2.1.2007 | 23:20
Fjallmyndarleg I
Ísland hefur ógnaráhrif, ástin á landinu er eitthvað óskýranlegt!
Samt er það svo skrítið að sál mín fellur í hálfgert dá sem engan vegin er hægt að tjá sig um né útskýra.
Ég hef í senn upplifað mikla gleði og dapra sorg en bæði er af hinu góða. Held ég!
Hvernig líst ykkur svo á Fjallkonuþáttinn minn. Þetta er fyrsta mynd af mímörgum og fleiri bætast í hópinn. Þessi mynd er komin í einkaeign á kæran stað!
Þessi mynd á nú þegar 2 systur! Enn ókomnar á heimasíðu www.zordis.com en þær munu birtast þar innan skamms.

Akrýll á vatnslitapappír 15.2 x 10.2 cm
verð 50
á bilinu 20 til 40 kíkja við daglega og ca 1% segja hæ og kvitta fyrir sig sem er góður árangur!
Fæ ég komment á þessa færslu ..... Life is vúnderfúl og ég wondera yfir ýmsu ......
Íslandið mitt er að yfirgefa mig, sendir mig í burtu í járnfugli til að sinna störfum, sinna strigum, sinna svo mörgu og engu. Hrærð, hamingjusöm og slétt normalt geðveik, langveik fyrir lífinu og gjörsamlega einmanna með tilfinningu ástar til lands sem ég tel mitt eigið.
Jólaboð, át og aukakíló er allt þáttur í heimsókn minni.
Með tár á sálinni kveð ég Ísland þó ekki í hinsta sinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
flott mynd
Ólafur fannberg, 3.1.2007 kl. 08:10
Æ dúlla ertu farin?? góða ferð
Myndin er stórgóð.
Knús á þig og þína
Solla Guðjóns, 3.1.2007 kl. 19:41
Það er sumarveður en íslandið er alltaf yndislegt í sinni hrjúfu mynd. Gott að koma heim!!!!
www.zordis.com, 4.1.2007 kl. 11:23
Sæl Þórdís...
Ég ákvað að kvitta í þetta skiptið...kíki oft við en hef aldrei kvittað ; )
Þú ert að gera góða hluti í myndlistinni..klár stelpa.
Bestu kv.
Kristín Magnúsdóttir í Þorló
Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 11:29
Takk Stelpur, fyndið Kristín
ég ætlaði að senda þér kveðjur á msn inu .... Gleðilegt ár og svoleiðis. Ég var á áramótbrennu í Þorlák og sá mjög fáa sem ég þekkti. Pólskukunnáttan mín er frekar léleg og ég hef lítið lag á thai.
www.zordis.com, 4.1.2007 kl. 12:15
Best ég setji það á prent líka, þessi er flott!!! Hlakka til að sjá systur hennar læf líka... Síjú sæta!
Elín Björk, 4.1.2007 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.