15.1.2009 | 09:59
Rispuð plata ... (svona vinyl)
... eða geisladiskur. Það góða við geislann að það er hægt að laga rispur á mjög svo einfaldan máta. Ef einhver þarfnast svoleiðis trixa engilega að láta vita. Fjallið gerði við nokkra playstation leiki og cd sem virka eins og nýjir. Ótrúlega frábært trix!
Kiwi ávöxturinn rann ekki ljúft niður í morgun þar sem að kvikyndið var mega súrt! Hins vegar klikkað dreitillinn ekki og svei mér þá ef ég er bara ekki til í annan bolla. Þegar ég bjó á Íslandi þá svolgraði kona kaffi allann daginn í massavís. Hver uppáhellingin á fætur annari og aldrei fékk mín nóg. Í dag þá drekk ég kanski 3 bolla yfir daginn en á móti þá er kaffið hugsanlega sterkara heldur en þetta "vatnssull" sælla minninga.
Þá er ég búin að merkja fyrstu myndina í ár er með allnokkrar ókláraðar sem ég þarf að græja. Hef reyndar birt hana þessa en ekki fullgerða, konan í bleika kjólnum sem er fyrirboði ástarinnar, konan sem sáldrar afródissíak fyrir vitin á ástföngnu fólki til að viðhalda fjölgun vera heimsins. Það er henni að þakka að eftir 10 ár þá er ég jafnástfangin eins og gerst hefði í gær.
Gyðjan og Maríuerlurnar, akrýl á striga
Ég er búin að sitja við iðju mína í morgun en nú þarf ég að skjótast til Elche, bær pálmatrjánna og taka myndir (samt ekki af veggjum hjá fólki) .... Vona að þið eigið góðan dag og njótið lífsins.
Að hætti Hrannar segi ég, lifðu í lukku ....
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
en ekki í krukku, hehe nei það er eiginlega enginn snjór búinn að vera hér, bara svona smá föl enda er búið að fá lánað einhverja græju til að búa til snjó á skíðasvæðið hehe... hafðu það sem allra best.
Sigrún Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 12:57
takk og sömuleiðis.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 16:12
Svakalega góð mynd! Ég hef verið að skoða myndirnar þínar.... eina ferðina enn! Mér finnst hrikalega flott Íslandsmyndin þín. Margar aðrar líka.......
Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 18:41
Hrönn, af þessum 4 sem heimsækja mig þá ert það þú sem flettir 100 sinnum! Hahahhahahhah LÖVju girl.
Helga lovjútú og Ásdís og Sigrún .... knús og kossar! Væri alveg til í að skella mér vestur í smá heimsókn, svo langt síðan síðast...
www.zordis.com, 15.1.2009 kl. 19:04
...ég er einlægur aðdáandi.... siliconkossaknús
Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 19:16
Tek undir hrósið, myndin er ferlega flott!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 20:45
Ég er nú ein þeirra sem þori helst ekki inn á myndasíðuna þína þar sem ég verð algjörlega sjúk því mér finnst þær allar svo flottar og langar að versla fullt
Dísa Dóra, 16.1.2009 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.