Dísa var ekki lengi í Undralandi ....

Hún undraðist margt og einna helst varð hún furðulostin af sjálfri sér.  Undraveröld er dásamleg og gott að geta farið afsíðis og horft á aðstæður frá öðru og víðara sjónarhorni.

Árið 2007 lætur engann bíða eftir sér og betra að halda sér við efnið.  Í ár mun Zordis bjóða upp á fermingarkort til íslenskra fermingarbarna og að auki litlar og krúttlega myndir sem eru ákjósanlegar til fermingargjafa.  Ég mun birta allar myndirnar á heimasíðunni minni www.zordis.com á næstu vikum því páskar og fermingar fara að skella á.  Endilega látið mig vita hvað ykkur finst.  Ég bý við mikla sjálfsgagnrýni og hef þann allra harðasta gagnrýnanda inn á heimilinu. 

                                 Fermingarstúlka I Fermingardrengur I

Annars er gott að hafa í huga það sem uppeldið færði manni og það er að ef maður er sáttur við eigið sjálf þá er víst fátt sem getur svertað jákvæða og góðar kenndir.  Batnandi fólki er best að lifa og það er víst ábyggilegt að manni líður alltaf betur ef maður hefur rétt út hjálparhönd til þeirra er nauðsynlega þurfa.

Hefur þú gert góðverk í dag?

Verum góð við hvort annað og ég viðurkenni að þetta er hálfgert vælublogg því ég blogga hvorki um málefnalegt né fréttatengt efni.  ég blogga um minn innsta hring, mitt auma yndislega líf!

Eigið góðan dag og finnið gæsku til að rétta samferðarmanni gleði.  Bros bræðir hjarta!

Er nema von að stúlkan tollir ekki í Undralandi, vill bara vera í sinni einkaparadís með sínum manni og 2 meðalóþekkum börnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú skortir orð eins og svo oft áður, er alltaf að endurtaka mig: Myndirnar eru alveg stórkostlegar og greinilegt að þú hefur fengið innblástur á Klakanum.

Þú ert í svipuðum pælingum og ég á mínu bloggi. Blessuð vertu það er fullt af fólki sem bloggar um landsins gagn og nauðsynjar - en fjölskyldan er hornsteinninn ;) Ég verð líka alltaf svo reið þegar ég byrja á bloggi um pólitíkina og heimsmálin ... Nenni ekki að verða reið, þannig að það er bara fínt að blogga um annað, t.d finnst mér skemmtilegast að bendiblogga eða bergmála.

En flokkast ekki bloggið þitt undir menningu og listir - ég hefði nú haldið það.

Kveðja, ég er farin á mitt blogg að blogga um köttinn ekki get ég bloggað mikið um krílin mín ... eða hvað, kannski maður hrelli unglingagerpitrýnin.

Lisa (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: www.zordis.com

Já hvernig væri að blogga um unglingagerpitrýnin .... mín verða þannig fyrr en síðar! Best að poppa yfir og lesa grámann og hans ævintýri ....

www.zordis.com, 8.1.2007 kl. 19:33

3 Smámynd: Elín Björk

Já, ég ætla bara að taka undir með Lísu með myndirnar, enda búin að sjá þær læf og þú veist hver var mín uppáhalds ;)
Ég er örugglega ekki búin að gera góðverk í dag, allavega hefur það þá verið ómeðvitað.... svo ég ætla að gera eitt allavega pínulítið og senda þér risahjútsstórt knús yfir netið og hugrænt yfir nokkur húsþök.
Elsku vinkona, þú rokkar!!!

Elín Björk, 8.1.2007 kl. 19:42

4 identicon

Hei ég kannast nú eitthvað við þessa sætu ljóshærðu stúlku með skíðasnjóinn í bakgrunni   Ertu farin að skipta léttvíninu út fyrir fjöll  Líst ekkert smá vel á verkin þín ... finnst þú vera stöðugt að þróast   Kíki á þig seinna ... er með eina á chattinu frá Spáni sem truflar mig stöðugt

Knús og kossar,

Nína í Lettlandi

Nína (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 20:05

5 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

  hæ takk fyrir innlitið til mín um daginn.....er að reyna að gera þig að bloggvini....

er ekki góð í þessu ...kv. Berg65

Berglind Berghreinsdóttir, 8.1.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Lýst ógóbógó vel á þessa fermingakortahug-myndir og gjafamyndir.þarf nokkur stikki af hvoru.Jólakortin þín vöktu þvílíka lukku.

Panta formlega fljótlega

Solla Guðjóns, 9.1.2007 kl. 00:32

7 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

   blessuð aftur....tókst loksins að koma þér inní vinahópinn....

   heyrumst síðar....

   Berglind

Berglind Berghreinsdóttir, 9.1.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband