Stærsta gjöfin ...

....  huxandi um hamingjuna og þögn slóðarinnar er við stígum í átt að leiðarenda.  Mig langar að stöðva tímann og staldra við í núinu, velja stundina og gæla við góðu tilfinningarnar.  

Lífið er litríkur leikur, gult á góðum degi, rautt og grænt, blátt og svart allt eftir hvaða tón regnbogans við snertum.  Í dag fengum við góðar fréttir af tengdapabba sem er á góðum batavegi eftir aðgerðina sína.  Í kvöld þá bað ég tengdamömmu að koma í heimsókn til systurdóttur hennar og hún var til í það.  Greiddi nýlitað hárið, setti á sig varalit og fór í fallega sólgulan kjól.  Gaman hvað geislar af okkur þegar sálin er sátt og tengdamamma geislaði í kvöld.  Við sátum og skröfuðum langt frameftir og svo var tími kominn að koma sér heim.  Gott kvöld í góðri gleði.

Stærsta gjöfin er lífsgjöfin, að koma í heiminn með sjálfan sig að vopni, að vaxa eins og villt blóm í ljúfu umhverfi ástarinnar er farvegur sem snertir svo marga einstaklinga í tilverunni.  Svo höldum við áfram skref fyrir skref, ár fyrir ár upp hæð regnbogans.  Skildi ég vera hálfnuð eða rúmlega það?  

dsc07317.jpg 

Í hjarta þess er fangar veröldina eru litadýrðin og gleðin eins og andinn gefur hverju sinni.  Í kvöld nutum við gleðinnar á einfaldan máta og í núinu umvef ég mig góðum hugsunum fyrir nóttina.

Heart 

Í nóttinni fer sálin á flug og fær gamla guðdómlega tilfinningu og nærveru ljóssins í heimi andanna.

Heart

Eins og ég elska lífið þá er dauðinn erfiður á sama tíma og hann er það besta við lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku bezta mín! Þú kannt að njóta lífsins á þann einfalda máta sem það býður bezt upp á! Þú hefur kennt mér að njóta lífsins á sama hátt og ég fæ seint fullþakkað þér fyrir að smita þinni lífsýn yfir á mig.

Ég samgleðst þér af því hjarta sem þú hefur endurvakið í brjósti mínu

Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert yndislegust mín kæra og bezta vinkvenndi sem hægt er að óska sér. Þetta kallar nú alvega á 2 krapa næst thi hi hi hi.

Vertu svo dugleg að æfa þig fyrir hlaupið ykkar Fanney skvíz.

www.zordis.com, 14.8.2009 kl. 01:02

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Thad er gott a? heyra a? thi? hafi? fengi? gó?ar fréttir :o)

Knús fallega kona

Sporðdrekinn, 14.8.2009 kl. 03:25

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband