ÍSLENDINGAR fyrstir í öllum heiminum ....

... Að hafa OPINBERLEGA SAMKYNHNEIGÐA FRÚ Í FORSTÆTI.  TIL LUKKU JÓHANNA, megi allar íslensku vættirnar styrkja þitt fley.  Ég hef trú á konunni og krossa fingur um að við getum barið nýtt Ísland augum.

Ég heyrði bara brot úr fréttinni í fréttayfirliti í morgun og þá bar hæst Jóhanna Sigurðardóttir HOMOSEXUAL ..... Svo síðar var fjallað um innihald fréttarinnar og að sjálfsögðu erum við fyrst í heiminum í öllu.  Ég óska öllum til hamingju því ég held að nú þurfi skútan að skjótast upp eftir djúpar lægðir ........  

Það er ekki búið að fjalla mikið um efnahagsbreytingar, svikamyllu né mótmæli þjóðar í neyð.  Ég hef séð 2 fréttaskot og var það í upphafi mótmæla, svo sá ég annað þegar að Geir var grýttur eggjum og svo núna í morgun.  

Gangi þér vel Jóhanna í leiðtogaforystu, það veitir ekki af velvilja og góðum óskum að taka við sökkvandi skútu.

 ÞINN TÍMI ER KOMINN

Heart 

Ég er búin að vera dugleg þrátt fyrir ljúfa leti þessa helgi.  Náði að klára nokkrar flísar sem ég ætla hreykin að sýna ykkur.  Uppáhalds gagnrýnendur mínir!  Eins gott að lenda ekki í rýni þeirra sem rýna að starfi. 

Ástarorð í eyra, keramik þakflís - rustico 

Ástarorð í eyra, þakflís - rustico 

Í einkaeign. 

 Með kaffi og mjólkurdreitil, keramik þakflís.

Með kaffi og mjólk, þakflís

Appelsínugul Rómantík, keramik þakflís. 

Appelsínugul rómantík. þakflís 

Í einkaeign 

 Að eilífu, þakflís - rustico

Að eilífu, þakflís - rustico 

Þína skál, keramik þakflís. 

  Þína Skál, Akrýl litir á þakflís 

Heart 

Búin að vera rosalega dugleg að klára þakflísar og hef náð að merkja eina fyrir nýja árið okkar 2009.  

Lífið er svo sannarlega gott! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sammála tér med nýja ríkisstjórn. Ég hef ákvedid ad gefa henni alla mína jákvædni.

Yndislegar flísarnar tínar mig langar í tær allar

Hjartanskvedja til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 2.2.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef fulla trú á Jóhönnu!

Eins og spaugstofumenn sungu: Hei Hanna, Hó Hanna, Hanna Hanna Hei, Hanna Jó Hanna Hei Hanna...... ;)

Flottar flísar! Og ein seld til aðdáanda numero uno!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: www.zordis.com

Glæsilegur texti, spaugstofumenn klikka ekki í gríninu sínu :-)

Numero uno .... Kem í eina kærleiksbollu við tækifæri!

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 11:21

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Einhvern tímann ætla ég að kaupa af þér flís. Hef ég sagt það áður? Mér finnst þær bara geggjaðar

Margrét Birna Auðunsdóttir, 2.2.2009 kl. 11:56

5 Smámynd: www.zordis.com

Takk fyrir það Bidda mín! Við erum rétt að skríða úr eggjum ....

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 13:18

6 identicon

Sætar flísar, mig langar í

Koddý köff

Rósa (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 19:49

7 Smámynd: www.zordis.com

Rósa hvað er koddý köff ... kreisý vúman!

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 20:17

8 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Flísarnar eru meiriháttar.....þær höfða allar til mín. Húrra fyrir þér,þú ert frábær....ekkert minna.

Jóhann stendur fyrir sínu....og ég stend með henni heilshugar, og set puttana í kross. 

Ástarorð í eyra heillar mig upp úr skónum....umm.   Það er vel hægt að vera skotinn þó að maður eigi ekkert þak....eða þannig.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.2.2009 kl. 20:30

9 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

.....Ó...Guð ... það átti að standa Jóhanna.....Sorry.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.2.2009 kl. 20:31

10 Smámynd: www.zordis.com

Sóldís Fjóla! Hahahahaha .. ætli hún vilji nokkuð vera kölluð Jóhann þrátt fyrir. Ég er bara rosalega stollt af Jóhönnu fyrir áræðni sína og eljusemi.

Það má sko vera ástfangin þótt að þakið vanti :-)

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 20:55

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Flísarnar þínar bræða mig, úr þeim geislar blíða og ást. Fallegir hlutir koma frá fallegri konu

Knús

Sporðdrekinn, 2.2.2009 kl. 21:32

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Æðislegar flísar eins og vant er

Jóhanna er konan.Ég er mjög ánægð með hennar stöðu.

Knús á Iberíuskaga

Solla Guðjóns, 3.2.2009 kl. 09:06

13 Smámynd: Margrét M

ji minn eini sko fallegar flísar, er alltaf að tuða um það en svona er þetta bara

Margrét M, 3.2.2009 kl. 11:13

14 identicon

Koddý köff = komdu í kaffi ........... elskan mín

Best að setja inn svona þýðingu í tilefni dagsins, og bráðum kemur sumar og sól...

Klessukossar og tröllaknús í þitt hús.

Rósa (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 12:12

15 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Flísarnar þínar eru hreint frábærar. Eiga Spánverjar ekki fullt í fangi með að steypa flísar handa þér, hafa þeir undan? Þú ert svo ótrúlega afkastamikil!

Guðrún S Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 14:30

16 Smámynd: www.zordis.com

Takk stúlkur mínar fyrir falleg orð, þið eruð uppáhalds "rýnarnir" mínir!!!

Gunna, ég er að undirbúa mig fyrir sýningu og lauma inn nokkrum með sem fara svo ein og ein á sinn áfangastað!

Ég er ekki búin að vera dugleg á þessu ári að mála, held að þær séu 3 eða 4 nýjar sem fá merkingu 2009 .... :-)

www.zordis.com, 3.2.2009 kl. 14:59

17 Smámynd: Sporðdrekinn

Fyrirgefðu Zordis mín en er ekki bara 3 Feb. þarna hjá ykkur?  Árið er rétt að byrja og mér þykir konan vera dugleg með allt sem að hún hefur áorkað á árinu nýja!

Sporðdrekinn, 3.2.2009 kl. 16:59

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert gullmoli og allar þínar myndir. með

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 22:52

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar flísar ljósið mitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.2.2009 kl. 06:19

20 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Fallegar myndirnar þínar eins og ævinlega. Mikið eru búin að vera dugleg.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.2.2009 kl. 14:19

21 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Myndirnar þínar, altaf jafn mikil fegurð. 'Ég seigi lika til hamingju Jóhanna. Kærleikur til þín Zordis min

Kristín Gunnarsdóttir, 5.2.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband