17.12.2006 | 21:47
Alveg brjál - æðisleg þessi kona.
Eftir dýrindis veislu hjá tengdaforeldrum mínum. Frábæran hrísgrjónarétt ..... og allskyns gúmmelaði í eftirrétt var haldið í verslunarferð, ferð sem ég er fegin að vera búin að fara og ánægð með það sem gert var.
Haldið var í verslunarmiðstöð sem þó er þaklaus og virkar minna þvingandi á fólk eins og mig. Ég vil helst vera ein, þurfa ekki að taka tillit til neins ..... geta bara komið og farið eftir behag. Stundum er það ekki hægt og seinnipartinn fórum við kjarnafjölskyldan og ferðinni var heitið að finna eitthvað sniðugt fyrir Íslandsferðina. Við mæðgur fundum falleg föt á prinsessuna, ekkert á drenginn, hann nennti þessu ekki og náði að æsa móður sína upp. Sonur minn fær ekki jólaflík í ár OG honum er nákvæmlega sama. Honum sama = mér sama!
Þegar ég stóð þarna inní verlsunum laðaðist ég að kjólum og kjólum en lét svo eftir mér að máta fallega buxnadrakt. Ég stóð inní klefanum og sá konu sem var bara í lagi. Fötin fóru henni vel en það snappaði eitthvað og fór úr öllu. Ég ákvað að fara á tanganum fram og biðja um nýja stærð. Jedúdda mía það fanst dóttur minni ekki fyndið og ég skammaðist min til baka ógeðslega fyndin og sniðug með sjálfri mér.
Ég keypti ekki fötin þar sem ég áttaði mig að ég á urmul af allskyns fatnaði fyrir jójó konu eins og mig. Ef ég klæðist rauðu þá þarf ég að ná mér niður í stærð 40, ef ég vill gylltan diskófatnað þarf ég að tæta í stærð 46 og svo fram eftir!
Rosalega þreytt eftir ferðina, sæl yfir að hafa sloppið lifandi og ég lét dóttur mína vita að hún ætti heimsins besta pabba og brjáluðustu mömmu heims. Hún bara faðmaði mig og sagði ég Elska þig mamma!
Nú í lokin ákváðum við hjónakornin að fara með börnin á Fosters sem er svona Hard Rock staður sem er að mínu mati einn leiðinlegast staður ever en börnin fíla hann. Íris sagði "en mamma þér finst hann svo ömurlegur" Já hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín ...... Held ég þurfi vítamínsprautu í rassinn eða heilnudd og strokur!
Ég hlakka til þegar ég næ að koma jafn slök heim úr verslunarferð þ.e. eins slök og ég fer í hana.
Ætli draumurinn um Zordisi sambrýnda sé fyrireinhverju sérstöku? Mig dreymdi svo furðulega, kanski ekki við öðru að búast þegar maður er í furðulegu skapi. Best að finna eitthvað drasl sem er lítils sem einskis virði og föndra eitthvað. Salvör gerði rosalega flotta eyrnalokka úr ódýru efni. Kíkið til hennar www.salvor.blog.is hún er sniðug og skemmtilegur penni!
Best ég fari svo ég komist úr þessu fari! He he he he he Æðislega brjál sko.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
marjorie, 17.12.2006 kl. 22:55
Geggjaðir eyrnalokkar sem Salvör föndraði.
Gaman að versla föt með stelpunni sinni :)
Lisa (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 12:33
Já rosalega gaman ef maður gæti slakað betur á!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Salvör er rosa flottur listamaður og lífskúnstner! Dúllan mín á betur skilið en mig, svei mér þá en hún er óvenju ánægð með mig "gallagripinn" Ég fór og keypti skó á hana, var ekki viss hvaða lit hún vildi svo ég keypti svart og gyllt! Mjáuuuuuu
www.zordis.com, 18.12.2006 kl. 14:56
Æji sæata Íris Hadda auðvitað elskar hún mömmu brjál.
Sam-brýndar eru náttla fyrir einhverju SAM.........þú mátt ráða
Solla (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 18:43
Hey villtu selja mér 10 jólakort ?????
Solla Guðjóns, 18.12.2006 kl. 18:52
Jedúdda Solla mín auðvitað vil ég það! Er ekki farið að selja þau enn og ég sem sendi þau fyrir minnst 2 vikum með DHL. Ég sendi allt til Döggu Hannesar en best ég skrifi þér bara eitt stk Emil!
www.zordis.com, 18.12.2006 kl. 19:24
Sambrýndar eru örugglega fyrir skemmtilegum hlutum - er þakki?
Ohhh, ég hefði viljað vera með þér í mátunarleiðangrinum.... ógissla kúl að stripplast í fataverslunum :)
Elín Björk, 19.12.2006 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.