Óska eftir gömlu gardínuefni ..

... Vantar sárlega gömul gardínuefni!

ÁSTæðan er einfaldlega kjólagerð.  Ég ætla að sauma mér kjól og vantar groovie gardínuefni.  Kjóllinn minn verður með aðsniðnum brjóstsaum í 60´s stíl og verður útvíður og klipptur fyrir ofan hné!

Einnig leita ég að grófgerði umgjörð frá svipuðum tíma, handtösku og skóm með klósetthæl.

Fyrir öllu eru ástæður en fyrir sumu akkúrat engin.  Í sumar ætla ég að leggja leið mína til Íslands, reyndar í vor til að taka lokapróf svo gamlan í mér nái stúdentsprófinu.  Ég er í fjarnámi og það leggst einstaklega vel í mig og námið virkilega skemmtilegt!  

Kanski ég taki Kiwanis húsið á leigu, haldi stúdínuveislu með stæl, kaupi mér húfu og haldi sýningu á þakflísum.  Slá sömu fluguna í einu höggi.  Allavega þá getur þetta plan farið veg sinn og ég tek prófin erlendis hafi enga veislu og kaupi enga húfu.

20 árum síðar þá leggur konan lokahönd á áfangann og ætlar að slengja opinni hurðinni aftur.

Sunna Kristín frænka mín og vinkona hennar ...

 Hér til hliðar birti ég mynd af frænku minni henni Sunnu Kristínu (t.v.) sem varð stúdent frá MK um jólin.

Sjá hvað hún er sæt með húfuna og hausinn stútfullann af góðri menntun sem hún ber með sér í lífið.

Lífið stendur ekki í stað en það veit sá sem allt veit að við erum aldrei og sein að opna dyrnar á gátt rétt eins og það að ljúka þeim aftur til að geta hafið nýtt skeið í lífinu.

Framtíðin er mér ekki áhyggjuefni, hef hins vegar afskaplega góða tilfinningu fyrir því sem koma skal því ég nýt dagsins í dag.

Ég veit að þegar ég leggst til hvílu, að ef ég fer á vit eilífðar þá kveð ég sátt og sæl.  Ég vil hins vegar ekki kveðja þar sem lífið er rétt að byrja!!!  Ég er varla hálfnuð á valhoppinu.  Ég á góða að, yndisleg börn og traustan mann.  Ég á foreldra sem ég elska og þakka fyrir að hafa blásið í mig því lífi sem ég ber í hjarta.  Ég á tvo góða bræður sem sækja hvor um sig líf sitt í lífsins ólgu sjó.

Best ég kaupi mér húfu og rokki feitt með familíunni minni.  Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn, við skynjum stundum og fáum skilaboð eða viðvaranir sem gott er að hafa á bak við eyrað.  

Ég fitjaði upp á silkiþráð og við hvern áfanga í lífinu set ég lítinn glerstein og hekla svo áfram.  Ég mun eiga fallegt men þegar allir lífsins áfangar skína í geisla sólarinnar.  Þá get ég þakkað fyrir lífið sem Guð einn mér gaf.

En svona í alvöru, ég er að leita að spennandi gardínuefni.  Megar vera gamlar stofugardínur með djörfu munstri.  Dressið á að nota í brjálæðislega spennandi samkvæmi sem Sollan og Betan systir hennar og vonandi Liljan líka og fleiri mætar konur halda en samkvæmið hefur hlotið heitið þvag prufu partý!

 Lífið er gott á slóð regnbogans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gvöd hvad tetta er spennandi.Tú er t sko ekki ad baki dottinn,enda átti ég heldur ekki von á tví.

Kanna gamla kassa á loftinu.

knús á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þvagprufu partý!! Ég verð varla eldri............

Ég held ég eigi engin gardínuefni! Mínar gardínur eru rimlagardínur og blúndur í takt hvort við annað.

Skal þó aldeilis hafa þig í huga ef ég rekst á gardínuefni.

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 22:26

3 identicon

Elsku Zordís.  Það er yndislegt að lesa textana þína.  Til hamingju með tilvonandi stúdentspróf, - alveg frábært hjá þér.  Kjóllinn og efnið er einkar spennandi verkefni.  Ef ég skyldi nú rekast á eitthvað spennandi í Koló, þá hugsa ég til þín.  Hvílíkt hugmyndaflug sem þú hefur.  Ég vona að ykkur hafi gengið vel í spænskuprófinu.  Mikið ertu dugleg að lesa með honum syni þínum.  Svo er hlýlegt að lesa falleg orð sem þú skrifar um fjölskylduna þína.  Það er svo gott að vita á þessum síðustu og verstu.

Þakka þér líka bæði fyrir að setja slóðina á netbókina mína hér og bara orðin sem þú gefur mér. 

Ég vona að veðrið hafi ekki leikið ykkur grátt.

Yfirvegað arinkvöldknús.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er búin að gefa allt í Herinn, veti alveg að þú mundi vilja fá gömlu gardínur ammanna minnaa.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 22:46

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er á við að skrá sig í artþerapíu að fletta í gegnum myndirnar þínar!

Litirnir...........

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 22:46

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar frænku þínar Þórdís mín vonandi hittums við í vor elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.1.2009 kl. 23:04

7 Smámynd: www.zordis.com

Katla við skulum bara ákveða sopa saman! Ég hringi í þig eða sendi þér meil!

Litaþerapía fyrir eðalpíu eins og þig Hrönnslan mín er bara notalegt. Ég mæli nú með að þú íhugir klæðnað fyrir þvagprufu partýið þar sem að ég mun að öllum líkindum mæta með leynigest! júhú ... gettu hver hún er?????

