10.6.2009 | 14:55
Litaflóran á hráan striga ...
.... meiri vandræðin að koma myndinni inn á feisbókina en svo rúllaði bloggerinn þessu upp eins og enginn væru morgundagurinn.
Sólin í essinu sínu og sú gamla dró á öngul rétt í þessu. En önglar eru kúl, það má nota þá til að veiða feita fiska eða glitrandi stjörnur á prúðum næturhimni. Mér finnst ekkert eins fallegt og stjórnubjartur himinn, já og dans norðurljósanna sem umvefja hverja frumu ástar í líkamanum.
Eftir að hafa komið börnunum í skólann fór mín að sullumallaðist í olíulitunum mínum sem eru heldur betur lífseigir. Hef ekki snert olíulitina síðan árið 2006 minnir mig. Gengur ekki að haga sér svona. Ég byrjaði að grunna með glærum basa og fór svo í liti og missti mig í litadýrðinni, náði að róa mig og fann gömluna á ný í grænum jaðri. Fannst ég kannast við mig með grænt í pennslium.
Tilraunastarfsemi er alltaf skemmtileg
Ég ákvað að setja trönurnar í ljósopið svo ég gæti kíkt upp til Guðs í strokunum. Svo vinka ég upp við hvert tækifæri. Skýjin mynda svo fallegar skýjamyndir sem ég festi á blað. Það er gott að eiga vini á himnum sem standa með okkur í blíðu og stríðu.
Lífið er svo gott þótt það sé líka skrambi erfitt og leiðinlegt þess á milli.
Njótið dagsins
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Patio!!! Rosarosarosa flott aðstaðan þín, og gaman í tilraunastarfseminni! Gangi þér vel í olíunni... allt er vænt sem vel er grænt.... dettur einhverra hluta vegna í hug grænn flöskustútur... dónt nó væ... C. Ramón y Gallud número siete, no? En la pared al lado de la entrada?
Mil besos y abrazos, taktu knús á alla þína, og fáðu fjallið til að knúsa þig frá mér!
Elín Björk, 10.6.2009 kl. 21:49
Ég naut dagsins í fjallgöngu - sko á Esjunni - með systkinum mínum og dóttur. Borðuðum nesti í grænni lautu og önduðum að okkur birkiilminum. Yndislegt.
Knúsilúsimús
Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2009 kl. 00:28
Elín, þu meinar Cava myndina sem var máluð með flöskustút! Góð hehehe ..... var bara nokkuð seig að mála í gær og það er gaman að mála á svona hráan striga. Ég skal kanna hvort að Fjallið sé tilbúið í svona sjálfboðavinnu hehehe
Hrönn mín, mikið ertu dugleg að stíga landið. Ég hitti ekki múttu túttuna og mun nýta mér póstþjónustuna svo að sængurgjöfin berist þér bráðlega :-)
www.zordis.com, 11.6.2009 kl. 07:26
Það er akkúrrat sú mynd!!! Finnst hún flott, græn og væn!
Hvernig gekk að fá Fjallið í sjálfboðavinnuna? Ég gæti auðvitað alltaf sent honum smá beiðni í sms? Knús á þig darlingið mitt
Elín Björk, 11.6.2009 kl. 13:33
Lífið er ljúft, njóttu þess kæra vinkona.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2009 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.