Ákjósanlegur tími ...

... mjög svo góður tími til að leggjast fárveikur í rúmmið. Umgangspestir og vírusar grassera sem aldrei fyrr, hraustasta fólk leggst með rauða nebba og auman háls í rúmmið og getur varla á sér bært.

Litirnir í lífinu Litirnir í lífinu Litirnir í lífinu

Cromotherapían er að mínu mati áhugaverð og mættum við öll gæða líf okkar með meiri litum.  Við verðum í litavali sem öllu öðru að gæta hófs því líkaminn okkar þarf á öllum litum að halda.  Ég ætla að lesa meira um litina og hvernig við getum notað þá til að lækna okkur og koma í veg fyrir ýmislegt sem liggur í umhverfinu.  Með réttu litavali getum við staðið á voginni og haldið jafnvægi

Heart 

Þegar hitastigið fer niður fyrir 15° þá er með kaldara móti hjá okkur sólarlandabúum.  Það kyngir snjó í Madrid er olli þvílíku uppistandi í traffíkinni.  Fólk var að mæta 3 til 4 klst of seint á vinnustaði og mynduðust um 400 km langir umferðahnútar.  Ótrúlegt alveg.  Það hefur snjóað allt um kring hjá okkur og meðalhitastig þ.a.l. mun lægra.  Nú er lag að finna rætur íslendingsins og klæða sig í aðra gollu.

Ég sit í lopapeysunni minni og hlusta á prestana, þeir eru algjörir dívanar!  Kaffibollinn rjúkandi og fínn, spurning hvort ég ætti að hvolfa honum og forvitnast aðeins í þau munstur sem sitja eftir.  Nútíðin er hins vegar það sem skiptir öllu, veran sem situr í núinu með galtóman hugan og grípur orðin þegar þau svífa hjá.  Í nótt faðmaði ég afa minn á himnum, takk elsku afi, ég veit að þegar þú kemur þá gerast hlutirnir.  Svo pæli ég aðeins í núinu og ég veit hvað ég ætla að klást við og mun gera það sýnilegt .... 

Árið 2009 er ár upphafs og framkvæmda.  Ár iðju og iðni!  Það sem ég legg í jarðveginn mun vaxa og dafna ef ég held um það og gef því hjarta mitt og tár þá mun ég líta vonina í augu.

Í ár mun ég hvorki setja heitt silikon lím á varirnar á mér (lipp filling) "sparnaðarráð Zordisar að bera heitt silikon utan á varirnar svo þær bólgni ....  Né, brjóstastækkun (nota bara gömlu góðu sportsokkana, ath. hafa þá hreina) ...  Ekkert fitusog heldur verður ryksugað af mætti til að halda gólfhellunum hreinum.  Í ár mun ég einbeita mér að lifa daginn, að finna hamingjuna í þessu smáa ...  Ég ætla bara að gera eitt í einu því þá geri ég hlutina best!  Ég ætla að segja NEI þegar ég er beðin um að leysa verkefni ef ég get ekki leyst það 110%  ....

Þetta fer nú að verða svo flókið hjá mér að það er orðin spurning hvort ég segi bara ekki NEI og hætti þessu bloggi.  Það er ekkert nema einskær og trufluð vitleysan sem flæðir úr konugarmi ...  En, er á meðan er og ef ég nýt þess að sitja hér á röngunni með lungun á lyklaborðinu þá er það líka í lagi!  Ég er nefnilega að þessu fyrir mig og kanski þig líka sem lítur við en þegar kona situr á röngunni og horfir á líkamann sem er bara fenginn að láni þá er svifið svo miklu betra og útsýnið yndislegt í allar áttir.

Árið 2009 leggst bara vel í mig.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi þér hlýju í huganum, þetta blogg er mér sem súrefni

Bara yndislegust;)

Dísa (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég er algerlega sammála síðasta ræðumanni. Mér líst vel á þessi markmið þín, sérstaklega með að hafa sokkana hreina, ég ætla að taka það mér til fyrirmyndar

Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.1.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: www.zordis.com

Hahahha ... Biddan mín og Dísa, takk fyrir innlitið! Treystir sér enginn í lippflikk, fyrst sárt, svo dofnar kona og verður með hotlips eiginlega hálfgert syndróm eftir á.

www.zordis.com, 10.1.2009 kl. 16:49

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert sko að blogga fyrir okkur líka því það er alltaf svo yndislegt að lesa hjá þér. Vona að þér batni sem fyrst og hafðu það sem allra best.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 16:51

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla sko að hafa það sem markmið að hafa sokkana hreina. Þú ert góð á réttunni sem og röngunni.

Lovjú kona 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 18:16

6 Smámynd: www.zordis.com

Ásdís, ég er ekki lasin heldur fólk á flestum stöðum í kring um mig! Ég verð aldrei veik, tja allavegana ekki fyrr en ég ligg fyrir og þá helst inná spítala til að fá næga umhyggju :-)

Hrönn, fyrst á réttunni svo á röngunni, tjú tjú æ lovjú tú!

www.zordis.com, 10.1.2009 kl. 19:44

7 Smámynd: Dísa Dóra

Alltaf jafn gott að koma hingað inn og lesa skrifin þín

Fattaði þegar ég las orð þín í athugasemdum hjá mér um appelsínugulan lit sem góðan fyrir heilsuna að ég hafði einmitt mitt í veikindum unganna farið út og keypt helling af appelsínum - langt síðan ég hef keypt appelsínur.  Greinilega veit innri vitund manns meira en maður heldur

Dísa Dóra, 10.1.2009 kl. 20:33

8 Smámynd: www.zordis.com

Dísa Dóra, spánverjar svolgra í sig C vítamíni á þessum árstíma til að fyrirbyggja umgangspestir! Ég gerði mjög sítrus ríkan safa úr 8 eða 10 appelsínum og 2 sítrónum, bætti smá vatni út í og það greip vel í grettuna. Hollt og gott!

Annars sækjum við yfirleitt í þá liti sem við þurfum á að halda og hafa allir litir góðan lækningamátt! (það er jafnvægi í öllum litum og ef við ofnotum einhvern kemur það niður á okkur svona ying yang dæmi) ...

Helga ég sendi þér hjartað þar sem ég kann ekki að setja inn merki í kommentakerfi!

www.zordis.com, 10.1.2009 kl. 21:21

9 Smámynd: Anna Gísladóttir

Maður fer í gott skap af því að lesa svona færslur.
Takk fyrir skemmtileg skrif

Anna Gísladóttir, 10.1.2009 kl. 21:56

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sigrún gaf mér í sumar pressu til að pressa safa úr sítrónum og appelsínum! Hrikalega gott tæki - jafnast næstum á við að hafa hitt kjéddlinguna í eigin persónu. Nú stend ég á morgnana og pressa sítrónur, hugsa stundum til sígaunanna "minna" á sítrónumarkaðnum á meðan. Næ mér síðan í klaka í frystinn (heartwise líka) og drekka á meðan ég gretti mig ógurlega.

Kemur allavega andlitsvöðvunum af stað. 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 21:58

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir




Þú ert best og mér finnst mjög vænt þig elsku Þórdís mín er sjálf með flensu sem ég fékk í morgunn vonandi lagast þú og ég líka er hóstandi og með mikla hálsbólgu og kvef. Kær kveðja til þín. Þú er mjög skemmtileg og hefur góða nærveru
´Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 11.1.2009 kl. 00:03

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús fallega kona

Sporðdrekinn, 11.1.2009 kl. 02:45

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

yndisleg

Heiða Þórðar, 11.1.2009 kl. 12:01

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ahhh hvað þetta var litrík og flott færsla hjá þér mín kærasta.....ég er einmitt að lita mínar óskir með orðum þessa dagana á námskeiði og læri og læri hvernig ég get gert. Lífið er gott 2009...held það bara. SVEI MÉR ÞÁ.

Knúsikveðjur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.1.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband