22.8.2009 | 14:39
Kjóllinn var sem fegursti dagur ...
... svo fagur að klæðin geisluðu ljóma sálarteturs.
Orðin falla af himni, þeim eina sem umvefur tifandi hjartað. Í gær lagðist ég sæl á koddann minn og knúsaði kallinn minn. Í morgun tók svo við nýtt líf á nýjum degi.
Að vakna í nýjan dag er svo góð tilfinning, ákveða að vera eins dugleg og líkaminn þorir og leyfir. Í morgun vöknuðum við gömlin snemma og drifum okkur i hjólreiðar og svo hélt konukroppur áfram og steig skíðavélina af kappi. Bara gaman að vera með þessa nennu. Er á meðan er!
Ég var með ör litla einkasýningu í morgun og völdu hjónin sér þessar 2 flísar. Mikil hamingja að komast á nýtt heimili ........
Allt í einu sækir mikill doðasvefn á kjéddlinguna en ég tími varla að leggja mig, gamlinn minn glammrar á gítarinn, dóttlan spáir í ljosmyndasamkeppni og ungherrann i leik.
Lífið er gott á laugardegi, vonandi áttu góðan dag með ljúfu fólki.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Athugasemdir
Yndislegur laugardagur langduglegust. Knús á ykkur krúttin mín.
Rósa (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 17:01
takk fyrir mig
Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 02:04
Hrönn, þú vannst fyrir því elskan! Er rosalega stollt af þér :-)
Rósin min ég var að koma af ströndinni og nú tekur við hjólreiðar og smá hark seinnipartinn, þó ekki hringtorga.
www.zordis.com, 23.8.2009 kl. 10:42
Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 13:51
hahah hringtorgahark ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.