Golfkennsla ...

... Er málið að fara í golf? Læra að berja kylfu á pínulítinn hvítan bolta sem á að detta oní holu lengst í burtu.  Þegar ég æfði íþróttir í gamla daga (hópíþrótt) var geysileg stemming, púst, öskur og læti en hér erum við að tala um íþrótt þar sem fólk gleypir prumpið sitt svo enginn verði fyrir ónæði.

En án þess að málalengja golfumræðuna þá lofaði ég vinkonu minni að vera komin með 10 í forgjöf um páskana.  W00t

Ég þekki einn golfkennara spænskan eðalsvein og svo veit ég af einum íslenskum kennara á svæðinu þannig að það er ekki eins og það sé nein fyrirstaða með alla þessa golfvelli í kring um mig.  Það er alveg í sama hvaða átt ég fer ég lendi á golfvelli inna 10 mínútna.

Konur og golfíþróttin

 Kanski verð ég gjörsamlega "frustrated" ....  Golfið virkar mjög svo auðveld iþrótt.  Fólk er í göngutúr með kylfu og eltir hvítan bolta út um allt, kanski uppí olífutré!

Fjallið spilar golf og hugsanlega yrði þessi tími samverunnar til fjandsamlegs hjónabands.

Kanski er hugsanlega eitthvað sem ég ætti ekki að hugsa um heldur skella mér í að panta tíma og láta vaða.

Imma vinkona fer að öllum líkindum á svona golfthing í apríl og þá þarf "moi" að vera orðin flott í sveiflunni með kylfu á daginn og vatn í glasi á kvöldin.

Imma, ég verð búin að taka nokkra tíma í kennslu og mun gera mitt besta.  Aðalmálið er að vera með!

Helgin var mjög erfið.  Ég tók bókstaflega áskorun þess að breyta vatni í kampavín sem olli þvílíkum sjúkleika bæði líkama og sálar að ég hef sjaldan eða aldrei upplifað annan eins hausverk.  Ég tjúttaði þvílíkt að ég er með harðsperrur í eyrunum ....  

Lífið er gott þrátt fyrir erfiða helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

 Koddu og breyttu vatni í Pacoa fyrir mig þá mun ég elska þig alla tíð.Góð lýsing á golfinu....Imma rúllaði upp eini móti í sumar hún var eina konan í því  móti....mig minnir að hún hafi líka verið að hirða einhverja vinninga áöðrum mótum...Ekki spurnig í golfið með þig.

Solla Guðjóns, 20.1.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: www.zordis.com

Já, Imma er seig! Ég á enn gjafabréf frá Vox sem Imma og Enrique unnu á Audi mótinu í sumar!

Pacoa er það ávaxtadrykkur? Kem yfir með sprotann .....

www.zordis.com, 20.1.2009 kl. 09:11

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Skeltu þér bara í gólfið, þú tekur þig örugglega vel ut í því Zordis min

Kristín Gunnarsdóttir, 20.1.2009 kl. 09:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig hefur oft langað að fara í golfið, kannski það gerist í ellinni, hef varla heilsu í það núna.  Takk fyrir góða kveðju og hafðu það sem allra best.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 16:18

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Legg til að þú verðir frekar með mér á golfbarnum.......

...miklu skemmtilegra!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 20:49

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Endilega drífðu þig í golfið. Hef aðeins prufað og líkaði það vel. Annars er míní golfið ágætt fyrir mig.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.1.2009 kl. 21:34

7 identicon

Kæra Zordís.

Mikið eiga bæði gyðjan og hrafninn gott að vera þitt sköpunarverk.  Það er nú sannarlega ekki sama hver skapar mann og þau eru náttúrlega undur og stórmerki.

Leiðinlegt að heyra af lesblindu sonar þíns.  Hefur verið prófa að kenna honum lestur með Davis aðferðinni?

Takk fyrir kveðjurnar þínar.  Sofðu rótt og æfðu þig í golfi í draumum.  Það er skemmtilegt og þá hittir maður oft holu í höggi.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:20

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Golf er frábær íþrótt. Skora á þig að prófa.

Arinbjörn Kúld, 20.1.2009 kl. 23:24

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hef fulla trú á tér í golfinu og átt eftir ad rúlla vinunum upp í apríl.

Hjartanskvedja frá Jyerup

Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 09:50

10 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gangi þér vel í golfinu, hér eru golfvellir sitt hvoru megin við byggðina, sé þegar ég keyrir fram hjá að það fjölgar ansi mikið litlu golfbílunum.

Panta þig með töfrasprotan í febrúar :)

Vatnsberi Margrét, 21.1.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband