23.4.2009 | 20:10
Harðsperrur dauðans ....
.... er ekki frá því að harðsperrur dauðans séu að bola sér í konukropp. Ég finn fyrir hverri hreyfingu á svo undarlegan hátt. Lyfti hægt upp hendinni ( svo kurteis, líður eins og í skóla ). Maginn í mér fór flikk flakk heljarstökk og týndist í dúnmjúku spikinu. Það góða við að finna svona fyrir sér er að líklega er eitthvað jákvætt að gerast!
Ég hugsaði (alveg satt) á meðan ég hamaðist á trackernum hvað ég væri í ferlegu formi, aldrei verið í svona lélegu ástandi áður og hvað þolið er hrikalega slæmt. Jebb .... líkamlega séð er ég á botninum og trúi því að spyrnan sé gjörsamlega best þaðan. Mig langaði í ræktina (roðn) en kanski slokknar á þeirri löngun ef harðsperrur dauðans eru að taka mig í bæði eyrun.
Hamsterlady er mætt og ég ætla að ráða hana næstu 2 mánuði .... Ótrúleg vinna framundan en það skilar vonandi minnkandi holdi og hamingju í spikheimum.
Spikheimar er æðislegur staður sem elskað spik fer og býr við bestu kjör ..... Skrítin núna, en ég þarf að klappa mér um vömb og taka nokkrar léttar teygjur. Ég ákvað að breyta matarÆÐINU í leiðinni og gengur það vonum framar. Allt hveiti hef ég fjarlægt úr matseðli GLOMMUNNAR, svo er ég að fatta það að allur HRÁSYKUR er ekki heldur á matseðlinum en ég ákvað ekki að hætta að borða sykur en mig langar ekki sem er gott.
Svona er þá lífið í dag hjá ört minnkandi konu. Það góða við lífið er að vera sáttur og sjá það góða í hvert öðru, að meðtaka aðstæður og breyta því sem við mögulega getum breytt. Þá komum við að því sem ég trúi heitt að ALLT sem við viljum breyta eða bæta það getum við ef við bara ætlum.
Nýtt líf í nýrri konu, þeirri sömu sem hefur gengið samstíga flökkusálinni rúmlega 40 ár. Að vera og þora er akkúrat það sem NÚIÐ hvíslar að mér.
Í ræktinni í dag voru þvílík líkamsræktartröll og varla arða af spiki í salnum en ég náði nú að fitujafna salinn. Svona er lífið í núinu, yndislegt þó ekki átakalaust!
Ég er ekki svo slæm að ég geti ekki sagt góða Gróu Sögu og dreypt á kaffi ....
Lífið er klárlega gott.
p.s.
Sumarið hjá mér kemur ekki fyrr en 21 Júní
Gleðilegt Sumar
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Tú ert bara snilldin ein Zordís mín.Gangi tér vel í ræktinni .Er sjálf ad taka smá trend í ad hjóla og svona ....
Knús og kramm til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 24.4.2009 kl. 07:19
Duglega vinkona! Vona þú sért ekki að farast úr harðsperrum í dag!
Sumardagurinn fyrsti.... finnst nú sá spænski vera betur tímasettur en sá íslenski.... en maður slær nú ekki höndinni á móti frídegi er það??
Var búin að skrifa mín megin, en skrifa nú þín megin in keis þú hafir ekki séð það; kíktu á www.artkompany.com - njú lúkk júnó.... loksins!!!!
Knús á þig engillinn minn!
Elín (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:07
Mér finnst bezt að þú náðir að fitujafna salinn...... harðsperrur eru svona gott/vont ástand ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 24.4.2009 kl. 10:59
Hrönn, nákvæmlega gott / VONT ástand en það góða er að þú finnur að eitthvað sé að gerast í kroppamálum.
Elín þetta er frábært! Sá þetta ekki hjá þér þegar ég lagði leið mína á síðuna þína en bara geggjað! ALLIR AÐ KÍKJA Á KOMPANÝIÐ SEM VIÐ BJÖRKIN vorum að græja ... Aðallega Elín mín því hún er tölvugúrúið ...
Gurra, það er ótrúlega sem hjólreiðar eru góðar !!! Það var á plani hjá mér að fara í hjólreiðatúr í dag en ég þarf að velja á milli þess eða að fara á trackerinn (skíðavél) sem vinkona mín á og ég geymi fyrir hana.
ALLIR AÐ KÍKJA Á LÚKKIÐ Á ARTKOMPANÝ ....
www.zordis.com, 24.4.2009 kl. 11:46
Elsku Zordís, fitujafnaðu bara sem allra mest, ég er viss um að það hefur góð áhrif á heimsfriðinn og vellíðan mannkynsins.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.4.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.