Öðruvísi dagur ...

....  Augnlokin tóku í taumana og opnuðu sig á gátt.  

Dagurinn var að riðja sig í gegnum skugga nætur og lenti beint í hjartastað.  Dóttlan mín var í óða önn að koma sér af stað.  Fuglasöngurinn fyllir kroppinn orku og ekki er ávaxtaveislan af verri toga.

Hjólreiðatúr og efnisleit eru efst á dagskrá.  Ætla að fara í annað bæjarfélag, frétti af svo geðveikum þakflísum "með sál" hehe

Ég kveikti á kertum í morgun og mér líður eins og haustið hafi boðið mér veru hjá sér.  Minning frá góðum Íslandstíma sem orsakar haust tilfinningu.  Úti er bongóblíða og dagurinn tekur sína ráð.  Ég ætla að verða samferða Degi sem kemur Bjartur og ljós, til þjónustu reiðubúinn .....................

Sjómannsást, akrýl á striga / blönduð tækni 

 

Knús í daginn ykkar sómafólk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Knús í daginn þinn úr sólinni þaðan sem kuldaboli hefur loksins látið af störfum.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 09:06

2 identicon

Knús í daginn þinn

Förum að hjóla fljótlega eða þannig.

Rósótt (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: www.zordis.com

Fór í efnisleit og fann ekki það sem ég var að leita ... fór þá bara í þakflísakaupfélagið og fjárfesti í efni.

Hjólaði ekki en mun taka á því í ræktinni á eftir!

www.zordis.com, 14.5.2009 kl. 11:26

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigðu ljúfastan dag

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 12:34

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Falleg mynd hjá þér :)

Þú ert ekkert smá dugleg með mataræðið og hreyfingu.

Vatnsberi Margrét, 14.5.2009 kl. 13:37

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og það styttist!!! Ég ræð mér varla fyrir tilhlökkun

Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 20:18

7 Smámynd: www.zordis.com

Margrét, það er nú eða aldrei! Ég er innstillt á að taka þetta og aldrei verið jafn ákveðin og nú. Tek bara einn dag í einu og lifði þennan vel af .... Ávextir og grænmeti með miklu vatni!

www.zordis.com, 14.5.2009 kl. 20:27

8 Smámynd: www.zordis.com

Hrönn .... Já, það er handan hornsins .... hehe Ég kemst allavega 2 í ræktina áður og 2 lúfa hjólreiðatúra :-) áður en ég stíg um borð og lækka fitugildið í vélinni verulega!

www.zordis.com, 14.5.2009 kl. 20:29

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Mundu ad thad er fullt af sykri í ávöxtunum og ekki gleyma próteininu thínu ;o)

Knús

Sporðdrekinn, 14.5.2009 kl. 21:26

10 Smámynd: www.zordis.com

Já Sporðdreki, ég tek ávextina á morgnanna og drekk mikið af vatni. Svo er ég með soya prótín sem ég þarf að muna að nota og soyja duft sem ég var að kaupa mér.

Ég verð farin að jórtra áður en ég veit af ... Knús á ykkur kæru bloggvinir!

www.zordis.com, 14.5.2009 kl. 21:43

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Falleg þessi mynd! Flott myndin af þér í kynningu. Mikið er ég forvitin ertu í einhverju átaki eða ertu bara svona dugleg að eðlisfari.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.5.2009 kl. 23:30

12 Smámynd: www.zordis.com

Lilja Guðrún, ég er að reyna að temja eðlisfarið mitt! Er búin að vera í tæpan mánuð í átaki í mat og hreyfingu og kann því vel!

Er á meðan er en ég er uppfull af eldmóð að sleppa prinsessunni út sem hefur falið sig undir niðri í ein 3 ár :-)

www.zordis.com, 14.5.2009 kl. 23:36

13 Smámynd: Dísa Dóra

Hefði nú ekki mikið á móti því að vera þarna hjá þér í blíðunni þinni og auðvitað yndislegum félagsskap þínum   Hlakka til að fá að njóta hans

Dísa Dóra, 15.5.2009 kl. 08:30

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú er sól og blíða í íslendingum....gangi vel í takinu og á þakinu (Þakflísarnar sko)

Er svo nývöknuð að mér dettur ekkert almennilegt í hug..er enn að kleyra gömlu gulu kortínuna hans afa sem mig var að dreyma þegar ég var vekin.

Vertu blíð við sjálfa þig prinsessa.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2009 kl. 10:58

15 Smámynd: www.zordis.com

Katrín, þú segir nokkuð ..

Afi minn átti bláan Taunus .....

www.zordis.com, 15.5.2009 kl. 12:45

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vonandi fannstu fallegar flísar í verkin þín og fékkst fallegan dag kæra zoedís

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 13:22

17 Smámynd: www.zordis.com

Takk Steinunn mín,

Sniðugt að þú skulir skrifa nafnið mitt zoe dís ... Á Portugölsku þá er himininn zeo frekar en zoe svo ég ætla að lifa sem himnadís í dag.

Ég fann fínar flísar sem eg gat ekki stillt mig um að prófa, ég er sökker fyrir flísum.

www.zordis.com, 15.5.2009 kl. 13:34

18 Smámynd: Sporðdrekinn

:o)

Sporðdrekinn, 15.5.2009 kl. 21:38

19 Smámynd: Elín Björk

Nú styttist óðum í þakflísaflugið!! Spurning um að ná í leir fyrir Ágúst og vatnsliti fyrir Aron svo sem flestir geti notið ávaxtadúksins!!!
Knús á þig engillinn minn, hlakka til að sjá þig!

Elín Björk, 16.5.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband