10.7.2009 | 10:04
Morgunsprikklið ...
... skil ekki hvaðan þreytan mín kemur en svona er lífið, ljós og skuggar sem mynda litríka slóð í huganum. Það er ekki neitt eins gott og að ýta sér áfram og þrátt fyrir þreytuna þá varð gamlan bara hress eftir 17 km morguntúrinn.
Þegar ég stíg pedalann þá syng ég eða tala við sjálfa mig. Heilsa klukkublómunum sem teygja sig í áttina til mín. Lítil kanína stóð við vegkantinn og virti mig viðlits, venjulega strunsa þær í burtu sökum hræðslu ...
Ég lenti í algjörum perra í morgun. Var búin að hjóla 12 km þegar ég mæti manni sem ég í sjálfu sér er ekki að spá neitt mikið í. Flestum býð ég góðan daginn en þegar þessi mætti mér á reiðhjólinu sínu var hann með kynfærin á sér í annari hendinni og sagðist vera að snerta á sér liminn. Jemundur minn eini! Það eina sem ég hugsaði var hvað fólk væri ruglað. Ég gaf allt í botn því mér fanst brotið á mér og slakaði ekki á fyrr en ég sá 2 aðra hjólreiðarmenn.
Hvað er að fólki?
Með kaffidreytil, þakflís rustico
Seld í Gallerý Innrömmun Sigurjóns, Fákafeni
Föstudagur í dag og lífið er bara dásamlegt þrátt fyrir þessar miður skemmtilegu uppákomur. Sonurinn situr mér við hlið og lærir smá, sumarlærdómur til að halda sér við efnið. Dóttlan þarf að hitta tannsa á eftir þar sem að hún er með æðaslátt í nýviðgerðri tönn. Ekki gott að vera með tannverk, ó nei!
Svo í lokin þá var gömlunni kastað út af facebook, og geta þeir átt sig helvískir. Verst þykir mér að geta ekki eitt út myndum og svoleiðis en ég hef ekki aðgang að síðunni minni. Svona er lífið í hnotskurn, ljós og skuggar er skapa fallegt effekt í núinu.
Lífið er núna kæri vinur.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég reyndi að senda þeim póst til að mótmæla útkasti. En þeir þykjast ekki vera við.....
Eigðu góðan dag ljúfust allra
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2009 kl. 13:03
Ég er buin að senda mail en þeir svara mér ekki .... Ég bjó til nýjan aðgang undir nafninu Dísa Brynjólfs og var að senda út nokkrar vinabeiðnir, er sko ekki í stuði akkúrat núna því síjurnar eru greinilega mun fleiri en áður var!!!!
En ef ég er ekki búin að senda vinabeiðni þá sendið mér endilega á fyrrgreint notendanafn ...
www.zordis.com, 10.7.2009 kl. 14:55
Hæ krúttan mín............. er allt á niðurleið í dag, hífa upp munnvikin og brosa í gegn um tárin........... fésið er ekki þess virði að eiga nokkuð við........ eða hvað
Ferlegur þessi perri....... ojoj
Rósa (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 16:32
Rósa mín, lífið er sko langt í frá á niðurleið en það má nú alltaf njóta ferðarinnar og fá kitl í mallakútinn sem minnkandi fer hehehhe
Nældi mér í smá kríu og er bara fersk. Knús á þig elskan mín!
www.zordis.com, 10.7.2009 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.