Ásdís, ég sakna svo gömlu fallegu efnanna sem voru til í denn þegar fólk málaði veggina sína í brúnu og appelsínugulu.

Unnur Sólrún, þú er uppspretta kærleikans og ljóðin þín eru bara yndisleg. Takk fyrir mig!

Guðrún, ég kem til þín í ár! Er alveg búin að ákveða það ...

Helga knús og kærlighedens kyss!

www.zordis.com, 24.1.2009 kl. 23:12

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jibbý Cola!!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 23:17

9 Smámynd: Solla Guðjóns

HÆjjjjj.

Falllegar stúdínurnar hér að ofan.

Flisssssss......pisss og prufa.Ég lít í kringum mig .....annars á ég nóg af gömlum gardínum...en kannski ekki nógu fríkaðar ??? ég nefnilega veit hvernig þú ert að meina.

P.S. Hrönn verður örugglega orðin systir mín...( hún veit það bara ekki enn þá) þegar þ.þ.p. verður

Vertu svo dugleg að læra

Solla Guðjóns, 24.1.2009 kl. 23:21

10 Smámynd: www.zordis.com

Eg segi nú bara Jollý Cola og ég er orðin spennt að heyra af inntökunni í systrafélaginu!

Wow ... má ekki klikka og allar að leggja sig fram að finna geðveik efni og sauma kjóla ... Ég mæti að sjálfsögðu með þvaglegg!

www.zordis.com, 24.1.2009 kl. 23:28

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úbbs! Þarf að mæta með þvaglegg?

Dugar sýsli ðí þvagleggur?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 23:34

12 Smámynd: www.zordis.com

Jó hó mó jó ...

Nei enda verða bara teknar prufur! Koddu bara með þinn kvenlega legg eins háfætt og fögur sem þú ert kæra syss.

www.zordis.com, 24.1.2009 kl. 23:37

13 Smámynd: Sporðdrekinn

 Á þig yndislega og duglega kona!

Sporðdrekinn, 25.1.2009 kl. 01:20

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Heyhey jibbý jójey.......sýsli má hvergi koma nærri. ÉG ER BÚIN AÐ ÚTSKÚFA HONUM ÚR MINNI ÆTT.

Solla Guðjóns, 25.1.2009 kl. 01:36

15 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú mundir örugglega taka þig vel út í kjólnum ur gardinuefninu, það eru svo mörg flott til, vildi að ég ætti til að senda þér Zordis mín. Falleg er hun frænka þín. Góðan sunnudag vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 25.1.2009 kl. 08:34

16 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hlakka til ad fá tig snúllan tín.

Knús

Gudrún Hauksdótttir, 25.1.2009 kl. 12:40

17 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha þú ert yndisleg og þið hinar í kommentum líka

Hljómar spennandi og forvitnilegt þetta með pissupartýið eða þannig haha

Henti öllu mínu gardínuefni fyrir 1-2 árum og held að mútta gamla hafi einnig fleygt öllu sínu því miður.

Verð nú að fara að leggja fyrir svo ég geti keypt eins og 1-2 flílsar af þér

Dísa Dóra, 25.1.2009 kl. 21:13

18 Smámynd: Margrét M

sé þig fyrir mér í gardýnu kjólnum

Margrét M, 26.1.2009 kl. 16:28

19 identicon

Elskan........... viltu aðstoð í kjólasaumi úr "djörfu" efni??? og koma fyrir þvagleggnum....... úlalala

Rósa (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:36

20 Smámynd: www.zordis.com

Já! Rósa Já há já há ... Ætla að teikna snið og nú er bara að finna gardínur sem virka!

www.zordis.com, 26.1.2009 kl. 20:53

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Ég sá veggfóður áðan og datt þú í hug..... Stórrósótt..... svart og gyllt! Hvar eru þau gardínuefni?

Kona spyr og vill fá svör ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 23:42

22 Smámynd: www.zordis.com

Ég er akkúrat að leita að svoleiðis efni ... Vont að ganga um í betrekki. Allt er hey í harðindum svo það er aldrei að vita hvað kona gerir.

Rósa skraddara prinsessa er boðin og búin að vera yfirsaumakonan svo hugmyndin er komin til himna og nú er bara grípa hana og efnið þegar vísbendingarnar rigna inn.

www.zordis.com, 27.1.2009 kl. 07:53

23 identicon

Er því miður ekki með neitt gardínuefni hjá mér ... nema þá kannski nýju eldhúsgardínurnar? En ég fengi varla að senda þér þær ....  enda eru þær svo flottar.

En þú ert flottust ... smjútsjí kveðjur á þig !

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:50

24 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Frábært hjá þér að taka stúdent í vor.

Hlakka til að sjá mynd af þér í fallegum kjól :) Á því miður engar gardínur.

Vatnsberi Margrét, 27.1.2009 kl. 14:11

25 identicon

nú er bara að þræða markaðina soldið......... spánverjar hljóta að eiga einhver efni..... kannski er eitthvað á Zoko markaðnum á sunnudaginn...... eigum við að fara?

Rósa (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:51

26 identicon

Hver veit nema að það verði gardínur á bílskúrssölunni um helgina .....?!

Barbara Birgis (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:33

27 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gangi þér vel við kjólasauminn og vonandi á einhver flottar gardínur handa þér. Svo setur þú vonandi inn mynd af þér í fínheitunum. Gangi þér vel í náminu.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.1.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband