Stelpudagur og getraun ...

... heilmikið spjall, hlátur og skemmtilegheit!

Það er nauðsynlegt að eiga svona stelpudaga, tala nú ekki um þegar við nálgumst þennann miðjualdur.

Við fengum okkur 10 dropa og svo var það .....Shop till you drop !!!

í mína innkaupakörfu datt m.a;

10 stk Alkaline rafhlöður

2 myndarammar (jólagjafabrall)

60 jólakúlu silkiborðar

2 jólastjörnur í glugga barnanna

Vodka með jarðaberjabragði (skrítin búð)

Steiktur laukur

Kerti

Oooog ýmislegt meira sem óþarfi er að telja upp ....  set það kanski inn í kommentakerfið seinna!

Börnin mín ætla að skreyta jólatréð á morgun þar sem að það er spænski siðurinn.  Ég ólst við spenninginn að vakna á aðfangadag og næla mér í síðasta gottið sem kom í skóinn og læða mér inní stofu að horfa á dásamlega, himneska fegurð sem jólatréð fullskreytt sýndi barns-auganu.

Snillingurinn ég valdi svo fínan pappír að jólakortin koma ekki úr prentun fyrr en næstkomandi þriðjudag!  Ég skrifa sem sagt engin jólakort um helgina en einbeiti mér bara að því þegar að ég fæ þau í hendur!

Ilustr.Navidad´080001 

Ég er spennt að sjá hvernig liturinn kemur út en í þetta skiptið fór ég með frumstykkin og skildi eftir í prentsmiðjunni þar sem að skönnun ber aldrei góðan þokka og liturinn getur komið misvel út!

Getraunin ... bara svona í góðu gríni, í hvaða verslun fór ég?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ég gizka á að þú hafir farið í...... Habaneras ellegar Carrefour....?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: www.zordis.com

Núpps Hrönnslan mín ... Samt kemur þú með eðliega ágiskun!

www.zordis.com, 5.12.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

...ekki í Bónus...svo mikið er víst.

Heiða Þórðar, 5.12.2008 kl. 20:14

4 identicon

He he he ,,,, ég sting uppá IKEA

Hvað er í vinning?  tíhí

Rósa (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmmm Mercadona?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: www.zordis.com

Það eru engin verðlaun Rósa .... Þetta er fjarmiðilsskóli Zordísar. Verðlaunin eru í raun sá sem skynjar réttu verslunina!

Halda áfram!

www.zordis.com, 5.12.2008 kl. 20:46

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigðu ljúfa helgi elskan mín

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 21:05

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég vil vísbendingar!!

Er þessi verzlun í göngufæri? Ef ekki þarftu þá að aka í klst eða lengur? Ef ekki - þarftu þá að fljúga?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 23:30

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ertu búin að smakka vodkann? Jarðarberjabragð????

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 23:30

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gvöð, hvað þetta hefur verið dýrleg verzlunarferð. Ég hefði sagt Carrefour - en er hugmyndasnauð að öðru leyti.

Skál í jarðarberjarvodka og eigðu góða helgi!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:28

11 Smámynd: Hugarfluga

Æðislegt kort!!!! :))) Skál í malti og appelsíni!

Hugarfluga, 6.12.2008 kl. 00:48

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Carrefour eða bara Kaupfélagið þitt...comercio.....almacén

cuenco í jarðaberjavino

hasta luego mío amado

Geðveik jólakortin þín

Solla Guðjóns, 6.12.2008 kl. 01:25

13 Smámynd: www.zordis.com

Úr San Miguel er rétt tæplega klukkustundar akstur Hrönnslan mín. Þetta er fræg keðja af norðlenskum ættum.

Svarið er reyndar komið svo við skulum ekki draga svarið frekar! IKEA Rósa þú ert sigurvegari í getrauninni. Til hamingju með það!

Jarðaberjavodkann .. sko ég drekk ekki vodka en fannst flaskan svo flott og áhugavert að sjá jarðaberjainnihaldið. Meir að segja fór ég að tala tungum, ræddi á sænsku við einhvern kall sem var búin að versla sér rúgbrauðskitt. Kanski ég blandi jarðaberjavodkanum í kampavín, þar sem kampavín og jarðaber eru gerð fyrir hvort annað ?????????

www.zordis.com, 6.12.2008 kl. 09:55

14 Smámynd: Tína

Svona stelpudagar eru bara lífsnauðsyn. Verst maður gerir allt of lítið af þessu.

Ég ólst upp við það í Belgíu að jólatréð væri skreytt 1 desember og finnst alltaf jafn erfitt að bíða fram á Þorlák með að gera það núna.

En knús inn í helgina þína í tugatali

Tína, 6.12.2008 kl. 11:21

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir notalega samúðarkveðjuna 

Marta B Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 16:08

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...kortið er æðislegt

Marta B Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 16:09

17 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Kortið er flott. Góða helgi.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.12.2008 kl. 16:39

18 Smámynd: Margrét M

ég hefði sagt carrefour líka svona er etta

Margrét M, 6.12.2008 kl. 17:47

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hugguleg jól, líka hérna.

dásamlegt hjá þér að láta prenta jólakortin !

Kærleiksknús frá Lejre

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 18:21

20 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flott kort Og ég missti af getrauninni...........................ekki það að ég hefði getað svarað henni

Huld S. Ringsted, 6.12.2008 kl. 22:51

21 identicon

Fara rafhlöðurnar nokkuð á tréð????

Kærar kveðjur, sæta.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband