4 desember .....

Þá er afælisdagur Immu Galimmu runninn og hún bætir einni skrautfjöðrinni hattinn.  Ég þarf að heyra í henni í dag og óska henni gleðiríks dags og fara yfir viðburðaríkt ár.  Það er ýmislegt sem við Imma höfum brallað og allt tengist það skemmtilegum og jákvæðum hlutum.  Man ekki eftir neinu leiðinlegu enda væri þetta ekki réttur vettvangur að rifja upp á.  Heart  Til Lukku með daginn stelpa!

Árrisul er mærin enda fór hún fljótlega í háttinn eftir að heim var komið í gær.  Stelpuveislan var hin skemmtilegasta og jedúdda mía þegar tugur af spænskum kerlingum kemur saman er FUGLABJARG eina orðið sem kemur í hug!

Það var borið í okkur mat frá því við fyrst tilltum okkur.  Ekki skortur á neinu.   Það voru; þurrkuð skinka og pylsur, ostar og paté / foié, það voru möndlur og smá fiskréttir, brauð og hvítlaukur og niðurrinn tómatur, allt áður en aðalréttur var borinn fram en þá mátti velja úr fisk eða kjötrétti.  Eftirréttur var meiriháttar ís og konfekt ásamt sidru eða kampavíni.  "Say no more"

Að sjálfsögðu var borið fram allskyns vín og vatn með öllu gúmmelaðinu og var ekkert lát á að bera veigar á borðin er svignuðu.

Herbi litli er til staðar og verður út vikuna.  Var að spá í að gera þrumuviku og taka 3 hristinga út vikuna og bæta inn í þetta ávöxtum hjá mér.  Ég á fund með einkaþjálfara í dag en mærin mjúka vinnur stöðugt í endurbótum á sjálfri sér.  Ætlar að ná prinsessunni út. 

He, he, he, hef oft reynt en alltaf klikkað.  Þetta er eins og tölvuleikur, næ ég á næsta stig?  Hvaða freisting er handan hornsins?  Get ég eða get ég ekki .....  Kemur í ljós!

eitthvað hef ég gert rangt ....

Já hef ég verið að gera þetta rangt, öll þessi ár!  Önnbelívable 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn ljúfust

Langbest að vera bara sáttur við ávalar línurnar og borða eitt st. VÍNARBRAUÐ í morgunmat, það gerði ég og hef sjaldan verið ánægaðri með mig ... not!

En hvernig væri að senda Voginni myndirnar sem við töluðum um vogin@hotmail.com

KnÚs á línuna

lisa (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 08:36

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Já alltaf bara funny í kringum afmælisbarn dagsins.

Er að berjast við sömu mýktina hahahaaa.Vittu til bráðum getum við farið að breyta froskum í prinsa með EINUM KOSS......smá áhætta að sitja uppi með þá

Solla Guðjóns, 4.12.2006 kl. 14:21

3 Smámynd: www.zordis.com

Er búin að senda Voginni línur ..... Og Vínarbrauð, jummy, jummy!  Þú veist af því að Margrét Hallgríms og Moi ætlum að heimsækja þig um jólin og kanski kemur Ollasak með í fjörið!  Ég mæti með herbadrykk á línuna .....

Mýkt er indisleg þegar maður lokar augunum og sofnar en svo þegar maður fer í sparikjólinn þá keppar hér og þar sem er ekki eins gaman.  Nenni ekki að fara í svona strokk til að kremja magann inn ....  Meira helv. að vera skvísa!  

 Sagði einkaþjálfaranum að ég hataði hann og hverjir væru möguleikarnir að líkjas BoDerek!  thi hi hi

www.zordis.com, 4.12.2006 kl. 17:10

4 Smámynd: Elín Björk

Ójú, þú getur, enda vikan mjög stutt í þetta skiptið..... helgi á miðvikudag, föstudag, laugardag og sunnudag, hehehe

Annars þakka ég fyrir mig, er að fara að kíkja á póstfangalistann minn inni á postur.is allt uppfært jafnóðum þar inni... ætlaði reyndar að nýta mér aðstöðu mína á offisinu og prenta hann út, en samviskan mín sagði nei.... thihihi.....

Knúsettísmús til þín sætust!

Elín Björk, 4.12.2006 kl. 20:06

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Hvort ég verð með???????????????EKKI SPURNING og ég sem sjálfstæður dreidingaraðili skla splæsa HAPPÝLÆF á línurnar 

Solla Guðjóns, 5.12.2006 kl. 08:35

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Því það kemur í veg fyrir þynnku

Solla Guðjóns, 5.12.2006 kl. 09:22

7 Smámynd: Solla Guðjóns

eða oó ætlum við frekar að fá okkur VÍNARbrauð

Solla Guðjóns, 5.12.2006 kl. 09:25

8 Smámynd: www.zordis.com

Eigum við þá að blanda i herbann. Einn gin í herb, takk!  muahhhhhh ha ha!

www.zordis.com, 5.12.2006 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband