10.8.2009 | 21:05
n a j g n i m a h
Þegar dagarnir líða, lulla áfram á sinn ofurviðkunnanlega máta. Mánudagurinn er nánast liðin þó að enn hann ylji næstu klukkutímana eða svo.
Undirfatakaup og brjálæðisleg traffík mætti okkur í morgun. Umferðaröngþveiti og mega þrengsli í mollinu. Hvaðan kom allt þetta fólk? Mætti halda að Hagkaup hefði verið með útsölu eða eins og dóttlan sagði. Það hefur fréttst út að "ég" sko hún ætlaði að versla nærhald. Jebb .... hún er búin að sjá hvernig líf frægu stjörnunnar verður.
Tengdamamma hefur það ágætt en er kvíðin fyrir morgundeginum en þá mun tengdapabbi fara í aðgerðina. Hjáveituaðgerð hlýtur það að heita á íslenskunni en æðar að hjartanu eru ónýtar og það á að græða nýjar úr fótunum í hann. Guð er með okkur og ég mun fara með mínar allra fallegustu bænir í kvöld og á morgun. Fegurð bænarinnar er óskin um bata og velgengni. Lífið er hins vegar eitthvað sem við getum ekki spilað uppá því allt hefur sinn tíma. Ég veit að þetta fer allt vel !!
Algjörlega uppáhaldsblómin mín Baldursbráin eða Margaritan eins og við segjum Spánarmegin.
Það eru rólegheit á heimilinu, morgunsprikklið varð að kvöldsprikkli eftir helgarfrí .... Feit helgi að baki og gott að henda sér í ræktina að nýju. Líkaminn þakkar pent fyrir sig og sálin margeflist við æfingarnar.
Ég ætla að safna mér fyrir gosbrunni, kanski ekki svona pissustrák en ég fór í dag og skoðaði gosbrunna og hjúts hafmeyju sem dóttlan vildi fjárfesta í. Já, hún mun fá sitt tækifæri að versla hafmeyjur þegar hennar tími kemur thi hi hi hi ....
Eigið yndislegt kvöld kæru vinir!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Eintóm hamingja ekkert annað
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 22:33
Bænir og góðar hugsanir frá okkur héðan elskan
Hafdis Hallgrimsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 14:45
Vona að tengdapabba þínum gangi vel í aðgerðinni, Zordís mín!
Góðar kveðjur til þín & þinna!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.8.2009 kl. 20:22
Vona að allt hafi gengið vel
Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 23:26
...en hvað þýðir fyrirsögnin þín?
Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 23:26
Hrönn najgnimah er hamingjan svona afturábak ...
Takk fyrir hugulesemina og kveðjurnar!
www.zordis.com, 12.8.2009 kl. 08:58
aaa...vitaskuld ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2009 kl. 12:00
Kom bara vid til ad kasta á thig knúsi. Vona ad allt hafi gengid vel hjá tengdapabba thínum.
Knnnnnús
Sporðdrekinn, 13.8.2009 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.