Sunnudags sælan ...

...  Það var vaknað heldur snemma á þessum drottins degi við mismiklar vinsældir heimilismanna.  Stefnan var tekin á Guadalest sem er sögufrægt þorp byggt á fjallstoppi.  Þessi bær er fyrir ofan Benidorm og við vorum í rúma klukkustund að komast á staðinn en þá hófst ganga í fjallinu sem var yndisleg. 

Sólin var í farteskinu og smitaði okkur af fallegum lit sínum.  Í Guadalest er mikið af allskonar "búllum" sem selja allskyns varning.  Sonurinn keypti sér trésverð á meðan dóttlan heillaðist af perlusaumi.  Ég keypti Gojan ber sem eru ROSALEGA holl.

Útsýnið var æðislegt af toppnum.  Notalegt að vera á toppnum þó ekki sé nema í stutta stund.

Ljúfur dagur á enda, á eldavélinni mallar kjúkl. súpa fyrir soninn en hann er  blessaður kominn með kvef og þarf eitthvað gott í hálsinn.  Svo verður það mömmuknús og beint í háttinn.  Frí í skólum landsins á morgun og bara chill hjá familíunni.

Töfrar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Töfrar, þakflís rustico 40 x 20 

Lífið er vissulega töfrum blandið og ég þakka bara fyrir hvað ég er lánsöm.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáumst fljótlega, hvað ætli mann sé lengi að hjóla á milli............ í kaffisopann?

Knús í daginn krúttan mín sætust.

Rósa (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 09:17

2 Smámynd: www.zordis.com

Ca. klukkutíma eða svo!

www.zordis.com, 12.10.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband