9.2.2009 | 11:22
Lítið leyndarmál ...
... Að umvefja þig leynd þangað til rétti tíminn kemur. Í eyra mitt hvíslaðir litlu leyndu máli sem ég ákvað að geyma með þér. Tilhlökkun eða kvíði, væntingarnar og vonin hönd í hönd. Nú bíð ég bara rólega að heyra meira, að fá að geyma meira í hjartastað.
Þegar ævin er hálfnuð og horft er yfir farin veg þá finnur kona bara fyrir þakklæti. Allt það yndislega fólk sem hefur verið samstíga á lífsgöngunni. Gleðin og sorgin hafa sannarlega litið við og hefur sú fyrri vermt hjartarætur oftar en hin. Sporin eru sýnileg í mjúkum sandinum, þökk sé þér.
Lífið í dag.
Eigum við að bora tánum í sandinn? Ganga berfætt eftir strandlengjunni og láta gullslóðina nudda iljarnar. Það er eitthvað svo vinalegt við hafgoluna, heyra gnauð í vindinum og sjá öldurnar hvíla sig hver yfir aðra. Vera einn í alheimi flæðarmálsins þar sem undirrót öldunnar hvíslar orðum beint í hjartastað. Ég ætla að kíkja á ströndina í dag og fanga skilaboð Ægis og allra hans meyja.
Lífið er hrein dásemd
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:23 | Facebook
Athugasemdir
ohh- langar með á ströndina
Margrét M, 9.2.2009 kl. 11:54
Ég dáleiðist alltaf af hafinu. Ætla, í ellinni, að byggja mér hús í fjörunni, horfa út um gluggann á hafið og verða kölluð kuldalega kellingin á klöppinni :)
Bið að heilsa Ægi.
Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 11:55
Margrét, við getum vonandi farið á ströndina saman fyrr en varir!
Hrönn, kuldalega hvað??? Það mun ríka ást og lýgileg hlýja frá þér .... Líst vel á klöppina.
Helga, ég hlakka til að heyra leyndarmálið þitt :-)
www.zordis.com, 9.2.2009 kl. 12:09
Góð hugmynd að ganga á ströndinni, ætla að gera það á miðvikudaginn...... þá lofa þeir að hitinn verði kominn vel upp fyrir 20 gráðurnar.......
Gleðin og sorgin eru systur og önnur meiri auðfúsugestur en hin.
Knús í hús kerla mín.
Rósótt (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:34
Æj hvað ég sakna gullinna sanda!
-Erum búin að mála barnaherbergin, eitt með einum eldrauðum vegg og tvö með sitthvorum skær-appelsínugulum veggjum..... strong speaking colours!
Ég læt í mér heyra á fimmtudaginn, var það til frægðar eða frama?
Knús á þig engillinn minn Lovjú görl!!
Elín (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:26
Ég fór í draumkennda, andlega sturtu við að kíkja á bloggið þitt, sunnanvindastrandarkonan mín. Leydarmál, úhaha? Eða ukulele, babúla?
Hvað um það, eigðu góða daga, ljósið mitt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2009 kl. 21:28
GAA já kanski er það svona ukelele (held það sé fótboltahetja haahhaha) en allavega ég er í andlegri hreinsun .... self healing prosess þessa dagana!
Elín, eitt lítið leyndarmál ég á og geymi það djúpt í mínu hjarta kæra vinkona! Hlakka til að koma og sjá breytingarnar!!!!!!
Rósótta mín .... þú leiðir pabba um strandlengjuna á meðan mamma ferðast um háloftin!
www.zordis.com, 9.2.2009 kl. 23:13
Elín (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:01
Mikið væri ég til í að fara með þér á ströndina
Kristín Gunnarsdóttir, 10.2.2009 kl. 13:14
Þórdís (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.