17.12.2006 | 10:40
Þeyta sjálfri mér á lygnu vatni .....
Lilli Klifurmús er í heimsókn og syngur hástöfum þegar piparkökur bakast, kökugerðarmaður .... He he he! Kanski ekki dagsatt en það er einhver óvenjuleg tilfinning sem brýst um í hjartastöðinni.
Gleðja fólk í gegnum mallann sem í raun klikkar aldrei.
Merkilegt nokk að það að gefa góðan mat og meðlæti skapar gleðitilfinningu hjá flestum. Það er ekki hægt að víkja frá því að öll erum við ólík og sækjumst í ólíkt athæfi, hvort sem ræðir mat, drykk eða þessar dæmigerðu hefðir og venjur.
Allavega þá var þriðji í bakstri hjá familíunni í gær (býð ekki í holdarfarið hjá hinum, þar sem ég drekk þynnkudrykkin herbalæf út í eitt) By the way ...... ekki halda að ég verði eitthvað grönn því enn sér ekki högg á vatni. Gæti varla þeytt sjálfri mér á lygnu vatni! Það væru þá aðfarir með meiru og sennilega yrði Hafravatn fyrir valinu.
Synti í Hafravatni sem ung stúlka og það var í fyrsta skipti er ég fann að geirvörtunar á mér stífnuðu. He he he, má kanski segja að geirvörtu áhrif í myndefni mínu sæki ég til Hafravatns .... ( handhægar upplýsingar, spurning???)
Hvað koma sossum gerivörtur bakstri við? Veit ekki enn en það má tengja allt með tillhlýðilegum leiðum. Síðar!

Hnetusmjörs kexkökur voru bakaðar, mín dobblaði uppskriftina og svo smellti ég í eitt form af heimsins bestu brúntertu. Öll fjölskyldan er búin að fá sér tertusneið (nema ég sko) í morgun mat og sonurinn vildi tertu og vatnsglas .................. Undarleg þessi latnesku gen.
Bjartur og fallegur dagur að opna fyrir geðhliðið og ekkert til fyrirstöðu að drífa sig út og anda að sér spánarloftinu. Markaðsferð, nehhhh .......... Tengdó í allan dag þar sem þetta er síðasta máltíðin áður en jólin koma og við höldum jólin hátíðleg á Íslandinu! Gleðilegan dag!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Jújújú súkkulaðidropakökur ALA mamma mín minna sko á geirvörtur.
Væri ferlega til í sneið af brúntertunni þinni
Solla Guðjóns, 17.12.2006 kl. 11:37
Það jafnast fátt á við kökur í morgunmat. Elska það og bíð spennt eftir jóladegi þá úðum ég og Danni í okkur.
Krakkar og jólaundirbúningur, það er ekkert skemmtilegra.
og
Það er bara heilmikil tenging á milli baksturs og brjósta með súkkulaðidropum.
Lisa (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 12:22
Nú fær tengdó að bragða á herlegheitum heimilisins. Sonur minn er búinn að tíunda bakstursævintýrið! "Góð hugmynd, kíkja í heimsókn á jóladagsmorgun" Danni er líka snillingur í bakstrinum
Sjáumst fljótttttttt ....
www.zordis.com, 17.12.2006 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.