Að hafa valið ...

... Oooog að geta valið?  Ekki alltaf auðvelt að velja þegar margt er í boði.

Eftir að Sara hárgreiðsluséni flutti til Íslands hef ég verið í vandræðum með höddinn á mér, hef mig ekki í að finna nýja hárgreiðslukonu eða mann.  Er komin í sama gamla farið og lita mig sjálf og hárið er stjórnlaust!  Eftir miklar spekileringar í hárgreiðsludeild Mercadona þá lagði ég lit númer 7 komma 43, shangrila cobrizo í körfuna sem er rauðgullin orange litur.  Ég var nánast búin að kaupa kóka kóla rauðann lit en hætti við.  Lífið er erfitt á aumum stundum en auðvelt þegar meira liggur við.

Ég fann til litina mína og málaði konu með orangelitað hár!  

Litríkur dagur á svo margan hátt.

Vikan er rétt að byrja en það sést fyrir endann á henni eins og öllum þeim sem hafa runnið hjá ... hinum megin við hornið er nýtt ár og ný tækifæri.  

Fögnuður happadrættisvinnings veraldlegs auðs sem þarf að koma fyrir kattarnef.  Finna farveg sem nýtur blessunar ... Finna aldurinn hellast yfir konuna og hefja nýtt líf.

Þegar lífið hefst á ný, þegar augun eru opin og horfa með nýju ljósi á framtíðina.  Það er akkúrat þá þegar kona kemst á fimmtugsaldur og nær þeim glæsta þokka sem aldrei fyrr.

 Svo er það bara gamansemi og gleði framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Er hendin eitthvað að fikta með skærinhehe..

já sæl þú ert að komast á fimmtugsaldur..get sagt þér að blómið í sjálfum okkur byrja þá fyrst að dafna..........segi  ekki meir.

Solla Guðjóns, 15.12.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: www.zordis.com

Undir blíðu brosi, var lind grátinna tára,

barnsleg augun, í leit að ævintýraheim.

í hendi hugfangin rós, ljómi liðinna ára,

hamingjan í hjartanu, lituð lífsins draum.

Í ljóslifanda lífi, hún lagði aftur augun,

í lotningu dýrðar sín hinsta dags.

Með þökk ég kveð, á ný í faðminn,

svo undurblítt, svíf á braut sólarlags.

Á ljósri leið, ég fagna heilu ári,

ljúfur koss á vanga, lifi kvenna heil.

Vinsemdar kveðjur ég slæ mér á læri,

roggin, sæl og (hvað rímar við heil = veil - feil - meil - sveif)=

sem sagt;

roggin, sæl í eilífðina sveif .... já já þetta er bara uppá grín!

www.zordis.com, 15.12.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: www.zordis.com

Solla ég hef nebblega heyrt þetta og svo hef ég líka heyra að sextugsaldurinn sé æði ....

Vá hvað kona eins og ég hef til margs að hlakka! Knús og kossar yfir hafið.

www.zordis.com, 15.12.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Trúðu mér! Á fimmtugsaldri sem aldrei fyr

Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Dísa Dóra

Er þetta ekki besti aldurinn?

Ég allvega nýt lífsins sem aldrei fyrr eftir að ég varð fertug.

Knús til þín mín kæra

Dísa Dóra, 15.12.2008 kl. 22:14

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Já það getur tekið nokkrar tilraunir að finna rétta litinn, hef verið appelsínugul......

Sporðdrekinn, 16.12.2008 kl. 03:08

7 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Er það ekki alltaf þannig geyma það besta og nú er komið að því :)

Við eigum það besta eftir.

Vatnsberi Margrét, 16.12.2008 kl. 11:29

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er 52 og alsæl með lífið, þetta bestnar bara.  Krúttkveðjur á þig yndið mitt

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 11:31

9 identicon

Yessss, það er yndislegt að geta valið og vera svo með valkvíða yfir þessu öllu saman.  hehe.

Knús í hús, dúlla

Rósa (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:04

10 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég er enn bara 40 þannig að ég á það besta eftir

knús á þig

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.12.2008 kl. 13:13

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég reyndi að lita á mér hárið einu sinni og útgáfan var líka appelsínu gult.

Lífið byrjað á fimmtugs aldrinum það þori ég að lofa þér

Stórt faðmlag til þín og þinna hafðu það gott ljósið mitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.12.2008 kl. 20:34

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Faðm, hux og góðir víbrar til þín, vinkona

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.12.2008 kl. 20:53

13 identicon

Þú ert alltaf svo flott.Mér finnst orange liturinn æði.Það er um að gera að breyta til og vera ekki alltaf með sama litinn.Kv Gréta

Gréta (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband