16.12.2006 | 10:05
Í fjarlægð sé ég álfa, tröll og vætti .....
Í fjarlægð sem er þó svooo nær. Ég hef jafnan boðið þessum frábæru "hliðarverum" að taka þátt í lífi mínu. Já, boðið þeim að taka þátt ef allir vinna saman í sátt og sælu með mið af geðlægð minni.
Ég hef getað leitað til álfanna minn og fengið stuðning af þeim vættum sem lagt hafa leið sína inn til okkar. Ég hef minnst orðið vör við Tröllin en er á góðri leið með að koma frá mér vænni trölla sögu. Hluti af mér, hluti af okkur öllum.
En, aftur að álfum þeim sem búa í húsi mínu. "Ég" er ein af þeim sem er ekki hvað snyrtilegust þótt ég elski hrein og ilmandi heimili. Upp á síðkastið hef ég þurft að leita á náðir annara kvenna til að halda heimili mínu til haga þar sem Aðal-starfið mitt tekur frá mér mestan tímann, svo eru það börnin og Uppáhalds starfið mitt, kjallarinn mætir þeim afgangi sem næst og fæst hverju sinni.
Álfarnir mínir eru penir og vilja sem minnst umstang og hafa átt það til að fá hluti lánaða hjá mér!!! Glysgjarnir eins og mærin sjálf og uppáhalds myndefnið Hrafninn. Það gerðist á þessu ári eftir að hafa eytt öllum gamlársdeginum í þrif að ég bauð alla velkomna inn að nýju með mínum skilyrðum.
Ég sofnaði á verðinum og inn læddist "laumupúki" ljót vera sem virkilega þarf að kasta út með jákvæðri orku og passa sig að hann nái aldrei að nærast á neinum sem býr innra. Við gengum inn í nýja árið í hreinu húsi með alla félaga okkar og einn "laumupúka" ..... Laumupúkanum verður hennt út fyrir nýja árið ..... honum verður meinaður aðgangur en hann er lokaður í íláti eins og Alladin andi! Thi hi hi ....
Voða málalengingar eru þetta; Að Álfunum mínum að nýju. Merkilegt nokk, ekki satt! Það vildi þannig til að hringur sem fjallið mitt gaf mér hvarf. Fíngerður gullhringur hvarf, með fallegu demantakurli, BARA HVARF. Ég leitaði eins og óð en ekkert skilaði sér. Mín var búin að færa til húsgögn og ranghvolfa sálinni til beggja hliða. Ekkert gekk og ég var hálfvegis búin að afskrifa hringinn sem fjallið færði mér í upphafi okkar sambands.
Viti menn, "ég" ákvað að kalla á álfana, ég sendi þeim skilaboð með háværri röddu. Hringurinn var ekki það eina sem hafði horfið, heldur peningur dóttur minnar og fleira smálegt frá henni. Ég sagði styrkri röddu og einbeitt í hug að nú væri nóg komið. Samningur væri nú brotinn og ég vildi fá mína hluti til baka. "Hana nú"
Um nóttina fékk ég skilaboð frá Álfi um hvar ég ætti að finna hringinn og að peningurinn myndi skila sér. Ég vaknaði sæl um morguninn og gekk beint að staðnum sem hringurinn var á og þurfti hjálp við að færa til húsgögn og þar lá hringurinn í sinni fullkomnu lögun endaleikans! peningurinn lá svo á sömu mublu og það smálega sem hafði horfið.
Veröldin er undursamleg með öllum þeim kynja köttum og furðu verum sem lifa með okkur!!!
Manneskjan er kanski furðulegust af öllu sem nefnt hefur verið. Manneskjan er ekki ein þótt margir haldi það VEGNA þess að augun nema ekki allt. Hvað ef allir sæju liðnar verur, geimálfa og vætti ........
Virkjum skynjun okkar, virkjum ástina .................
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:17 | Facebook
Athugasemdir
Heimurinn er orka, allskonar orka sem birtist í ýmsum myndum, svo er okkar að túlka. Megum bara ekki oftúlka, það getur gert mestu orkubúnt uppgefna.
Ég hef lent í svipuðu með hálsmen sem Nanna fékk frá afa sínum þegar hún var lítil . Skrítið hvað lítilsháttar málmur sem hefur verið bræddur og mótaður getur verið kær. Þeir skarast stundum efnislegu og andlegu hlutirnir þó ekki sé það oft.
Það er gott að vita af álfum og huldufólki í kálgarðinum sínum.
Lisa (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 01:05
Já, nákvæmlega .... það er allt orka svo eru pólarnir plús eða mínus! Alltaf gott að hafa hugann við það sem telst eðlilegt og viðurkennt af fjöldanum. Orkuþjófar og sugur eru einnig þekkt fyrirbæri og lenti ég í einni svoleiðis um daginn. Ætli líkaminn geri þetta ekki ósjálfrátt, við erum stundum ósjálfráðir og ómeðvitaðir orkuþjófar!
Allt sem við þekkjum ekki skulum við koma fram við af mikill virðingu ...... Já og allt sem við þekkjum ef því er að skipta! Reyndi að hringja í þig en enginn heima :(
Sí jú sún!
www.zordis.com, 17.12.2006 kl. 10:16
Ég er reyndar ekki með kálgarð en gæti boðið upp á portið mitt sem er fullt af potta blómum og trjám! Góð hugmynd að hafa lífið þar! Væri alveg til í lítinn kartöflugarð. Setja niður "útsæði" eða var það seyði? Vera svo í anda með afa heitnum að taka upp að tíma liðnum .......
www.zordis.com, 17.12.2006 kl. 10:52
Já, það er margt sem maður fréttir bara á blogginu og ekki annars staðar!!
Gott að þú finndir hringinn... og peninginn!
Elín Björk, 19.12.2006 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.