Næturhrafninn ...

.... Og morgunhanninn!

Ekki besta blandan að vera næturhrafn og morgunhani í sömu andránni.

Svefninn er mikilvægasta innihaldið ásamt kærleikanum, þakklætinu og fyrirgefningunni, það hefði ég nú haldið.  En ein og ein svefnlítil nótt er svo sem ekkert til að kvarta yfir.

Ég gæti t.d. verið duglegust og föndrað, málað eða skúrað, vá hvað ég er konfjúsd þannig að ég sit sem fastast við tölvuna.  Kaffivélin mín neitar að framleiða töfravökvann en það er í fínu lagi þar sem ég fékk mér kaffi í gær.  Í gær var hátíðar dagur á Spáni, dagur hinna heilögu, Inmaculada, Asunción og Purisima.

Það styttist í jólin og öll þau dásamlegu herlegheit er þeim fylgja.  Jólalögin, skreytingar og ljósin fallegu sem gefa birtu og yl í skammdeginu.

Ég er eitthvað svo tóm og styð lengri svefn en í tilefni vökunnar þá óska ég ykkur bara gleðilegra jóla.

Geðveik Jól 5 

Gleðileg eða Geðveik Jól

Lífið er gott með hröfnum og hönum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Lífið ER gott

Halda Spánverjar dag flekklauss getnaðar Maríu meyjar, móður Guðs hátíðlegan? Eða var þetta einhver önnur hátíð?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2009 kl. 07:49

2 Smámynd: www.zordis.com

Þetta var flekklaus hátið og skálað með rauðu ... Ó jesú bróðir besti og barnavinur mesti!

Við erum að tala um skemmtanaglatt fólk ...

www.zordis.com, 9.12.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.12.2009 kl. 20:53

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

la viva e Spania.... :)

Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2009 kl. 23:39

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Flekkuð Jóhanna lítur hér við en sendir einlægt 

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.12.2009 kl. 22:35

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Langt síðan ég hef litið við á blogginu þínu, en það er alltaf jafn yndislegt. Mér finnst að þú ættir að gefa út bók með þessum skemmtilegu bloggfærslum þínum og hafa myndirnar með auðvitað.

Svava frá Strandbergi , 16.12.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband