31.3.2009 | 06:31
Regndroparnir falla ....
... á allt og alla! (ekki snjórkorn sem kjéddlan syngur um)
Það rignir verulega og hefur gert síðan á laugardagskvöld, rigningin er góð og gæðir jörðina hjá okkur. Appelsínu uppskeran verður svo miklu betri eftir gott úrhelli.
Regndansinn verður ekki stiginn á næstunni og nú vonumst við eftir skaplegu veðri áður en páskafólk fer að streyma til miðjarðarhafsins. Finn einhvern veginn pínulítið til með fólki sem kemur í rándýr frí og fær svo ekki brot af því besta hér sunnan hvað veður snertir.
Flotti strákurinn minn sem vann verðlaunapening í skák.
Og svo er hér mynd af sprækum íþrótta stelpum úr K.R. Þekkið þið þá gömlu á myndinni ?????
Fórum í skemmtilegt handboltaferðalag um norðurlöndin ... Hvar er sú gamla á þessari?
Njótið lífsins í núinu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
önnur eða fjórða - eftir því hvoru megin þú telur..... í fremri röð! Fer nú ekkert á milli mála. Þú ert alveg eins í dag.
Flottur strákurinn með peninginn sinn. Glæsilegur árangur
Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 09:04
Til hamingju med strákinn!
Ég er sammála Hrönn med hvar thú ert á myndinni.
Sporðdrekinn, 31.3.2009 kl. 13:03
Ég myndi giska á þá fjórðu í aftari röð.
Pant fá ærlegt úrhelli í viku eða svo og losna við allan snjóinn á einu bretti. Og svo ... VOR!!!!!
Til hamingju með verðlaunastrákinn
Margrét Birna Auðunsdóttir, 31.3.2009 kl. 18:11
Til hamingju með fallega drenginn þinn
Knús til þín og þinna
Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2009 kl. 22:31
Til hamingju með drenginn ég held þú sért önnur í neðri röð þú verður að gefa okkur vísbendingu :)) Knús á þig mín kæra er eiginlega alveg hætt að blogga en kem svona stundum inn og kasta kveðju
Guðborg Eyjólfsdóttir, 1.4.2009 kl. 08:35
Til lukku með meistarann í skák. Hann getur ALLT, krúttið.
Hvað myndina varðar þá máttu velja
Rósótt (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:26
Önnur í neðri! En frá hvorri hlið???? Æjjj ég er með liltu hekluðu K.R. dúkkuna, svo mikil deppa!
www.zordis.com, 1.4.2009 kl. 12:16
Það virðist enginn vandi að þekkja þig...auðvita sá ég þig strax.
Til hamingju með skákmanninn
Solla Guðjóns, 3.4.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.