sollan mín, afmælisstelpa ég fer að kasta mér í háttinn og umvef mig heilli hlíð ef ég fæ að stinga tánum á milli læranna ... óje!
www.zordis.com, 1.12.2008 kl. 23:43
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=6adfa41b-d092-466b-979b-108169e9b686
Veskú darling og ein af mínum uppáhaldsvinkonum
Heiða Þórðar, 2.12.2008 kl. 00:12
ohh, blessaðann kjólinn fyrir jólin...heyrðu ég var að versla rosalega fyrir boddýið, þú sérð það í næstu færslu, mana þig :)
alva (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.