Úr draumaheimi :-)

(-:  ...  Í raunheima.

Það var notalegt að teygja úr sér, úthvíld og spræk.  Sonur minn er með hita og finnur fyrir eymslum í hálsi, er raddlaus og þarf extra knús frá mömmu sinni.  Ég leyfði honum að fara í holuna mína og þar er hann þessi elska og bíður eftir því að honum líði betur.

Pabbi eldar hádegissnarlið og við fylgjumst með tenniskeppni "Open Australia" þar sem úrslitakeppni á sér stað, Rafa Nadal - Roger Federer  (spánn vs. swiss) ....

Það er bjart og fallegt veður, nokkrir regndropar hafa blessað okkur til heiðurs náttúrunni.  Sæll sunnudagur framundan í kósýheitum .....

Símalandi og sætar ...

Símalandi og sætar, önnur með kaffi og hin með kött er mynd sem ég er að vinna í ... þessi hefur samt vikið fyrir vinnslu á Gyðjumyndum.  Lífið er svo sannarlega gott!

Framundan er bara kúr og dekur, ég geri það sem ég vil á meðan ég get!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott mynd! Bezt ég fari að hella mér uppá gott kaffi og sötra það á meðan ég hugsa til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: www.zordis.com

Það væri annað ef þú fengir þér ekki ljúffengan sopa með kærleiksbollunum og súkkucroissantinu! Knús á þig mín kærasta!

www.zordis.com, 1.2.2009 kl. 13:53

3 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er bara flensuhró og hiti! Íris Hadda fékk heiftarlega sýkingu í hálsinn og var mun veikari en drengurinn ætlar að verða .... hann er og verður vonandi ekki eins lasinn og dóttlan!

www.zordis.com, 1.2.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Dísa Dóra

Æ gott að skríða í mömmuholu þegar maður er veikur - það hefur sennilega læknað alveg helling og vonandi læknar tíminn restina fljótt

Dísa Dóra, 1.2.2009 kl. 22:36

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús á ykkur

Sporðdrekinn, 2.2.2009 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband