Tilraun, taka 2 ...

Vá hvað ég var þreytt í morgun. Ég vaknaði að gömlum vana, teygði mig og beygglaði á mér munninn og gaf frá mér ógurfögur eðluhljóð. Sko, ég er bara eðluleg!

Ég var fremur kaffiþyrst og fór frammúr í nýja svarta náttkjólnum mínum og steig berfætt á ísskaldar keramikflísarnar.

Eftir ljúfan dreitil, andlitsþvott og 66°N lopapeysuna mína uppgötvaði ég að Frúin á Calvario hafði unnið í happadrætti. Jesöss minn lifandi kominn í fangið á mér. MOI, ó já! Upphæðin gjörsamlega ekki af verri endanum, mörg mörg núll og alveg nóg til að deila með fjöldanum.

Til hamingju Spánn segi nú ekki annað. Nú get ég haldið almennilegt partý þegar ég verð tágrönn og fertug! Aha ...

Svo sit ég og blogga.

Litla geitin, hvar er sveitin ....... Sjáumst síðar dúlls and dolls!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tíhí... kannski án þess einu sinni að kaupa miða?

lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: www.zordis.com

hihihi .... farin að þekkja mig!

www.zordis.com, 17.12.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

hahahahaha til hamingju elskið mitt

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.12.2008 kl. 22:20

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þú hlýtur að vakna vel við að stíga á ískaldar flísarnar?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.12.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband