29.9.2009 | 08:24
Sýningarlok ...
... Þann 3ja September var ég stödd á Íslandi og fékk fallegasta veðrið á meðan að dvöl min stóð. Þennan sama dag opnaði ég sýninguna mína í Hárgreiðslustofunni Hárnýjung. Falleg stofa með flott veggpláss þar sem þakflísarnar ásamt 2 akrýl myndum á striga nutu sín vel.
Myndirnar eru eins og frímerki en tala sínu engu að síður. Á morgun lýkur sýningunni og geta þeir sem keyptu sér verk sótt þau til Hlífar í byrjun Október. Á morgun verður hins vegar dreginn út einn heppinn September viðskiptavinur Hárnýjungar er hlýtur þakflís að launum.
Tíminn flýgur áfram á sínum ógnarhraða, gráu hárin riðjast í vanga en það má laga á góðri stofu. Daggardroparnir hafa urlast af himnum svo að stórflóð hafa myndast víðast hvar á Spáni. Í dag er hins vegar bjart veður, góð lykt af jörðinni og nýr kafli að hefjast,
Ætli það sé ekki þjóðráð að fara út með myndavélina og sinna nokkrum erindum.
Lífið er sjaldan eins gott og þegar syttir upp.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Snillingur sem ég er í myndainnsetningunni hehehehehe
www.zordis.com, 29.9.2009 kl. 08:56
Hvar er þessi hárgreiðslustofa ?? langar að kíkja á myndirnar þínar
Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.9.2009 kl. 09:56
Guðborg, hún er að Unubakka 3a í Þorlákshöfn .... Þú skellir þér bara Krísuvíkurleiðina. :-)
www.zordis.com, 29.9.2009 kl. 14:04
Já þú ert snillingur krútta mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.9.2009 kl. 09:51
Dúlla dagsins er Zordis
Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.