Eitt stk rassálf og ruslum út ....

Já, eða bara tvo rassálfa og 100 blómálfa til að hafa þetta líflegra í kjallaranum.  Var að skríða upp eftir að hafa "ruttað" smá til.  Kom dökkgrá á fingurgómum og veitti ekki af vænu skrúbbi.  Það er með ólíkindum hvað hægt er að hrúga upp af allskyns drasli á einum litlum fleti.

 Smá sýnishorn úr kjallaranum mínum.

 Í kjallaranum    Ennþá í Kjallaranum

Já og ef vel er að gáð þá sjást álfar á vappi að ónefndum vættum og vinum að handan.

Í kjallaranum geymi ég ótal muni sem veittu mér gleði.  Myndir frá æsku, skírnarkjólinn minn gamla, fermingarkjól dóttur minnar, ljóð, bréf frá vinum.  Staður sem gott er að sækja Heart

 Þarna er Zordis á góðri stund að munda pensilinn sinn og "kjallarinn" fyrir tiltekt.  Ég á langt í land en nennti ekki að bítast við blómálfana og kom mér á efri hæð hússins og setti Tracy Chapman á fóninn og tók korktappa úr flösku.  Nú situr einn vænn feitur púki á vinstri öxlinni og hvetur mig til að taka einn og einn sopa.  Kvikyndið skal ekki fitan af mér í kvöld þar sem hógværð og prýði eru megintakmörk frúarinnar í kvöld.

Jólaslör hangir í glugganum og rauðleitar jólastjörnur skína í skúmi hússins.  Það er hljótt og notalegt við að vera.  

Í dag á afi minn heitinn afmæli, til hamingju með daginn elsku afi minn .... hipp hipp húrra!  Þegar ég hugsa til afa þá kemur fram hlý og rólind manneskja uppfullur af fróðleik en tróð sér aldrei fram.  Mjög hæglátur maður sem horfði á okkur börnin og brosti af heimskupörum okkar.  Það er söknuður í afa mínum.  

Lífið er hringrás er við tökum þátt í, hvort sem menn eru gæfufólk eða glapmenni, menningarvitar eða minniháttar "vitar" ............  Þegar á botninn er hvolt þá gæli ég við gleðina, kænskuna og þann glampa sem hægt er að tendra í hjörtum þeirra er eiga við okkur samskipti.  Það hversdagslega verður það kærkomna og stóru sigrarnir verður krafa gærdagsins.

 

Ég hlakka til mánudagsins
 
þá kemur LOKSINS www.zordis.com í loftið
 
Breytt og bætt 
 
Þrekvirki sem fellur í skuggann þegar fram líða stundir
 
er á meðan er og við skulum njóta dagsins
 
hann kemur aldrei aftur
 
Ég hlakka til mánudagsins
 
Heart þar sem egoismi seittlar í æðum Heart
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Ego lego.... alltaf gott að vera með smá ego á meðan það yfirgnæfir ekki allt, en svo mikið er víst að það er ekki til ama hjá þér hógværu mærinni!
Takk fyrir hittinginn í dag - og skemmtilegar kjallaramyndir, sér í lagi finnst mér stúlkan þarna myndarleg!!
Knús smús***

Elín Björk, 9.12.2006 kl. 21:17

2 Smámynd: www.zordis.com

orðið myndarleg, takk takk!  Nú er maður á fullu að slíta af sér ástleit kg og setja framtíðina á striga!  hehe æj hvað þetta er nú gaman!  Gaman!

www.zordis.com, 9.12.2006 kl. 21:48

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

'Eg væri alveg til í svona flottan kjallara. Frúin á kjallaranum lítur yndislega út og búin að smita frá sér tihlökkun að sjá nýju síðuna á morgun ;) Hver á að hugsa vel um okkur nema við sjálf, held að egóið sé í góðu lagi þyrfti að mínu mati heilan helling af egó til að það sé slæmt.

Vatnsberi Margrét, 10.12.2006 kl. 12:02

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Í KJALLARANUM DÚA......SAMMÁLA MARGRETI  HAHAHÆ

Solla Guðjóns, 11.12.2006 kl. 09:37

5 Smámynd: Elín Björk

Rosa gaman að sjá nýtt lúkk á síðunni þinni, bara flott!!!

Til lukku til lukku :)

Elín Björk, 11.12.2006 kl. 16:18

6 Smámynd: Elín Björk

Er eitthvað að orðinu myndarleg? Hugguleg þá? Sæt.... sko, hefur ekkert með kíló að gera!!!

Knús til þín**

Elín Björk, 11.12.2006 kl. 16:20

7 Smámynd: www.zordis.com

Eg tók þessu á réttan hátt ljúfust!  Myndarlegur getur þýtt ditten.  Persóna sem myndast vel, er flottur á mynd og hefur það jákvæða sem tengist útliti!  Myndarleg!  Já takk ég er myndarleg!

www.zordis.com, 11.12.2006 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband