10.1.2010 | 16:50
Næsta partý ....
..... Jólin og áramótin og þrettándinn eru farin.
Komu með stuttu millibili og snertu hjartastað okkar hvert með sínu lagi.
Langamma mín á afmæli þann 14ánda desember og þá byrjum við jólin njótum dýrðar og gleði ... Nýtt ár lítur við með góð fyrirheit, loforð og vonir heimsins. Á þrettándanum á svo langafi minn afmæli og við pökkum jólunum niður með góðum minningum og þakklæti í hjarta.
Hvað er svo næst?
Ég er mikið að spá í Þorranum, rifja upp hvernig selshreifar bragðast (held samt að minningin þurfi enga upprifjun), súrsaðir pungar og hákarl. Ég er að spá í að spella eins og ég stundum geri. Huggeri athöfnina og mæti á hið árlega þorrablót afmarkaðs hóps íslendinga og mæti svo í spinning með uppáhalds spinnurum hins sama.
Næsta partý verður vonandi á Íslandi ef guð og lukkan lofar. Þangað til þá er bara að brýna brosið, mæta í frúarleikfimina og spurning að skella sér á útsölur og versla föt sem passa á konukvikyndið. Gengur ekki upp að vera fatalaus.
Frekar dökk mynd en hér er konan í upphafi átaksins .....
Komin með nýtt hár en eitthvað er hnéstellingin kjánaleg ....
Skiptir nú ekki öllu máli en lífið er bara gott, sami líkaminn, sami andinn en prinsessan gægjist út um annað augað. Enn er langt í land og nú hefst vinnan fyrir alvöru.
Það er byrjað að rökkva og kertaljósin loga og lýsa bænir til þeirra sem mest þurfa. Þessi helgi var fljót að líða og ég veit að vikan verður það líka.
Eigið yndislega kvöldstund og góða viku. Lífið er bara skemmtilegt og gott!
29.12.2009 | 18:56
Alveg að renna út ......
... Á hverju ári gerast merkilegir hlutir og í ár náði konan þeim merka áfanga að verða 4 og núll. Búin að lifa í 40 ár og lifa vel. Ekkert hungurkjaftæði, peningavolæði né neitt til að kvarta yfir.
Það hlýtur þá að teljast til notalegheita að vera ég? En, við skulum nú ekki missa okkur hérna því ég hef minn djöful að draga sem er óttarlega sætur, spikfeitur og laðandi. Hann situr á hægri öxlinni á mér og tekur verulega í þegar þannig blæs.
Á vinstri öxlinni situr dúnmjúkur engill sem peppar mig upp, blæs mér eld í hjarta og manar mig upp. Þessi engill er í raun enginn annar en ég í gegn um þau þúsund líf sem ég hef lifað sem segir þá sennilega meir um djöfulinn en mörg orð um fallega engilinn .....
Ég varð fertug, átti góðan dag með vinum frá Íslandi, Auði minni og Orra hennar og Spáni, Asen, Miguel, Antonita og Ismael, stjörnuljós og alles ... Í þessari andrá byrjaði líf mitt. Ég vaknaði harðgift konan með 2 börn. Spikfeit og hamingjusöm.
Dóttlan mín, hún Íris Hadda varð 14 ára þann 17jánda febrúar, sú fallegasta gjöf sem mér hefur verið gefin. Í Mars varð pabbi minn, lífsgjafin sjálfur sextugur og ég þakka honum ævinlega að hafa stigið í vænginn við mömmumúsina sem er árinu yngri og rúmlega það. Að elska foreldra sína er eitthvað sem við skyldum aldrei leyna og segja óspart! Ég elska ykkur fyrir lífsgjöfina, fyrir það eitt að vera til.
Í apríl þá tók ég á móti vinkonu minni, golfskvízunni Immu og við áttum góðar stundir. Ég lánaði henni eiginmanninn minn enda ekki hægt að kalla mig eigingjarna. Nóhó!
Og smá innskot þar sem apríll er ekki liðinn og Imma ekki farinn þá varð ég Stúdína frá fjölbraut í Garðabæ, elskaði lærdóminn, gekk vel og fékk m.a. annars verðlaun fyrir góðan námsárangur í spænsku, hó ho hó ....
Þegar Imma fór ákvað ég að drepa spikfeitu konuna sem hafði vafið mig lögum af ómældri ást og umfangi. Það þurfti aðeins að kaloríujafna kroppinn og hófst nú ferðalagið ..... Ég var svo heppin að eiga vinkonu, hana Maggý mína sem einnig stóð í miklum breytingum með líkama sinn og urðum við þjáningarsystur.
Svo ég geri nú langa sögu stutta þá eru rúml. 20 kg farin og konan stendur fatalaus .... Spinning á hverjum degi bætir líkama og sál. Það að gefa sér tíma og lyfta lóðum, vera innan um fólk sem elskar að rækta líkamann er bara yndislegt. Ég hef dúnmjúkan og undurfallegan engil á öxlinni og hendi smábitum í djöfulinn því lífið er jafnvægi og við megum aldrei gleyma því að jafnvægið er best.
Um leið og við drepum einn kvilla vaknar annar. Meðalvegurinn er bestur og ef ég get fetað hann þá eru margir sigrar er liggja í dal gleðinnar .......
Áður en árið rennur út á ég eftir að taka 2 góða tíma í spinning og 1 tíma í liðleika og mótun. Ég á eftir að segja börnunum mínum hvað þau eru mér mikilvæg og að lífið er svo dýrmætt í núinu. Það sem er liðið er farið og það sem kemur er óvænt gjöf ef guð lofar.
Bara svo enginn misskilji ást mína á börnum mínum þá varð Enrique minn 10 ára í júlí, litli ljónsunginn minn sem svo oft spyr hvort ég elski hann eða systur hans meira. Svarið er einfalt ... Ég er búin að elska Írisi Höddu í 14 ár og hann í 10 ár. Jafn mikið og jafn heitt enda bæði ávöxtur gleðinnar
Gleðilegt ár til ykkar elsku vinir mínir
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.12.2009 | 12:19
Gleðileg Krummajól elskurnar mínar ....
23.12.2009 | 19:15
assem skalroz ....
.... Messa Þorláks, skötuilmur í loftinu á mímörgum heimilum en ekki hér!
Ég væri alveg til í að snæða skötu, vel kæsta bara fyrir þennan rammíslenska sið. Óska þeim sem fengu sér skötu, Gleðilega Skötuhátíð því þetta er veisla sem vert er að halda á lofti svo ilmurinn hverfi aldrei úr vitum okkar.
Spánn hefur ekki þennan Þorláksmessusið enda er hún ekki haldin neitt spes frekar en aðrir dagar. Á morgun þá er Jólaspinningið, mæting með jólasveinahúfur, það verður virkilega gaman að kíkja og taka vel á því. Dóttlan segir að í pr. spinning tíma brennum við um 1000 kcal. Það er örugglega ekki fjarri lagi því þetta er þvílíkur rassa og læratálgari, jebb, svínvirkar!
Á morgun höldum við í mat til tengdó sem er bara gott og gaman. Á hlaðborði frúarinnar verður allskyns sjávarmeti, rækjur, krabbi, þurrkuð hrogn og annað þurrkað fiskmeti. Allskona hnetur og gúmmelaði og "Consomé" soð með kjötbollu út í. Þetta er bara æðislegur jólamatur og er mig farið að hlakka til að vera í faðmi tengdafjölskyldunnar. Gítararnir verða teknir með og jólalögin verða sungin um kvöldið.
Að morgni 25 þá vöknum við og jólagjöfin frá jólasveininum verður tekin upp og lesið á pakka frá Íslandi.
Lífið er ljúft, líka á jólum.
Guð gefi þér og þínum Gleðileg jól.
Og Geðveik Jól
... fyrir okkur hin ...
14.12.2009 | 14:44
Syngjandi sólstafur ...
... kanski ekki alveg í dag en sólin skín í hjartanu þrátt fyrir 7° hita, rigningu og vind. Get ekki kallað þetta rok með góðu móti en það er nú bara íslendingurinn í mér. Fékk t.d. ekki hlustaverk þannig að við skulum bara kalla þetta létta golu.
Veðrið á Spáni er með ýmsu móti í dag t.d. er verulega snjóþungt í miðju landinu og mega stórir vel útbúnir bílar aka um götur en ekki hinir ílla búnu. Á N-Spáni er einnig snjókoma og ýmsir komust ekki til vinnu né skóla. Svona er þetta bara, landinn er ekki viðbúinn kuldanum ...
Þegar ég horfi í ljósopið mitt þar sem blómálfarnir ráða ríkjum sé ég blómin mín alsæl með feita vatnsdropana á blöðum sínum er sáldra súrefni í fallegustu litun ljóstillífunarinnar. Nú er fjör í blómaheimum. Spurning að álfast með gömlu hjúunum sem búa í Hawayrósinni er springur svo fallega út rauðum blöðum.
Á meðan dóttlan tekur þátt í jólakortakeppni bæjarins og ljóðakeppni framhaldsskólans fékk ég Barböru Birgis í lið með mér og með hennar aðstoð þá litu dagsins ljós ansi skemmtilegar eftirprentanir af málverkum Zordísar.
Fyrstu 3 verkin eru tilbúin og tilraunir með önnur verk í bígerð. Hægt er að fá þessar myndir með eða án ramma og litirnir eru hvítur, svartur eða silfur.
Og dæmi svo hver fyrir sig ....
Sjómannsást, eftirprentun blönduð tækni, stærð 12 x 12 / rammi 23 x 23 ....
Að elska, eftirprentun blönduð tækni, stærð 12 x 12 / rammi 23 x 23
Hjartans krunk, eftirprentun blönduð tækni, stærð 12 x 12 / rammi 23 x 23
Sýnishornin sem ég er mjög svo ánægð með enda er Barbara frábær ljósmyndari sem ég mæli hiklaust með. Kíkið endilega á heimasíðuna hjá Barböru www.skugginn.is en þar má sjá fallegar fjölskyldumyndatökur, bara eins og þær gerast bestar. Hvorki minna né meira eða var það meira né minna ...... thi hi hi
Það er hressandi að fá regnið svo jarðvegurinn tralli með okkur, appelsínuakrarnir dilluðu sér af gleði þegar ég keyrði til Los Montesinos í morgun. Tilefnið var að sjálfsögðu kroppatamning. Ótrúlegt hvernig venjan hefur breyst og það sem áður var kvöl og pína er nú orðin gleði og lífsins glaumur.
Lífið gerist varla betra, þrátt fyrir kalda fingur og kaldar tær ....
13.12.2009 | 11:19
Þetta var alveg óvart mamma .....
... Mamman stóð í stofunni og var að velja jóladisk og boltahljóðin ómuðu úr eldhúsinu. Svo gerðist eitthvað og drengurinn segir; þetta var ALVEG óvart mamma ....
Ég setti Bo Hall á fóninn og sá að kaffibollinn minn var á hvolfi og slettur á víð og dreif. Ég dreif mig og þurrkaði fyrst af fartölvunni og borðinu. Merkilegt hvað hálfur kaffibolli út um allt er drjúgur thi hi hi.
Nú er drengurinn farin til messu með föður sínum en móðirin situr á flónelnáttfötum og hyggur á blómaferð í sveitina. Mágkona mín og svili eiga afmæli í dag og ef blómin gleðja ekki þá er hart í ári hjá smáfuglunum.
Faðmlag, Olía á Striga
Í loftinu hangir ógurlegur angan af kaffi og terpentínu .... Lét það eftir mér að þrífa fairylagða pennslana og nuddaði þeim uppúr terpentínu. Það er alltaf stemming að finna þessa lykt sem veit á svo margt ljúft í minningunni.
Jólin eru enn í kössum á okkar heimili og það er í mínum hlutverkahring að taka af skarið og skreyta heimilið. Dóttlan er lazarus, búin að vera slöpp og er í prófum og drengurinn getur varla beðið e.að skóla ljúki. Hann spurði mig hvaða dagsetning væri og ég sagði honum 13ándi, þá heyrðist langt OOOOO hljóð "af hverju getur ekki verið 22 desember núna" hehehehe, já skólanum lýkur þann draumadag númer 22.
Ég fór í geðveikan Master Class á laugardaginn með einum hörðustu spinningkennurum og það var tekið á því í 80 mínútur og svo var slakað á og teygt á = 90 mín dásamlegt puð. Sturtan var yndi og svo var boðið uppá kokteil, spjall og skemmtilegheit. Nú er bara næsta skref að skella sér til Alicante og taka þjálfaprófið og fjárfesta í nokkrum hjólum og gera heimaæfingar.
Já, nú nálgast jólin eins og óð fluga með jólasveinahúfu. Verða þau okkur gleðileg eða verða þau geðveik eins og myndin hér til hliðar gefur til kynna.
Það er mikilvægt að leyfa ekki stressinu að bora sér inn heldur taka bara einn dag í einu og láta það eftir okkur að staldra við og þakka fyrir það sem við höfum. Það koma jól eftir þessi og önnur og önnur.
13ándi desember kom eins og kallaður, veðurbliðan er dásamleg og fjölskyldan á leið til ömmumús í Campo.
Það er kanski lag að fara úr náttfötunum og drífa sig í smá sunnudagsbíltur og redda blómunum ......
Lífið er svo sannarlega gott, betra, best ..............
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2009 | 06:03
Næturhrafninn ...
.... Og morgunhanninn!
Ekki besta blandan að vera næturhrafn og morgunhani í sömu andránni.
Svefninn er mikilvægasta innihaldið ásamt kærleikanum, þakklætinu og fyrirgefningunni, það hefði ég nú haldið. En ein og ein svefnlítil nótt er svo sem ekkert til að kvarta yfir.
Ég gæti t.d. verið duglegust og föndrað, málað eða skúrað, vá hvað ég er konfjúsd þannig að ég sit sem fastast við tölvuna. Kaffivélin mín neitar að framleiða töfravökvann en það er í fínu lagi þar sem ég fékk mér kaffi í gær. Í gær var hátíðar dagur á Spáni, dagur hinna heilögu, Inmaculada, Asunción og Purisima.
Það styttist í jólin og öll þau dásamlegu herlegheit er þeim fylgja. Jólalögin, skreytingar og ljósin fallegu sem gefa birtu og yl í skammdeginu.
Ég er eitthvað svo tóm og styð lengri svefn en í tilefni vökunnar þá óska ég ykkur bara gleðilegra jóla.
Gleðileg eða Geðveik Jól
Lífið er gott með hröfnum og hönum.
5.12.2009 | 20:11
Það er laugardagskvöld ....
.... Og mig langar á ball ...
Er ekki lífið bara þokkalegt á laugardagskvöldi. Þegar myrkrið læðist í hjartastað og yljar ....
Í morgun þá vaknaði kjéddlan fersk og bjó sig undir Master Class í spinning og það var ekkert smá gaman .... 2 kennarar og stútfullur staður af glöðu og skemmtilegu íþróttafólki. Vá hvað lífið er gott og skemmtilegt með smá íþrótta iðkun.
Það slæma við reglulega þjálfun og rétt matarÆÐI að fötin verða of stór og brátt líður að því að kjéddling verður fatalaus. Úhú, gott en slæmt.
Ég er fegurðardrottning
Mér líður vel, dagurinn var góður og kjéddlingin er búin að gera mikið. Er bara nokkuð flott eftir að hafa dubbað konukroppinn upp. Líklega verður einn eða 2 kampavínstappar í valnum en hver er svo sem að telja. Það er sko laugardagskvöld og mig langar á ball.
Fingurkoss til þín ...
1.12.2009 | 20:04
Kærleikurinn er .....
.... í heimsókn hér hjá mér.
Stundum, já bara stundum þá lifnar lífsloginn af miklum krafti, svo miklum að okkur sundlar. Í minningunni sat hún með lítið kerti í glasi og horfði á logann sem dró hana inn í nýjan heim. Henni var kalt og nuddaði saman tásunum sínum, dró sjalið yfir axlirnar og yljaði sér á minningu eldri tíma.
Jólin voru að nálgast og enginn var eplailmurinn. Engin epli til í kaupfélaginu. Enginn peningur til í buddunni. Í loganum sat hún í fallegum kjól, bróderaður úr dýrindis gulli með semelíusteinum, perlum og allskyns djásni. Já, hún var falleg þar sem hún sat og horfði á sjálfa sig. Undurfríð.
Með tímanum breytumst við jafn hratt og loginn nær jörðu, þegar kertið slokknar og glasið tæmist. Lífið í nútímanum svo yndislega ljúft, hrátt og stundum grátt. Og, allar rætast óskirnar og stúlkan fékk sínar óskir uppfylltar á sinn máta. Stundum er henni kalt á tásunum og tekur sjalið jafnan fram við hátíðlega stund. Jólin eru alveg að koma.
Í dag eru eplin í skálinni, keypt í Lidl. Ilmurinn minnir á barnsleg jól, fallegan kjól og blíðan ömmufaðm.
Það er gott að staldra við, finna hvernig friðurinn í minningunni gerir heiminn fallegan.
Svona geta minningarnar leitt okkur aftur í tímann ......
Jólin er tilvalinn tími til að hugsa til þeirra sem minna mega sín og gefa örlítið af okkur til betri heima.
Kærleikurinn er fallegasta vopnið.
23.11.2009 | 08:42
Lumbra ...
... það er einhv. lumbra sem hefur drepið niður fæti í kotinu. Sonur minn sagði í morgun að hann væri verulega lasinn og gæti alls ekki farið í skólann. Átti svo bágt en hann var hitalaus með smá hósta, drengurinn fór í skólann thi hi hi ...
Dóttlan er líka með hósta og gamlinn minn er eins og versta tegund af varðhundi. Ég vaknaði uppá klst. fresti í alla nótt og hélt þessi nótt ætlaði engan endi að taka. Allt fram streymir og dagurinn kom fagnandi og golan sem fylgir honum hressir upp tilveruna.
Ég sit í þögninni og heyri í klukkunni er telur niður daginn sem er varla byrjaður. Það er sitthvað sem kona þarf að gera og er því ekki til setunnar boðið lengur. Hunangsteið gerir mér vonandi gott þegar ævintýrin ryðjast í sálina.
Frelsi, pastel á pappír
Best að finna til frelsið sem er í handtöskunni og láta tímann gæla við ungu konuna í mér. Kanski ég fara í sokka í dag, hver veit.
Eigið yndislegan dag öll sem eitt því nú styttist óðum til jólanna ....