15.12.2006 | 20:51
Bakarameistarar framtíðarinnar ....
Óhætt að segja að börnum þykir gaman að bretta upp ermar til að fá að baka! Dýrindis smákökur og gotterý. Þegar ég hugsa til þess þá væri ég alveg til í að taka eitt gott kvöld í konfektgerð með fólki á mínum óræða aldri.
Í gærkvöldi var ætt um alla veggi og frúin á Spáni kom við í kaupfélaginu og keypti eitthvað hráefni til baksturs. Vinur okkar Daniel Haukur var svo vænn að senda okkur piparköku uppskrift sem börnin hafa svo gaman af. Bakstur gekk að vonum og var athæfið myndað af húskarli. Jeminn, sonurinn náði að bía sig allan út í hveiti "strákar" en svona eru jú, "stelpur" líka .... er það ekki?
Þegar börnin voru sofnuð þá setti Frúin í ofninn brúntertu sem heppnaðist svona líka rosalega vel!
Dregur mjög til tíðinda að bakstur eigi sér stað. Eitthvað sem ekki hefur verið stundað svo árum skiptir. Bakstur sem var vikulegur viðburður verður að sjaldgæfum viðburði. Þeir sem þekkja zordísina vita að öfgar er orð sem er hluti af hennar eðli ...............
Í kvöld eftir myndatöku hjá okkur vinunum, vinnufélögum mínum sem mér þykir óendanlega vænt um þá fór frúin heim, faðmaði ormana* sem biðu þolinmóðir og smellti í eina uppskrift frá eðal drengnum og vin okkar Daniel Hauki.
Nú er búið að baka sömu útgáfu af piparkökum sem bragðast eitthvað aðeins öðruvísi en í gær og allir sælir og glaðir! Ekki spurning að við erum að ala upp framtiðar fólk og hvað er betra en að gefa þeim alla heimsins þolinmæði og gæði!
Í fallegum kjól, með flotta greiðslu og blíða lund er fátt sem vantar til að hressa tilveruna.
Eða hvað? Einhverjar uppástungur, sikk sakk eða kross saumur .... Er eitthvað til í hannyrðum sem heitir uppá stunga? Hugleiðing sem kemur bakarameisturum framtíðarinnar ekkert við!
* börn
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Athugasemdir
Jáhá, þær eru góðar þessar piparkökur
Á mínum bæ verður ekkert bakað, -allt í einu eru allir vaxnir upp úr því og alveg svakalega mikið að gera hjá unglingunum. -nema ég baki nokkrar skrítnar kökur ...
Ég er að spá: stelpurnar með rauðu nefin og geðveik jól í pokanum - þær hafa ekki látið sjá sig. Varð ekkert að þessu eða ...?
Lisa (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 06:08
Ég sendi kortin með DHL sem er ekki alveg frítt! Ef ekkert hefur orðið af þessu þá er það trassaskapur á klakanum! Men men hvað getur maður gert hérna megin hafsins. Er búin að skrifa nokkur email en engar fréttir fengið! Það er náttúrulega allt of seint að fara af stað núna í jólabommsunum!
En ég er komin í skipulag fyrir næstu jól
og margt nýtt í pokahorninu!
www.zordis.com, 16.12.2006 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.