18.5.2009 | 21:37
Nokkrar flísar ....
.... ætla að setja hér inn nokkrar flísar "SURPRIZE" ...
Ég er að fara til Íslands á miðvikudaginn og er góð tilfinning í kjéddlingunni. Amma mín á afmæli þann 22 maí og langar mig að fara og heilsa uppá frúna og í framhaldi hitti ég vonandi Hrönnsluna og Dísu Dóru og kanski Solluna og allar Selfísku skvísurnar og aðra sveitunga í nágrannabæjarfélögum.
Ég tek nokkrar flísar með mér heim en það hefur verið að bætast í hjá mér en það er notalegt að sleppa við sendingarkostnaðinn. Ótrúlega dýrt að senda flísarnar yfir hafið.
Í ofninum er sítrónuborinn kjúlli og trog fullt af grænmeti: Eggaldin, laukur, tómatar, gulrætur og ajo tierno. Ég hlakka nú bara til að skella lúmmskunum í það græna. Ég er búin að vera svöng í allan dag! Ótrúlegt að finna þessa tilfinningu.
Eldheit ást / þakflís rustico
Kaffidreytill / þakflís rustico
Ástarbönd
Sætir dagar / þakflís rustico
Ástarhljómur
Kelin
Kolur
Nú er nóttin komin og mál að koma sér í háttinn. Draumalandið er rétt handan við augnlokið og heitur bolli af góðu tei mun renna niður velindað (mjög sexý líffæri) heheehehe
Jebb, það er kominn svefngalsi í kjéddlinguna sem er búin að vera svöng í allan dag. Lovjúgæs!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Jiii hvað ég hlakka til.
Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2009 kl. 22:37
Œdi œdi œdislegar!!!
Sporðdrekinn, 19.5.2009 kl. 02:14
Tilhlökkun að koma í ferskan blæ og hitta skemmtilegt fólk. Ég er að græja allt í ferðina og pakka niður slatta af flísum ...
Knús í daginn ykkar Hrönn og Sporðdreki !!!
www.zordis.com, 19.5.2009 kl. 11:34
Flottar flísar, ég dái dugnaðinn í þér . Góða ferð hingað heim í sumarið.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.5.2009 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.