Nótt í elsku heima ...

Þegar flest hefur verið sagt ...

Þá má endurorða setningar og semja ný lög. Standa í nýjum sporum og horfa með öðrum augum.

Lífið er endalaus hringrás, hamingju og gleði. Örlítil sorg sem íþyngir en allt hitt aðstæður sem við sættum okkur við og tölum okkur framhjá.

Við erum nebblega snillingar í því að lifa dag fyrir dag og viku fyrir viku.........

Læf is good og það er sko þess virði að lifa því!

Í nótt ætla ég að ferðast til Grikklands og spyrja út í afkomendur Don Griego ... Má til þar sem að Sissó vinur minn kom í draumaheima ... Furðuveröld drauma minna ... Rauðar rósir og 2 af þremur feitum bréfum í höfn.

Ég er að setja pússlin saman og get varla beðið .... 22 desember er dagurinn!

Leyfi ykkur að fylgjast með rósaknúbbum og óvæntum glaðningum. GÓÐA NÓTT elskurnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góða nótt og hafðu það gott í Grikklandi í nótt

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla að hitta Magellan og fara með honum á vit ævintýranna. Sofðu vel

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Spennandi!

Hvernig gekk ferðin?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 07:46

4 Smámynd: www.zordis.com

Svefninn var sundurslitinn "að venju" þarf að fara að gefa ungherranum galdrajurtir svo hann sofi betur.

Ég fór ekki til grikklands, heldur varð íslandið góða á leið minni ... Ég fór á skauta með Hemma rafvirkja sem var með flotta húfu og svo var viðkoman á Vesturgötunni í Reykjavík. Don Griego kemur í ljós þegar honum sýnist, ekki þegar mér sýnist svo!

Knús og hreistur í bjartan dag! Hrönn, ég mun svipast um eftir júnó þar sem það er markaðsdagur í grennd .......

www.zordis.com, 17.12.2008 kl. 08:04

5 identicon

Kæra Zordís, þú listakona, þú frábæra manneskja.  Ó,ó - hvílík kort, hvílíkar myndir.  Þau eru bara alveg stórkostleg út í eitt og ég get varla tekið af þeim augun.  Ætli ég sofni bara ekki út frá þeim í kvöld.  Get ég lagt inn á reikning hjá þér, því þau kosta örugglega meira en bókin mín?  Ég er andagtug yfir þessari sköpun þinni.  Takk elsku Zordís, takk, takk, takk (tikk, takk)!

Ég tók mér hvíld frá blogginu því svo mikið er að stússast þessa daga.  Leitt að þú sért ekki búin að fá bókina.  Já. Ég veit að þetta getur tekið tíma en vonandi ferðu að fá sendinguna og vonandi færðu góðan nætursvefn og ferðast á vit ævintýra.

Jólakveðjur

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband