Rigning og rækjur ....

... smá kallt en þó ekkert sem þarf að kvarta yfir.

Í hádeginu fékk ég pönnusteiktar rækjur og á meðan rigndi úti.  Í eftirrétt nýmalað kaffi og Ferrero Rocher súkkulaðimola, bara dásamlegt!

Við erum að fara á fund í skólanum þar semað krúttið okkar hefur komið dapur í bragði (hljómar eins og sygin ýsa) en ángríns þá ætlum við að hitta kennarann og ræða málin.  (gekk vel þar sem að við ætlum að prófa að vinna betur saman með litla lesblinda drenginn okkar) InLove

Ég lét verða af því að prófa lifewafeplástrana og get ég ekkert sagt ykkur frá því þar sem að þetta er fyrstidagurinn minn.  Gæti birt before og after mynd .... Ég í dag og ég ámorgun hahahahaha, en svona burt séð frá öllu gríni þá ákvað ég að slá til þarsem að ég hef átt við húðvandamál að stríða sem ég gat ekki læknað íAtlantshafinu að vetri til.  Hrikalega kallt en ég fór ásamt 2 kærum konumí Englavík, ferð sem aldrei varð endurtekin og er einstök í sögu þessara 3jakvenna.  Takk fyrir það!

 Lífið er eins og slátur.

 Heart

Lífið er eins og slátur, hollt og geggjað gott. 

gargandi hjartans hlátur, skrautlega flott.

Í hjarta perlar grátur, gleðinnar yndis kver,

hvítur einhyrnings fákur, á baki mig hugfanginn ber.

(zordis)                                

LoL 

Kanski ég láti mig bara langa í slátur og þeysireið á hrygg einhyrningsins.

Fyrir þig í gráum hversdagsleikanum er stríkur vanga minn.  Gæti ég tekið hjartað á mér og lagt það á fjörusteininn eina.  Lifað eilífðina í svipan augna þinna fyrir andartakið blíða.  Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Vonandi hefur komið gott útur samtalinu við kennarann Zordis min. Eru til megrunarplástrar i þessum plástrum, baara til að losna við nokkur kilo, ja eins og 15. Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 3.3.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: www.zordis.com

Hehehehe .... Það er reyndar til en ég þekki ekki virknina á þeim! Væri alveg til í að plástra af mér 15 kg líka!

www.zordis.com, 3.3.2009 kl. 17:04

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er alltaf svo mikill léttir þegar farið er að vinna í málum! Vona að litli dapri drengurinn verði ekki dapur mikið lengur heldur fjörugur og fallegur eins og hann á skilið.

Passaðu þig að fá ekki far eftir plásturinn....

Ég skal svipast um eftir hjartslættinum á fjörugrjótinu. Mögnuð vík - Englavíkin þín.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 18:42

4 identicon

Knús á töffarann þinn, stóra sæta strákinn

Rósótt (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:12

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sko stelpur..nú er ég að verða sérfræðingur í svona plástrunum og gæti sagt ykkur margar mergjaðar sögur af árangir og kraftaverkum..og já þeir geta hjálpað vel við losun á kílóum og gera sumar húðir eins og nýjar..segi það satt!!!! Er sjálf með yngingarplástur og eldist ekki meir og sef eins og engill þar sem betri helmingurinn hættir að hrjóta um leið og ég smelli á hann svefnplástirnum góða. Jamm. Svona er lífið skemmtilegt og sniðuglega samsett. Lausnir við öllu þar sem gömul vísindi og ný mætast og Voila!!!

Gangi vel með drenginn Zordís mín...veit að þið finnið lausn fyrir hann þegar þið vinnið svona öll saman...ég hitti góða vinkonu þína í dag hana Gullu og það var voða skemmtilegt og gaman!!

Kærleiksknús..bið að heilsa rigningarrækjunum

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.3.2009 kl. 21:13

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gvöð, hvað er gaman að rekast hér inn!

Bíð spennt eftir resúltatinu úr plásturstilrauninni. Þú bloggar samviskusamlega um það, Zordís mín, ekki satt?

Katrín, þú er náma.

Zordís, þið stráksi eigið samhug minn allan, eins og ég sagði þér, fór ég í gegnum þetta með dóttlu mína og þekki bardúsið. Allt mun það borga sig á endanum og uppskeran er oft ríkuleg með þessa skapandi og skemmtulegu krakka.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2009 kl. 21:33

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Ef einhver getur plástrað af sér 15 kg á þrem-mánuðum bara með því að plástra sig þá er ég til....hingað til hefur öllum töfralausnum í þeim efnum fylgt mjög svo breyttur lífsstíll í mat og hreyfingu.Sem er auðvitað það rökréttasta í baráttunni við aukakílóin

Þið eruð núna að komast á byrjunar stig erfiðleika lesblindunnar sýnist mér.En það vinnur með ykkur að vita þó að þetta er lesblinda en ekki eitthvað allt annað.Einlæg ósk mín að þetta gangi vel.

Solla Guðjóns, 4.3.2009 kl. 06:35

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Já og Englavíkurknús sælla mininga

Solla Guðjóns, 4.3.2009 kl. 06:37

9 Smámynd: www.zordis.com

Ætli það þurfi nú ekki rækilega að breyta um hugarfar í þessum efnum .... Kraftaverkin gerast enn og þau hefjast i huganum með allskyns töfrum. En það er eins og í öllu að hugur og hönd þurfa að finna saman. Solla ég er sammála þér með fylgikvillum niðurskurðarins, "breyttur lífstíl í mat og hreyfingu" ....... Ég ætla að prófa húðina í þessari plástrameðferð og sjá hvað gerist!

Læt ykkur fylgjast með, árangurinn ætti að verða sjáanlegur á svo margan hátt ef þessir töfrar virka á mig. Ég er bara jákvæð og einna helst vongóð að geta fundið mína fyrri ytri fegurð í húð og hári.

Yndi í nýjan dag stúlkur!!!

www.zordis.com, 4.3.2009 kl. 07:22

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hjartafaðmlag til þín og þinna elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2009 kl. 11:04

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Zordís það er best að byrja í einn mánuð á uppbyggingunni eða Y age..og þegar þú ert búin með þann kúr sem er bæði hreinsandi og uppbyggjandi og hefur einmitt góð áhrif á húðina m.a þá er gott að taka sp6 sem er matarstjórnunrakúrinn eða hvað hann kallast þessi sem hjálpar með aukakílóin.

Ég bar út Moggann í 10 mánuði og losnaði við 10 kíló..eitt á mánuði. Það var gott plan sem virkaði að labba þau af sér á fastandi maga og drekka vatn á meðan.

Knús úr snjónum og kuldanum...vá hvað mig langar til suðrænna landa NÚNA!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 12:02

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Er að prófa aðhaldsplástur, hann virkar þannig að ég er ekki eins svöng - EN .. ég er svo mikil óhemja ég á það samt til að troða í mig og líður svo illa af því ég verð allt of södd!  .. Systir mín missti að vísu 12 cm af mitti eftir 10 daga, við teljum það kraftaverk - förum í mælingu tvö á morgun og sjáum hvort það hefur nokkuð gengið til baka!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 00:42

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 00:43

14 Smámynd: Tína

Vonandi kemur allt vel út í skólanum og lausn finnist á dapurleikanum hjá barninu. En mmmmmm hvað pönnusteiktar rækjur hljóma girnilega í mínum eyrum.

Knús í þitt hús elskan mín og takk fyrir góðar kveðjur

Tína, 5.3.2009 kl. 15:50

15 identicon

Elín (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband