Góðan daginn litla piparkökuhús ...

.... góðan daginn, daginn, daginn!

Ég þarf að skjótast í smá erindi, jólalögin komin á geislan og kaffið að gera sig í græjunni.

13ándi desember og 13 skvaldrandi konur ætla að hittast í Kastala bæjarins, San Miguel .... Allar koma með piparkökuhús (hahahaahhahah) og eftir glöggvun og snarl verður ungfrú piparkökukerling heiðruð með silkiborða og fagnaðarlátum.

Dyggir lesendur eru farnir að iða í skinninu að sjá litlu hörmungina mína.  

 piparkökuhús

 Frumraun í piparkökuhúsgerð .. geri aðrið betur! 

Allt útlit er fyrir bjartan og heiðskýran laugardag.  Það er nóg að gera hjá kvenndinu í dag.  Rósa kemur uppúr hádegi að græja silkiborðann og ég þarf að hlaupa í nokkur erindi í bænum ....

Í dag á yndisleg mágkona mín afmæli og maðurinn hennar líka.  Ég keypti hálsmen með hraunmola á Íslandi í sumar til að færa henni.  Við ætlum að gera okkur glaðan dag og pöntuðum gistingu á hótelinu Orihuela Costa Resort.  Þar fáum við afnot af sér sal og verðum ásamt fjölskyldu og börnum.  Í kvöld munum við syngja afmælissönginn og horfa á Eið Smára taka væna takta fyrir hönd Barcelona.

Barcelona - Madrid

Í mínum hópi halda allir með Barcelona svo það er spurning að taka eina "gleiðiöldu" þegar Madrid nær upp á miðjan völl ... hahhha  æj þeim er búið að ganga svo ílla blessuðum .......... 

 Njótið dagsins og munið, piparkökuhúsið eftir ca. 3 klst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Spennan er gífurleg!! Þitt hús fær mitt atkvæði - gildir það ekki stórt?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Obboslega hlakka ég til.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hlakka til að sjá húsið Zordis mín. Góða skemtun með þínum. Kærleiksljós til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 13.12.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hey, flott húsið þitt !!

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Rosalega flott

Heiða Þórðar, 13.12.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heyrðu heyrðu....

flott hús!!! Þú hefur náttúrulega verið með fallegasta húsið

Hrönn Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 02:43

7 Smámynd: Margrét M

þetta er frábært hús...

Margrét M, 14.12.2008 kl. 09:42

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Æðislega flott hjá þér Zórdís mín, vanst þú 1 verðlaun. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 14.12.2008 kl. 14:50

9 Smámynd: www.zordis.com

Að sjálfsögðu vann ég heiður að taka þátt en ungfrú piparkökukerling var heiður tveggja ungpía sem gerðu kastala. Ég komst ekki á blað ... þetta var yndislega gaman og hópur skemmtilegra kvenna tók þátt!

Það er sigur út af fyrir sig að virkja kvennsurnar í þessa keppni og hún verður endurtekin á næsta ári!!!!

TAkk fyrir þátttökuna allar sem ein!

www.zordis.com, 14.12.2008 kl. 16:27

10 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Krútthús, myndi sóma sér vel í Vesturbænum, í stóra garðinum með litla húsinu *pínu sakn*

Margrét Birna Auðunsdóttir, 14.12.2008 kl. 23:16

11 identicon

Ekkert smá flott hús....  mér dettur í hug Hans og Gréta....
Bara flott!!

Knús á þig dúllan mín

Elín (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 08:58

12 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Mér finnst húsið þitt alveg glæsilegt  þú vinnur er ekki í vafa hahah góða skemmtun á hótelinu

Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.12.2008 kl. 12:31

13 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Oh sá ekki færsluna fyrr en of seint að þú hefði ekki unnið  en þá er bara að gera betur næst

Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.12.2008 kl. 12:32

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott hús hjá þér.

knús og góða skemmtun með allt.

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband