Ódugnaður í bjútíkvenndinu eða ?

Vissulega bjútíkvenndi, dugleg?? Svona oftast þá er ég mjög dugleg en verð svo löt þess á milli.

 

  • Í dag þá svaf ég eins og sveskja í verulega djupum svefni. Dreymdi ekkert nema skít og drullu, óbojjjj ..... 
  • Ég gaf syninum morgunverð og útbjó skólatöskuna, föndraði fram nesti, kreisti ferskan appelsínu safa og pakkaði inn heimabakkelsi (æj... ljótt að plata, tetra app.safi og sérpakkað bakaríbakkelsi.
  • Fékk mér lýsi og vítamín með morgunmatnum.  Lykilatriði að fá gott kaffi.
  • Skrifaði bréf til ýmissa stofnana í þeirri von að fólk fái sínu framfylgt.
  • Græjaði gömluna og fór á brúðkaupsbílnum (gamall grár AX Citróen) en mín átti tíma í lazer meðferð.  Ætla að leisera af mér umframþyngdina, leiðilega skapið og geðklofana.
  • Fór á pósthúsið með 2 bréf sem skila sér vonandi fljótt.
  • Fór að ná í börnin mín, sonurinn kom heim í mat en dóttlan var orðin lasin.
  • Hádegismatur, kjúlli og soðin kartafla.
Svona leið dagurinn fram að hádegi.  Nú hef ég skrifað á 35 jólakort, klumbrað saman piparkökuhúsinu og sett skrauthjörtu og lífgað uppá litbrigðin.  Græjaði pastarétt fyrir familíuna, verslaði allskonar dótarý t.d. geggjað rifjárn.
 
Rifjárnið er mjög merkilegt, það má rífa niður parmesan ost og eða gulrætur (auðvitað alveg helling til viðbótar .... nota hgmyndaflugið dyggu lesendur).  Ég ætlaði að gera gulrótarsalat um daginn en fann ekki rifstöngina mína ...  Nú hlít ég að finna hana bráðlega.
 
Gulrótarsalat fyrir sjóndapra
  • 2 eða 3 ferskar gulrætur
  • 1 lítill laukur (svona baby laukur)
  • balsam edik
  • Olífuolía 
  • salt 
Gulrótin er rifin niður í rifjárninu og sett í skál, lítill laukur er smátt skorinn og settur í sömu skál.  Mikilvægt er að blanda vel saman gulrótinni og lauknum(alls ekki of mikið af lauk).  Ath að setja olífuolíu eftir smekk sem og balsamedik.  Salta eftir behag!
 
Einfalt og ótrúlega ferskt og gott!
 
Ég veit eiginlega ekki afhverju ég er að hugsa um mat þar sem ég er alveg pakksödd núna.  Fékk mér grænt salat og dökkt gróft brauð með áleggi.  
 
Áður en deginum líkur þarf ég að senda út bréf á xxx og pakka inn jólaglaðningum sem leggja af stað yfir hafið á morgun.  Prentarinn minn er ekki að standa sig og ég fæ ekki dagatölin mín fyrr en í byrjun næsta árs ...... Ég pantaði 100 stk. og það dugar varla svo ég mun sennilega auka upplagið.
 
Þyrfti að hnoða í deig þar sem að sköpunin er að drepa mig og er aum eftir lazerinn en það hverfur vonandi með morgundeginum.  Svo er það kúrinn .....  toppurinn á deginum er þegar augum lygna aftur og við tekur heimur drauma, heimur þar sem kvenndið fer í hlutverk!  Hvað skyldi nóttin bjóða uppá?
 
Góða nótt kæru bloggvinir! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það verður spennandi að vita hvað þig dreymir í nótt du dygtige kvinde....

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: www.zordis.com

Hrönn, ég er svo spennt að það er orðið spurning hvort ég nái að festa svefninn ..... Læf is gúdd!

www.zordis.com, 11.12.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Hvað ertu að leiserast...ég vona að þig dreymi Englavíkurtásudraumlovjú

Solla Guðjóns, 12.12.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: www.zordis.com

Sollan mín ég er að taka í burtu óæskilegan hárvöxt og hér er ég ekki að tala um kantskurð ... haahahahha væri samt sniðugt! Mig klæjar aðeins en hem mig. Er komin í tæplega 60 jólakort og hef pakkað inn slatta af gjöfum sem eru að leggja i hann yfir hafið!

It´s good to be a queen! Annnnnd, I Lovjú girls!

www.zordis.com, 12.12.2008 kl. 01:33

5 identicon

Góðan daginn elsku besta dúlla ... salatið hljómar ógó vel... þarf að prófa það!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 08:35

6 Smámynd: www.zordis.com

Góðan daginn sömuleiðis Doddinn minn, sá eini hreini! Knús og kossar norður annnnnd I lovjú like the girls!

Nú er ég að undirbúa kortaburð og lauma 3 pökkum meðísömuferð ....

www.zordis.com, 12.12.2008 kl. 08:52

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er aldeilis dugnaður í þér en salatið mun ég prufa einhverntímann. Kærleikur til  þín

Kristín Gunnarsdóttir, 12.12.2008 kl. 10:34

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan daginn mín kæra. Er hægt að leisar kvef og liðagalla. ??  kærleikskveðja til þín og þinna og njótið helgarinnar

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 11:24

9 Smámynd: www.zordis.com

Ásdís, það má segja að það sé góður daginn .... var að opna augun eftir ljúfa leggju! kvef má laga en liðagalla kann ég ekki á! Ég trúi hins vegar á ýmsar leiðir í lækningum, örvun frá lífrænum enzimum í loftinu etc. Steinar tala og hendur lækna! Say no more. Vonandi líður þér betru elsku kona.

Kristín, þetta salat er hreint yndislega gott og líkaminn kallar á það! Ég sendi þér línu innanhúss von bráðar!

Nývöknuð og falleg eins og nývaknað fólk er eftir 2ja klukkustunda djúpa leggju.

www.zordis.com, 12.12.2008 kl. 18:20

10 Smámynd: Dísa Dóra

Greinilega nóg að gera hjá þér

Hér eru nú jólakortin óskrifuð, jóabakkelsið óbakað og fleira í þeim dúr - og húsfreyjan bara slök yfir þessu öllu

Dísa Dóra, 12.12.2008 kl. 22:50

11 Smámynd: www.zordis.com

Dísa Dóra, litli kúturinn þarf sitt og stóra systir líka! Þú nærð yndislegum jólum með gullmolana þína!

www.zordis.com, 12.12.2008 kl. 22:52

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er sko nóg að ger já þér elsku Þórdís mín ég á eftir að skrifa öll jóla kort ég aldrei verið svona sein knús og kossar til þín og gleðileg jól til þín og fjölskyldu.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.12.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband