8.4.2009 | 17:11
Gamla konan tók sveifluna ...
... Hún sveflaðist þessi gamla kona á meðan að ljúfir tónar Bóleru ómuðu innst að hjartarótum. Hún náði svo fallegum sporum að hún öfundaði sjálfa sig þar sem hún sat í ruggustólnum og rifjaði upp gamla tíma.
Mikið varstu nú falleg frú Lára, með heilbrigt hár og hnotulaga hjarta. Frú Lára getur verið þú, er sennilega ég og einhver þér nákomin. Frú Lára naut þess aldrei til fulls að stíga sporin heldur horfði jafnan afturábak í tilveruna og tók þá eftir fegurðinni sem sál hennar geislaði. Hún lifði líka í framtíðinni þar sem gáskafull hjartans von sat á silfurbaug og beið þess að frú Lára kæmi og tæki í tauminn.
Frú Lára er ljóðrík og létt sem fiður, hún ert þú í "NÚINU" ...
Að njóta stundarinn er sennilega það eina gáfulega sem við gerum í þessu lifanda lífi. Urlum upp hamingjuna sem ólgar í brjóstinu og þökkum stundina. Ég ætla að grípa tækifærið og segja mínum nánustu hvað ég elska þau mikið og svo ætla ég að taka á móti vinkonu minni sem kemur alla leið frá Heimsveldinu Íslandi, flottasta landi í heimi.
Við eigum örugglega eftir að pukra um margt áður en við köstum okkur á koddana. Ég er búin að fylla ísskápinn minn af allskyns gúmmelaði þar sem að páskarnir eru við það að stimpla sig inn.
Stelpuást, olía á striga. Í einkaeign ...
Svo settist konan niður og sá frú Láru hverfa af braut. Nú er hún horfin í sinn tíma þar sem listin að njóta kallar hátt við höfuð. Réttu út hönd þína og taktu á móti stundinni.
Lífið er nefnilega svo gott.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Athugasemdir
Segðu Ég var nú í grennd við einhverja frú Láru í gær, það er kaffihús á Seyðisfirði sem er kennt við hana, hlýtur að hafa verið einhver merkiskona
Margrét Birna Auðunsdóttir, 8.4.2009 kl. 17:23
Ha ha ha .... Frú Lára er eilífðarinnar kona, hreint yndisleg!
www.zordis.com, 8.4.2009 kl. 17:59
Lífið er yndislegt! Prinsessan, Veiga og ég sendum páskakveðjur út. Við fáum eldri stelpurnar á laugardaginn heim aftur en þangað til höfum við þrjú það yndislegt hér. takk fyrir allar kveðjurnar líka á Feisbúkk
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:26
Þú ert krúttið mitt kæra.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.4.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.