28.8.2009 | 09:25
Nýr dagur ...
... Hann ýtti blíðlega við mér. Föstudagurin í nýju landi þar sem ferskt andrúmsloftið tældi konukropp frammúr.
Það er munur á því að vera í tæpl. 40°C og renna svo niður í 16° eða svo, Íslandið eina fagra svo yndislega ljúft og notalegt.
Sonur minn spurði um leið og hann opnaði augun, "Er snjór úti" hehehe ... elskar snjóinn þessi elska enda lítið af honum við sólarstrendur. Dóttlan punntar sig og við gömlin erum tilbúin að takast á við daginn.
Best að kíkja út í náttúruna og slökkva á tölvunni. Kærleikur til þín sem lítur hér inn :-)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
yndislegur föstudagur með glampandi sólskyni og skítakulda hehe eigðu góðan dag gæskan ;)
Sigrún Sigurðardóttir, 28.8.2009 kl. 10:41
Ertu hér?? Í alvöru? ??
Hrönn Sigurðardóttir, 28.8.2009 kl. 13:26
Jebb ... renni á Selfoss á Sunnudag, heimsækja ömmu mús og brosa kanski framan í þig því bros bræða hjörtu.
Renni svo aftur eftir helgina og aftur og aftur hehehehe. Vá hvað ég ætla að vera mikið á Selfossi :-)
www.zordis.com, 28.8.2009 kl. 22:10
Sem betur fer er nú ekki alltaf snjór :) Hafðu það gott í Íslandsdvölinni, ættir að geta gert rífandi bisness í hönnunarbúðunum.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 29.8.2009 kl. 12:55
Njóttu kuldans og hreina loftsins, sjáumst svo á þriðjudagskvöld í næsta........ nei, ég meina þar næsta.
Rósa (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.