Ný Sól í nýju lífi ....

... eða fullt tungl á miðnætti?

Draumsýn og orka hafa verið í hámarki, fyrirboði um annan heim og mörg líf sem tengjast líf úr lífi.

Ég var mjög spræk í morgun enda sofnaði ég löngu fyrir eðlilegan náðartíma, var komin í kúr klukkan 24.30 og náði að dorma í jaðrinum.  Sonur minn leggur í vana sinn að koma uppí undir morgun og þá er þröngt í bóli en mér þykir ekkert betra en að fá litla ungherrann uppí og knúsið hans ljúfa.  

Ævintýralegur dagur framundan, óskráðar sögur, orð sem enginn hefur gripið en bíða okkar handan hornsins.  Nú er ég klædd og tilbúin að taka rokk og ról dagsins .....

Stútmunnar 

Stútmunnar, olía á striga / óseld 

Ég sendi þér koss í daginn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úlala þessi er flott..............

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 09:21

2 Smámynd: www.zordis.com

Ðeinkjú LÖV ... Þú ert líka flott!

www.zordis.com, 14.1.2009 kl. 09:35

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Glæsileg mynd :)

Vatnsberi Margrét, 14.1.2009 kl. 09:39

4 identicon

Hæ dúllan mín!
Stútmunnar er flott mynd og enn betri læf
Hvernig er það, er engin klakaferð framundan?
Knús, kossar og kreistur til þín

Elín (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 14:26

5 Smámynd: www.zordis.com

Elín Pelín, ég er nýbúin að vera á klakanum! En það verður klakaferð bara spurning hvenær en hún verður skoho á árinu!

Helga og Margrét takk fyrir það!

www.zordis.com, 14.1.2009 kl. 15:10

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Alltaf gott að fá litla kroppa upp í rúmið til sín að kúra með. Ég man þá tíð að stundum voru það tvö börn sem komu enda aðeins eitt ár á milli þeirra og þá var nú stundum þröngt get ég sagt þér. Hundurinn reyndi þetta líka, en komst ekki upp með það. Flott myndin þín.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.1.2009 kl. 16:02

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eru þessar dömur ekki með silikon varir? kyssilegar

Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 20:07

8 identicon

Þú yndislega listakona.  Það hringja bjöllur í kollinum á mér þegar ég kíki til þín.  Verkin þín eru hrein unun, meistarastykki sem gefa manni ótrúlega mikið og margt.  Ég er svo glöð að loksins skyldi sendinging ná til þín.  Ef eitthvað er þá skulda ég en ekki þú.

Já. Litlar verur sem skríða upp í eru yndislegar.  Stundum er ég með 17 ára dótturdóttur og bróður hennar 8 ára og við kúrum öll í sama rúminu.  Þó ekki sé kannski sofið jafn lengi er sofið betur.

Fallegar kveðjur með vorslaufum.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:03

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Æðisleg mynd og þú ert yndisleg kona kæra Zordis

Kristín Gunnarsdóttir, 15.1.2009 kl. 07:00

10 Smámynd: www.zordis.com

Svandís, þetta er svo notalegt þótt að kona liggi gjörsamlega á rúmkantinum :-)

Kristín mín, takk fyrir það og ég segi nú bara það sama til þín. (get ekki gert hjarta)

Unnur Sólrún, dóttlan mín sem er 13 ára kemur líka uppí, reyndar ekki um miðjar nætur og það er virkilega ljúft. Það er um að gera að njóta barnanna því tíminn er svo afskaplega fljótur að líða!

Arna, ég skil það að hafa svona ungan rúmmfélaga. Dóttir mín var alltaf í pabba sín holu þegar þannig bar við!!

Ásdís, þetta eru karl og kona .... eflaust er hann metrósexual :-)

Ólföf, skil vel að hundurinn hafi ekki fengið inngöngu í rúmmsamfélag fjölskyldunnar!!!

www.zordis.com, 15.1.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband