22.12.2008 | 16:17
Flóran sem umvefur litla hjartað ....
.... litir og ljúf tenging við sálina.
Ég hef verið að hugsa um liti undanfarið og á mér minn uppáhaldslit. Grænn litur er mér sérstaklega kær en fallega rauðan lit hef ég einnig dálæti á. Hins vegar vel ég jafnan svartan klæðnað á kroppinn og nota þá litina sem fylgihluti. Svo sem veski, skó og hlýjar peysur. Stundum fer ég í wild sokka (sjaldan þar sem ég vil helst vera berfætt) ..... Berfætt er málið!
Jólin eru á næsta leyti og við skreyttum trén okkar í gær sem er bara gaman! Það er alltaf mikil tylla að sjá tréð þar sem það stendur skreytt í stofunni. Pakkarnir eru komnir að mestu undir tréð en svo á jólasveinninn eftir að koma við að morgni 25 desember og það er aldrei að vita hvað kallinn kemur með.
Dóttlan fer í 2xdanstíma á eftir og ég geri ráð fyrir að njóta hlýjunnar hér heima fyrir og klára skjalavinnu sem laumaði sér til mín ....
Jólarósin stendur sperrt fyrir utan eldhúsgluggann minn, algjört augnayndi! Litaflóra blómanna lyftir mér uppá annað svið og laufblöðin hristast af hamingju þegar litlu blómálfarnir ferðast blóma á milli.
Jukkan mín blómstrar enn eina ferðina og ilmurinn er hreint dásamlegur. Ég ráðfærði mig við garðyrkjumann og sagði honum að dúllan væri sífellt að blómstra ??? Hann sagði það mjög óvenjulegt en líklega væri hún orðin gömul og væri að sýna sínar fallegustu hliðar. Ég hefði kanski átt að spyrja um lífaldur blóma en gerði það ekki. Ég hélt að blóm lifðu alltaf eins og ástin ein sem við ræktum. Kanski getur einhver frætt mig um lífaldur blóma??? Veist þú um lífaldur blóma?
Jólastúlka með jólarós
Gleðilega hátíð
Svona í lokin þá langar mig að segja ykkur frá rosalega góðri dressingu á hátíðarsalatið græna og væna!
1 stk Mortel (notað til að merja rúsínur og hnetur)
rúsínur (slatti eftir smekk en ekki of mikið)
Hnetur eða möndlur (e. smekk)
Rúsínurnar eru marðar í mortelinu sem og hneturnar.
Græn olífuolía sett saman við sem og balsamedik.
Blandað vel saman og útkoman er delisjö, jummý góð dressing.
Dressingunni er síðan hellt yfir salatið og svo saltar hver og einn eftir smekk.
Verðið að prófa þessa dressingu því hún er virkilega góð!
Best að huga að smá bakstri.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Athugasemdir
Jólarósin hlýtur þá að vera uppá-uppáhalds græn og rauð! ;)
Hvernig blómstra jukkur? Ég held ég hafi aldrei séð jukku blómstra! Geturður tekið mynd?
Ég hef aldrei spáði í lífaldur blóma! Sum endurnýja sig þó með reglulegu millibili - önnur bara lifa......... eins og ástin
Hrönn Sigurðardóttir, 22.12.2008 kl. 19:12
Nákvæmlega Hrönn, ... eins og ástin!
Blóm jukkunnnar er hvítt og bleikt og ilmar ógnvænlega! Ég skal kanna með mynd en ég birti eitt sinn mynd sem ég tók í október í fyrra og er þetta í þriðja skiptið sem gamla dúllan hillar okkur uppúr skónum.
www.zordis.com, 22.12.2008 kl. 19:21
Yndislegt alltsaman, - nema skjalavinnslan. Arghh, samúð, samúð.
Blómstrandi yukka er alveg nýtt concept fyrir mér líka. Segi sem Hrönn, ertu til í að taka mynd?
Dáldíð skerí, að blómstra svona á efstu árum, svona eins og dauðateygjur.... (?) Allavega ætla ég að passa mig á að fara ekki að blómstra svona allt í einu...
Knús til þín, heillakellan mín.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.12.2008 kl. 22:57
Heiða Þórðar, 23.12.2008 kl. 00:10
Hamíngjusama kona, hafðu það sem allra best, þú ert yndisleg persóna. Jólakveðjur til ykkar kæra fjöldskylda
Kristín Gunnarsdóttir, 23.12.2008 kl. 08:17
Yndisleg jólastelpan með jólarósina.

Gaman að eiga blóm sem kemur á óvart. En með lífsaldur blóma... ætla það sé ekki misjafnt og fari einnig eftir eigendum... mína lifa af einhverjum ástæðum ekki mjög lengi
Gleðileg jól, sæta og hafið það sem allra allra bezt um hátíðina.
Jólakveðja, Srós
Srósin (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 09:01
Gleðileg jólin elsku englastelpa
Heiða Þórðar, 23.12.2008 kl. 09:20
Gledileg jól til tín elsku Zordís.Takka yndisleg kinni sem ég hef notid vel.
Megir tú og tín fjölskylda eiga dásamlega hátid og farsæld á nýju ári.
Hjartanskvedja frá Jyderup
Gudrún
Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 09:55
Hæ skvís, er ekki kominn tími á kaffi fyrir jól, og kannski eins og eina piparköku
Rósa (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 10:13
Þú ert yndisleg vinkona, takk fyrir ánægjulegt ár. Jólakveðja til ykkar allra.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 12:50
GLEÐILEG JÓL zordís MÍN,TAKK FYRIR BLOGGVINÁTTUNA Á ÁRINU.
Magnús Paul Korntop, 23.12.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.