Próf í fyrramálið ...

... mál um morgundag!

Sonur minn bauð vinum sínum í kvikmyndahúsið að sjá Madagaskar II, pabbi fór með sem driver og við mæðgur sátum eftir heima enda er piparkökuhúsastemming hjá okkur stelpunum.

Fyrsta tilraun mistóskt hjá mér en það var eiginleg prufa sem dóttir mín tók uppá sína arma.  Ég fór í IKEA um daginn og keypti 2 stk. tilbúin hús fyrir krakkana.  Og þau ætluðu að setja saman sitthvort húsið en svo fór að sonurinn varð fyrri til og allt fór eins og fór ....

Nú er húsið mitt komið út úr ofninum, mótin voru engin heldur skar ég út 4 hliðar og þak, gerði jólatré og stjörnur sem ég ætla að gera tilraun með að verði í anda jóla.  Útkoman, verður svo annað mál!

Best að líta yfir námsefnið og huga að prófdeginum sem er klukkan 09.00 að íslenskum tíma.

Bestu kveðjur úr piparköku ilminum ... gæti jafnvel hnerrað! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  atsjú

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: www.zordis.com

Ásdís, ég er sko með atsjú í nefinu! Húsið ilmar af piparkökuilmi .... Voðalega gaman hjá mér núna í máluninni og svo verður það spurning þegar konan fer á límingunni við límingar!

hahhahhaha .....

www.zordis.com, 8.12.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú verður að taka mynd af herlegheitunum og leyfa okkur að sjá!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: www.zordis.com

Ég er sko að fara á límingum!

Guðný Anna, þetta hús verður ekki hægt að eta, ég nota akrýl liti og trélím sem og glassúr og guð má vita hvað til að reyna að halda því saman.

Allar plötur eru fullmálaðar, piparkorn í nefinu og brjálaður hnerringur svona næstum því!

Knús á línuna!

www.zordis.com, 9.12.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 9.12.2008 kl. 07:38

6 identicon

Gangi þér vel í prófinu, ég var að koma úr einu og gekk bara vel :) En heyrðu, jæja þú hefur farið í Ikea hehe, en með piparkökuhúsin...ég lími þau saman með límbyssu...það ríííígheldur og það strax!! Boðar þau hvort sem er enginn hér...þau eru búin að taka í sig svo mikið bragð eftir jólin að þau eru ógeð á bragðið.... En þetta er rosalega þægilegt að nota límbyssu ;)

aðventuþrusukveðjur!!

alva (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:24

7 identicon

...og gvöð hvað þú ert flott á nýju myndinni kona!!

alva (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:24

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

voðalega flott nýja myndin af þér!

knús inn í jólahuggu frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 10:33

9 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gangi þér vel í prófinu :)

Heyrði að gott væri að nota brætt súkkulaði sem lím í piparkökuhús.

Vatnsberi Margrét, 9.12.2008 kl. 11:58

10 Smámynd: www.zordis.com

Alva, ég átti ekki límstaut í límbyssuna mína og hef þ.a.l. upplifað mikinn hazar í þessu verkefni!

Nýja myndin er sjálfsmynd, gazalega huggó þessi miðaldra kona!

Prófið gekk held ég bara vel, vonandi HOPEFULLY PORFÍ porfí plís .... knús á ykkur því nú get ég farið að trummsast og jólast og koma pinklum í póst og svoll!

Svo tek ég mynd af piparkökuhúsinu sem lifði af nóttina, jíha! HRIKALEGA góðar stoðir hér á ferðinni .... Knús og kossar á ykkur elskulegu bloggvinir, þið gerið lífið þess virði. Ekki slæmt að opinbera ást mína svona á þér þar sem ég er netoholic!

www.zordis.com, 9.12.2008 kl. 13:59

11 Smámynd: Solla Guðjóns

 Svo þú hafðir það....hlakka til að sjá...

Auðvita gekk þér vel í prófinu ..hvað annað.

Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 15:23

12 Smámynd: Margrét M

vonandi gekk þér vel í prófinu ...

Margrét M, 9.12.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband