1.12.2006 | 21:00
Tilraun í kvöld ...
.... Ekki það að líf mitt sé ekki ein tilraun heldur ætlar mærin mjúka að gera tilraun! Snerting við heima að handan og mun ég leitast eftir þrótt frá öðrum stjörnum til að fylla mjúkan bómullarstrigann af lífi.
Blinda stefnumótið mitt leyddi ýmissa pælinga og neyðarnúmer transmiðilsins hefur fengið mig til að hugsa. Ég var í svimakasti og hélt ég væri að missa mig í annan heim en þá var það bara tilfallandi flökurleyki. He he he
Jedúdda mía hvað maður er klikkaður og sérlega ljúfur þegar kemur að öllu þessu. Opnaðu þig, opnaður þig ........... "ertu nokkuð hrædd" HA ÉG, nei nei ... ekkert sko! Varð ekki hrædd, er ekki hrædd og held ég verði ekki hrædd úr þessu.
Sá konu í dag sem er örugglega ekki af þessum heimi, hún er örugglega geimvera !!! Pottþétt geimvera, augun í henni voru svo undarleg undir gleraugum að ég þorði ekki að líta beint á hana af ótta við að vera hugetin. Geimverur nærast á visku og góðum bellibrögðum, er mér sagt!
Burt séð frá geimverum, transmiðlum og óþarfa hávaða, þreytu og bakverk þá mun frúin fríða leitast við að tengast öðtum heimi og mun útskýringum varpað síðar.
Mærin Mjúka = Frúin Fríða ....................... Ein og sama konan.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég á erfitt með að ímynda mér sjálfa þig hrædda, held fátt hræði kjarnakonuna þig
Hlakka svo til að sjá útskýringarnar um hinn heiminn.....
Knús smús
Elín Björk, 3.12.2006 kl. 17:24
Ég fór að gera doldið annað
en mun keppast við tengsl annan dag! Nú er tíminn kominn á flug, sko.
www.zordis.com, 4.12.2006 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.