24.3.2009 | 15:16
Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil ....
.... Obbossý og trallalalala. Þrátt fyirr að eiga ekki þennan texta né röddina sem fylla orðin þá geri ég það sem ég vil innan vissra marka og lífið er bara yndislegt.
Vorið er komið og hefur vorboðinn gælt við kinn og sýnt sitt besta. Veðrið, sólin, sjórinn og kirkjukórinn á sínum stað eins og dagur vonar er kúrir í hjartastað!
Bleikur, beige og grænn eru tískulitirnir á þessu vori. Ég hef greinilega fundið það á mér um daginn þegar ég fjárfesti í bleikum og grænum bol ... Alltaf svo glæsileg!
Ævintýraheimur, ástfangin blönduð tækni og arkýll
Er eitthvað svo tóm sem segir mér að nú sé rétti tíminn til að biðja um fegurð og ríkidæmi fyrir umheiminn. Lífið er fallegra þegar við gefum af okkur.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég las það í blaði í dag að Spánverjar líta til íslenskra kvenna.
Finnst þér eins og Fjallið horfi meira á þig en venjulega?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 12:12
Hrönn, hann hefur verið að gjóa á mig augunum óvenju mikið undanfarið .....
Helga mín, knús og kossar til þín með von um að þú náir þér fljótt.
www.zordis.com, 25.3.2009 kl. 15:12
Kossar og stórt knús til þín og þinna.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2009 kl. 18:36
Altaf jafn upplífgandi að lesa þig Zordis min
Kristín Gunnarsdóttir, 25.3.2009 kl. 18:52
hahaha Hrönn...kannski einhver sé að gjóa á þig augunum yfir hafið og seiði þig suður áður en þú getur sagt.. "suður"
Knús á þig Zordís og flott nýja myndin í nýustu tískulitunum!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2009 kl. 08:56
Zordís mín.tad er alveg unadur ad lesa skrifin tín.Tad eru sko ord ad sönnu
Ef vid brosum framan í heiminn fáum vid hamingjuna í kaupbæti.
Bros til tín
Gudrún Hauksdótttir, 26.3.2009 kl. 09:02
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.3.2009 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.