Líffræðipróf ungherrans ...

... Áhuginn er ekki mikill en drengurinn hefur ágætis minni. Það sem háir þessari elsku er lesblindan hans og nennan hans þar sem skilningurinn í lesnu máli er honum flókinn.  Þess vegna sitjum við og lesum með honum svo að skilningurinn komist inn.  Jedúdda hvað það er gaman þegar við gömlu erum bæði og ósammála um þetta eð a hitt og drengurinn minn brosir til mín og setur stút á munninn sinn .... mamma viltu koss!  Allt gert til að dreyfa athyglinni okkar.  

Ég fór snemma í háttinn í gær, klukkan var tæplega 01.00 en konuhró sat við og málaði fjaðrir ...  Fjaðrir sem gátu auðveldlega tekið hana á loft og fleytt henni í aðra veröld.  Ég átti ágætis langan svefn og er því úthvíld fyrir næstu fjaðralotu.  Mikil reiði enkenndi draumheima og það hlýtur nú bara að vera fyrir góðu.  Omvent þýðing ...  Já, já, já segjum bara að svo sé!

DSC05078

 Fjaðrirnar tóku heila eilífð og ég náði að fara yfir þetta helsta fjaðrasvæði.  Þessi mynd heitir Gyðjan og hrafninn og ber guðdómleg skilaboð til jarðar.

Bleika bakgrunninn er ég búin að vinna töluvert í og geri ráð fyrir að ég eigi eftir að útbúa pínulítil munstur allt í bleiku.

Rómantíkin í sinni ljúfu gerð, svo blíð nánd milli tveggja vina, Gyðjunnar og Hrafnsins.

Í kvöld er krunkunni boðið í heimahús hjá Rósunni í Rojales.  Við munum bregða okkur ásamt fleira fólki á spænska tapasbari, fá okkur kolkrabba í ediklegi (ekki kvenmanns, ó nó!), rússneskt salat, hugsanlega svínseyru (je right), rækjur, skeljar og leyndar dásemdir þess er miðjarðarhafsmenningin býður uppá.

Hér var farið seint á fætur og viðurkenni ég að vera enn í náttkjólnum.  Ég klæði mig sennilega ekki neitt spes fyrr en ég smelli mér í diskógalla kvöldsins.  Bidda litla bloggvinkona mín veit allt um diskó átfitt Zórdísar eftir búðarrápið í sumar.   

Lífið er gott þótt það sé stundum ekki eins gott en í grunninn alltaf gott! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku drengurinn þinn það er slæmt að vera lesblindur,gott að minnið hans er gott.Ég ætla líka vera í náttfötum í dag enda slöpp.Listaverkinn eru dásamlleg knús til þín og þinna.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góða skemtun kæra Zordis

Kristín Gunnarsdóttir, 17.1.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: www.zordis.com

Takk kæru nöfnur!

Það fer að koma tími á góða sturtu, herdú og vörulit!

www.zordis.com, 17.1.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt !!

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 16:52

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða skemmtun Þórdís mín

Huld S. Ringsted, 17.1.2009 kl. 18:55

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krummi og Gyðjan! Ég skal trúa því að það hafi tekið tímann sinn að mála fjaðrirnar. Mér líst vel á þessa mynd - en það er svosem ekkert nýtt, gaman samt fyrir þig

Góða skemmtun á exotiscu matarmenningunni!

Hér nálgast þorrinn með öllum sínum matarmenningum.......  

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 19:28

7 identicon

Hae saetust, vona thu hafir skemmt ther konunglega i gaerkvoldinu!
Her er thad helgidomurinn, messa hja fermingarbarninu i morgun. Svo er planad ad halda afram med herbergjamalun i dag... ekki bleikt tho .
Og dinnerbod i kvold......
Knus og kossar a thig og alla thina, se Enna litla fyrir mer i ad reyna ad faera athyglina annad! Krummi er rosa flottur, se thig alveg fljuga med thessa vaengi!

Elin (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 13:06

8 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Drengurinn er heppin að eiga góða foreldra sem hjálpa honum :)

Glæsileg myndin, alltaf veik fyrir hröfnunum þínum.

Vatnsberi Margrét, 18.1.2009 kl. 14:39

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Athyglisbrestur og eirðarleysi fylgir lesblindu.Það þarf mikla þolinmæði.Sætastur að bjóða koss

Borðar þú í alvöru svínseyru.Maginn minn lætur illa við tilhugsunina....Ekki minnast á þau þegar þú verður veislustjóri

Frábær myndin og litirnir æði.

Solla Guðjóns, 18.1.2009 kl. 23:56

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvar ertu vina - sem ert mér svo kær?

Hvar ertu ljúfan mín góða?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband