Nokkrar myndir af listsýningu í Hárnýjung ....

Zordís og Hlíf við opnun sýningarinnar í Hárnýjung

Stelpurnar saman á opnun sýningarinnar í Hárnýjung.  Zordis og Hlíf.

Kátir gestir opnunarinnar 

Bara gaman að sjá og hitta gestina.  

Spáð og spekulerað 

Fallegur hópur af fólki kom á öllum aldri, ungir sem aldnir.  Poppuð og góð stemming myndaðist og fólk virtist hafa gaman af.  Við Hlíf vorum svo ánægðar sem von er og vísa.

Hjúin saman komin .... 

Svona vorum við hjónin friðsamleg í pósunni hehehehe  Stuðningur eiginmannsins ómetanlegur.  Hann t.d. hengdi upp fyrir okkur í hæstu hæðum þar sem stuttir fætur og litlar hendur náðu ekki ....  Bara elska þennan strák meir og meir!  Við skulum ekki ræða það neitt nánar InLove

Sýningarveggur í biðstofunni ... 

Sýningarveggurinn í biðstofunni, björt og falleg stofa sem ber vel auka andlit á veggjum. 

Sýningarveggur .... 

Og svo var það sýningarveggurinn í salnum sem kom fallega út.  Blómin í grunninn voru gjöf frá einum gesta sýningarinnar.  Takk fyrir það Heart

Fyrrverandi Spánarskvísur lögðu leið sína í nafla Alheims  

Hér var fólk að tínast inn.  Fyrrverandi Spánarskvísur lögðu leið sína á sýninguna, einnig vinir að vestan.  Takk enn og aftur fyrir komuna og stuðninginn.

Það er ómetanlegt að fá að vera með ykkur, sýna ykkur myndverkin og koma hugsanlega aftur. 

Þess má geta að einn heppinn September viðskiptavinur Hárnýjungar  fær keramik þakflís að gjöf en dregið verður úr þeim sem koma í klippingu og eða litun.  Tímapantanir eru í síma 483 3822 ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Jæja, svolítið stórar myndir en vonandi truflar það ekki!

www.zordis.com, 8.9.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Elín Björk

Æ en flott hjá þér/ykkur! Kemur rosa vel út þarna
Hefði viljað vera með þér á opnuninni.... en á það inni á næstu sýningu.
Knús á þig sæta

Elín Björk, 8.9.2009 kl. 09:57

3 identicon

Flott opnun hjá þér og gaman að geta komið

kær kveðja úr Reykjavíkinni

Lilja (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 09:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegar myndir og flottur sýningarsalur.  Þið hjónin eruð mega sæt á myndinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 14:34

5 Smámynd: Dúa

Glæsilegt

Dúa, 8.9.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Innlitskvitt

Margrét Birna Auðunsdóttir, 8.9.2009 kl. 23:48

7 identicon

Svakalega flott sýning greinilega og ekkert smá sæt saman hjónin

Rósa (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:10

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég þarf að finna flísina þina með mynd í mynd svo ég geti sýnt þér.... er hún á síðunni þinni?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2009 kl. 18:18

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Til hamingju med tessa flottu sýningu kæra Zordís listakona.Svo eru tid turtildúfurnar svo mikid yndi.

Hjartans kvedjur frá Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 10.9.2009 kl. 07:30

10 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Verst að geta ekki mætt á þessa frábæru sýningu.....flísarnar þínar eru meiriháttar.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.9.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband