Nýr himinn, ný jörð .....

.... á hverjum degi þegar ég opna augun þá horfi ég til himins. Gjöfin til mín er dagurinn í allri sinni dýrð.  Dóttlan mín fer í skólann klukkustund fyrr en bróðir hennar og við græjum drenginn af stað og svo fáum við okkur nýtt rjúkandi kaffi með glóðarsteiktu brauði.

Á hverjum degi sem tifar í eilífðina eru ný hlutverk og nýjar væntingar fyrir okkur, fyrir jörðina og umheiminn í sjálfum geiminum.  Á nýrri jörð vaxa ný blóm og gamla tréð í vegkantinum sýnir okkur tilbrigði lífsins um áframhald hins eilífa lífs í verunni.

Hunangsilmur akrýl á þakflís

 Heart

Á hverjum degi drögum við andann og fáum nýtt súrefni til að halda okkur við.  Nýtt í gömlu og gamalt í nýju.

 Heart

Veðrið hjá okkur er ekkert nýtt undir sólinni en geislarnir sem snerta nefbroddinn eru ferskir og brennandi heitir.  Golan sem læðir sér hjá sendir sólargeislann á nýjan stað endalaust þar til geislinn finnur sér griðarstað.

 InLove

Litli lesblindi sonur minn er eirðarlaus og finnur sér allt til armæðu, hann er þreyttur í hendinni, rosalega þyrstur og þokkalega svangur.  Blýhanturinn hans er með undarleg hljóð og hann vill fá yddun.  

 Heart

Ég er búin að lesa um glærur, búin að tala við konu sem á 2 börn með lesblindu og svo er hún Sollan mín vel inní þessum málum.  

 Heart

Sorglegt að horfa uppá litla drenginn sinn gráta feitum krókódílatárum yfir því hversu "heimskur" hann er ....  Já, hann hafði orð á því litla 8 ára dúllan mín og það er sárt að heyra litla krúttið tala svona.

 Heart

Lífið er ljúft þótt það sé súrt.

Heart

Við ætlum að fara í smá göngutúr þegar krúttið klárar heimalærdóminn en það gæti orðið bið á því þar sem hann er með athyglina á Venus eða Mars.

 Heart

 Vona að þið eigið ljúfan eftirmiðdag.  Hver veit nema að drengurinn sé að klára.  Þá finnum við til reiðhjólið hans og kíkjum á fótbóltavöllinn þar sem hann getur fengið smá útrás.

 W00t

 Ný gleði alla daga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gangi ykkur vel.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eitt barnabarnið mitt sem er 9 ára var að fá greiningu, munar öllu því þá er aðstoðin miklu meiri, mamma hans var dugleg að berjast fyrir hann og ég veit að þú ert dugleg með þinn son, þetta er ekki tekið út með sældinni. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 17:24

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Zordis! <3 ég þekki líka eina konu sem algjört vizkustykki - hún er mitt uppáhalds attachment á kaffihúsum en ég hitti hana bara allt of sjaldan.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 17:53

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er rosalega erfitt að vera lesblindur og ýmislegt sem fylgir þeirri fötlun.

Dóttir mín hefur lesblindu og við börðumst áfram saman í þessu árum saman. Ég las upphátt fyrir hana mest allt pensúmið í svokölluðum kjaftafögum og það gafst okkur best þegar til lengdar lét. Svo fékk hún litaglærur til að setja yfir síðurnar, en það dugði lítið. Best fannst henni að láta lesa fyrir sig eða hlusta á hljóðsnældur, síðan fara yfir efnið sjálf og teikna á síðurnar til að muna hvar hvað stóð. Þau hugsa svo myndrænt þessir lesblindu krakkar.

Dóttlan mín sagði líka oft þegar hún var lítil; "mamma, ég er svo heimsk..." Það stakk meira í hjartað en orð fá lýst. Ég fór með hana í greindarpróf og þar kom hún gífurlega vel út, langt yfir meðtali. Það var ekki fyrr en þá, sem hún trúði því, að hún væri ekki heimsk, heldur ætti við fötlun að stríða.

Stelpan kláraði sig af stúdentsprófi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og er nú í háskóla í London. Lesblindan er alltaf til staðar, en hún hefur lært að lifa með henni - og njota jafnframt allra góðu hlutanna sem fylgja, t.d. sjónsköpunarinnar og listrænnar hugsunar....!!

Gangi ykkur vel, elsku Zordis. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:17

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Slæmt þegar að fólk er með lesblindu, þetta hlítur að vera erfitt fyrir soninn, jafnvel er þeim mikið strítt sem að er ekki gott. Kærleiksknus Zordís min

Kristín Gunnarsdóttir, 11.2.2009 kl. 06:31

6 Smámynd: www.zordis.com

Kristín það er með ólíkindum hvað það er slæmt, enn sem komið er hefur engin stríðni átt sér stað. Drengurinn hefur verið með sömu bekkjarsystkynum síðan hann var 3ja ára og ætli þau beri ekki samúð frekar en annað í hjartanu.

GAA ég fékk góðan gest í dag sem kom færandi hendi með lesblindu gleraugu tvennskonar og má ég prófa að sjá hvort það virki fyrir molann minn. Ég hef einmitt brugðið á það ráð að lesa allt efni fyrir hann en þegar að lesskilningi í prófum kemur þá ruglar hann oft á tíðum en ég hef þó fengið það í gegn að hann svarar færri spurningum á gefnum tíma svo það er eitthvað að rofa til. Það þarf að berjast eins og vargur fyrir þessum elskum!

Á Spáni fyrirfinnast lesblindusamtök sem eru virk en Spánn er mjög stórt land og því miður erum við aftarlega á merinni.

Ég veit að hann á eftir að spjara sig enda algjör krúttmoli með minnið í lagi!

www.zordis.com, 11.2.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband