19.11.2009 | 12:06
Að eldast mishratt ...
... Svolítið gaman að þvi hvað við eldumst og yngjumst með hverjum deginum sem líður ...
Ég þekki mann sem er giftur Ömmu gömlu en hann er að sjálfsögðu Afi en gengur undir sínu prívat fæðingarnafni ( samt ógizzlega stolltur af heiðrinum). Þessi viðkomandi einstaklingur sendi mér póst og var að hafa áhyggjur að ég væri komin með nornaflensuna en svo er nú ekki. Ég sit við minn stóra pott og sýð froska og rækjur og sullumbulla seið til að spella heiminn eins og mín er von og vísa.
Engin svín sem hafa flogið yfir nýlega þrátt fyrir slappleika Fjallsins og dóttlunnar þá höfum við mæðgin komið sterkt út enda alltaf að sjóða froska og rækjur.
Tæpl. 90 hafa látist úr Svínaflensunni (á Spáni).
Ég fékk gest um daginn og dvaldi hann hjá okkur um hríð en hélt svo för sinni áfram með bakpokann sinn í leit að ævintýrum. Ég kalla fólk gott sem nennir svona ævintýramennsku! Kanski er ég eldri í ævintýraþránni og sit hér og svala mér á orðum sem hafa verið sögð milljón sinnum og í hvert skipti sem þau snúa uppá sig þá endurnýjast þau í nýrri hugsun með nýjum samferðamönnum.
Þrátt fyrir hestaheilsu þá verð ég nú að deila því með ykkur að ég fékk svaðalegt tak sem virðist dreifa sér um allan efri búkinn. Ég bít náttúrulega á jaxlinn og held mínu striki í ræktinni. Spinning tímarnir eru hrikalega góðir og mini me er eins og Sprite auglýsing, floooootttust. Kona minnkandi fer sem er virkilega hvetjandi. Litla prinsessan er að vakna, teigir arma sína og geyspar, "kanski ég leggi mig aðeins lengur hugsar hún í þyrnirósagarðinum" kem svo bara í veisluna þegar jolin nálgast! Betur má ef duga skal sagði Amma gamla við eiginmanninn en heyrst hefur að hann stundi nú sína rækt ....
Þessi færsla er tileinkuð Ömmu Gömlu og hennar fylgdarsveini ...
Svo er óþarfi að minnast á hvað jákvætt og drífandi hugarfar hefur á alla gjörninga dagsins, verum góð við hvort annað, gefum bros því með einu brosi getum við dimmu í dagsljós breytt ...
Halelúja.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2009 | 09:56
Hringrás ...
... Þegar öll orð hafa verið sögð og þeim raðað saman á þúsund vegu þá hefst hringrásin enn á ný. Elífðar hringrás þar sem öll litbrigði raðast saman í fallegasta myndverk hugans.
Púzzlið er á víð og dreif og lítil brot þurfa að ná að renna í eitt svo að útkoman verði fullkomin, stundum töfrum við samrunan í einu hviss bang og stundum gengur hvorki né rekur. Hinkr staða gefur okkur tíma til að hugsa, velja og hafna.
Nú er það ljóst svo ljóslifandi að næstu skref, næsta púzzl og næstu stundir kalla á gleðina, kærleikann og það sem lífið hefur að bjóða.
Hrafntinna, olía á striga 30 x 30
3.11.2009 | 08:19
Kær leikur ...
Átökin eru ljúf þegar nóttin víkur fyrir degi. Nóttin hefur fengið að kúra í myrkrinu rétt eins og kona sem áði á næturstjörnu í leit að draumum og fyrirheitum í nýjum dag.
Dagarnir tifa áfram hver af öðrum, stútfullir af spennandi stundum er móta vikurnar í lífi okkar. Í dag er árla morguns á þriðjudegi, heimasætan fær sér morgunmat áður en haldið skal í skólann, Haddan mín svo dugleg þessi elska. Eldhúsið mitt ilmar af olíulitum og terpentinu, lykt sem ekki allir þykja góð en þessi ilmur gælir við ljúfar minningar sem veita sálinni ró.
Þegar við opnum augum þá verða litirnir dýpri og skærari, þeir smita út frá sér og endurspeglast þúsundfalgt í fallegri birtunni .... Ég ætla að hafa augun opin í dag og hafa þau með mér. Stundum er allt til alls en við gleymum að nota skynfærin okkar í réttum tilgangi. Rétt eins og þegar við leggjum til hlustir þá heyrum við óminn og skilaboðin á mætan hátt.
Í bláa bollanum mínum er nýmalað kaffi sem kona dreypir á með morgunfréttunum. Ekki ein frétt um eitthvað fallegt eða fjörugt. Ekkert nema NEI kvætt stöff. Best að slökkva á fréttunum og finna til penslana og nota tímann sem þýtur hjá, grípa stundina og gera hana að töfrandi minningu.
Kær leikur keramikþakflís 40 x 20
Í leik kærleikans ætlar "kvenndið" að takast á við daginn
27.10.2009 | 13:15
Krummi krunkar úti ...
... kallar á nafna sinn.
Af öllum þeim fuglum sem til eru í þessar glimmer veröld þá þykir mér Hrafninn alltaf hvað áhugaverðastur. Fyrsta hrafnamyndin sem ég mála var fremur drungaleg og maðurinn minn bað mig í guðanna bænum að taka þessa ómynd niður af stofuveggnum.
Nafnlaus, Olía á striga
Svo hélt ég bara áfram að krummast og fólk skildi ekki þessa áráttu mína en það er bara eitthvað svo tignarlegt við Krumma kallinn sem ég tengi langt aftur í líf þar sem jarðvegur var rakur og gnægð matar óx úr jörðu.
Þegar ég bjó í nafla alheimsins, Ðe Citý (lesist Þorlákshöfn) þá komu Hrafnarnir ávallt og stöldruðu við í hrauninu en húsið mitt var síðasta húsið í höfninni og þar réðu Krummarnir ríkjum.
Fjallmyndarleg, vatnslitamynd í einkaeigu
Vinir að eilífu, olía á striga
Mynd sem ég sendi í keppni til Ástralíu og vann (NOT) thi hi hi
Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæruskinn.
Komdu nú og kroppaðu með mér
Krummi kallinn minn ............
Árið 2006 langaði mig að prófa að mála á spænskar keramik þakflísar/skífur og koma þær alveg ljómandi vel út.
Innrömmun Sigurjóns í bláu húsunum við Fákafen selur þar valdar einingar og hvet ég ykkur til að kíkja þar við ef áhugi er fyrir hendi eða hafa bara beint samband.
Ætla að setja hér inn nokkrar Krumma myndir fyrir eina mæta konu. Þau hjónin eru Krummavinir rétt eins og ég
Krummagælur, keramik þakflís 40 x 20
Krummagælur II, þakflís rustico 40 x 20
Krummagælur I, þakflís rustico 40 x 20
Krummagælur III, keramik þakflís 40 x 20
Rómó, keramik þakflís 40 x 20
Kona og Krummi, þakflís rustico 40 x 20
Í einkaeigu
Svo dreg ég fram spiladósina sem Lísa gaf mér og hlusta á lagið enn eina ferðina um hann Krumma kallinn sem krúnkar úti og kallar á nafna sinn. Hver veit nema að ég heyri í honum og geti laumað að honum bita þegar harðnar í ári. Hver veit hvert Krummasögurnar leiða okkur.
Krunk í daginn þinn.
27.10.2009 | 00:14
Tilhlökkun ...
... í nóttinni myndast óteljandi orð og koma sísvona eitt af öðru. Orðin mótast á leyndum stað og svífa til jarðar með laufblöðum haustsins. Já, tíminn líður áfram á sínum ógnarhraða.
Hamsterlady is back in town en hún mætti 14 september eftir undirbúning frá páskum. Fyrir ykkur sem ekki þekkja þessa ævintýrakonu og þá aðallega viðurnefnið þá skal dreypt á því ...
Eitt sinn var stórfjöslkyldunni boðið í hádegisverð og þá komu allir, líka hamsturinn. Konunni er ekkert sérstaklega vel við hamstra en ákvað að sína hugrekki og gaf hamstrinum rjóma og greyið varð svo gráðugur að þegar að litla tungan á honum var komin á fingurgóm minn þá beit loðni ræfillinn í mig og ég kipptist við.
Þið sem þekkjið söguþráð Spiderman getið væntanlega ýmindað ykkur það sem á eftir gerðist.
En svona til að gera langa sögu stutta þá breytist "moi" í hamsterlady á ferðalögum og í íþróttasalnum. Vinkona mín sem býr í sjálfinu og hvetur íþróttaálfinn áfram. 5x í viku markviss og hevvý hreyfing er vel þess virði. Ekki skemmir að nú er þetta orðin tilhlökkun fremur en erfiði. Tíminn í kvöld var hevvý en kennarinn var frábær og leiddi okkur í gegn um tímann. Spinning er æði með góðum lyftingum.
Svo er bara að kunna sér hóf í þessu eins og öðru, vildi að ég væri megnug um þetta hóf, hehehe.
Nóg um það ....
Úti hjúfrar myrkrið sig að eldhúsglugganum mínum og klukkan er rúmlega eitthundrað, einn og einn geyspi kemur ekki í veg fyrir áframhaldandi vöku því orkan eftir kvöldrækt er mikil.
Vissuð þið að leðurblökur hafa augu og geta séð ... jebb það er lygasaga að þær væru augnlausar.
Góðar stundir
23.10.2009 | 08:31
Vinkonan ...
... konan situr og fitjar uppá silkiþráð himnaríkis. Það eru annir í sálu hennar sem framkalla depurð. Svo mikla að hjartað verður holt að innan og dýpi þess óendanlegt.
Hvað getur orsakað svona líðan sem á ekki heima í þessu lífi né öðru. Söknuður og þess kærleika er lék um ljósa lokka litlu hnátunnar er valhoppaði sæl í sinni eftir gangstéttinni. Tók upp völu og hoppaði í París.
Ég á vinkonu sem ég sakna og hef ekki heyrt í lengi, fálma út í loftið eftir henni en lánast ekki að hitta hana nema á fallegri stjörnu í draumaheimi. Stórbrotin skerðing að vera svona flókin og ófullkomin mannvera eins og kona er. Það litla og einfalda verður að torfærustu braut sem engin kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Karmað tindrar og sendir frá sér fegurstu tóna er heltekur hverja frumu líkamans. Lífið er vissulega fallegt þegar við getum notið kærleikans sem umvefur okkur af alúð.
Líf sem óskrifað blað
Það er eitthvað sem snertir hjartarætur þegar ástin svífur og fólk finnur það góða hvert í öðru. Finna hve auðmýktin gerir okkur fallegri og betri manneskjur.Að finna hvernig nærveran umvefur hverja einustu taug í líkamanum og færir allar tilfinningarnar á réttu staðina. Hjartað, hugurinn og höndin í samvinnu þess að finna hamingjuna.
Að rata ólguleið í átt að því sem okkur öllum er ætlað við komuna. Við fáum farmiðann og höldum okkar leið í átt að sigrum og sorgum. Glitrandi fjörusteinar er slípast í fjöruborðinu, niðurinn sem valan ber með sér í vasa sérhvers manns.
Ég á fjörustein rétt eins og afi minn heitinn, hann ber leyndarmálin í lífið, í hugann og situr í hönd. Öll þau ósögðu orð, ógerðu raunir sem okkur ber til.
Lífið læðist með okkur, allt frá upphafi. Heiðrar okkur með reynslunni, barningi við anda, þroska og sálina einu tindrandi fögru. Lífskeið ólík, þar sem útsýni er mismunandi en ávallt sveipað þústund gylltum litbrigðum. Í hverju litbrigði býr ilmur sem veit á gleði og gæfu.
Já lífið er ....
Perlur sem bragðast eins og franskt kampavín er skreyta fagran háls þinn, þessi háls er þinn og enn má sjá loftbólur líða á yfirborð, læða sér úr glasi og í himinngeim er varðveitir komu þína.
Það líf er ljómar að eilífu.
Biðukolla, olía á hráan striga
Ég ætla að blása og óska mér.
19.10.2009 | 23:27
Fegurð tungu okkar ...
... íslenskan er fallegt tungumál. Fegurð þeirra er kunna að bregða því fyrir og nota það á réttan hátt.
Þegar ég hugsa um íslenska tungu, rót þeirrar sálar er ég ber hið innra, fæ ég tár í augun og bið almættið um vernd fyrir þetta litla sker sem blæs í æðar. Já, Ísland er land mitt, hjartalaga Ísland eða ískallt hjarta ... Hvað erum við Ísland og íbúar þess?
Sjávarsögur, þakflís rustico 40 x 20
Að læða sér niður að mörkum sjávar, finna fegurðina sem vex undir vatninu. Finna öryggið í faðmi Ægis og láta hugan sveima til eilífðarnóns.
Í nótt ætla ég að synda í birtu stjarnanna og og fljóta með straumnum ....
Tungumál alheimsins er án orða þar sem ástin ræður ríkjum.
12.10.2009 | 10:01
Fiesta nacional ...
Góð fjallaferð að baki, sólin lék við okkur á sína spænsku vísu. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og við nutum þess að vera í falllegu fjallaumhverfi, snæða á ekta spænskum stað í góðra vina hópi.
Gleði í gær og hátíð í dag ....
Mánudagurinn kom fagnandi enda hátíðarvottur í hverju hjarta! Í dag þá er fiesta nacional / hátíð á landsvísu. Allir í sínu fínasta pússi! Í Madrid ganga allar herdeildir og heiðra þannig konung vorn og drottningu. Allir skólar og fyrirtæki nema vera skyldi veitingastaðir eru opnir!
Ísskápurinn hjá okkur er tómur en eins og hagvanri húsmóður sæmir má alltaf finna eitthvað og föndra úr því. Er samt til í að tylla mér á góðan veitingastað og finna yl sólarinnar sem skín skært!
Ég varð fyrst á fætur og fór í hjólreiðarátfittið og skellti mér á Fákinn, það var MIKIÐ af hjólreiðarköppum á ferð minni enda nota fleiri en ég góða veðrið til að viðra mig. Viðurkenni að það var örlítið meiri asi á þeim sem voru í keppnisbúningum. Ákvað að djóna EKKI og hélt mínum upptekna hætti. Fínasta æfing á mínum hraða. Gymmið er lokað í dag og það er víst engin afsökun ef konan ætlar að komast í kjólinn fyrir jólin.
Þakflís rustico, 40 x 20
Til sölu í Innrömmun Sigurjóns
Bláu húsunum í Fákafeni.
Vera svo ástfangin af lífinu í þeim lit er það klæðir. Njóta verunnar eins og enginn verði morgundagurinn.
Bestu kveðjur í daginn ykkar.
11.10.2009 | 18:40
Sunnudags sælan ...
... Það var vaknað heldur snemma á þessum drottins degi við mismiklar vinsældir heimilismanna. Stefnan var tekin á Guadalest sem er sögufrægt þorp byggt á fjallstoppi. Þessi bær er fyrir ofan Benidorm og við vorum í rúma klukkustund að komast á staðinn en þá hófst ganga í fjallinu sem var yndisleg.
Sólin var í farteskinu og smitaði okkur af fallegum lit sínum. Í Guadalest er mikið af allskonar "búllum" sem selja allskyns varning. Sonurinn keypti sér trésverð á meðan dóttlan heillaðist af perlusaumi. Ég keypti Gojan ber sem eru ROSALEGA holl.
Útsýnið var æðislegt af toppnum. Notalegt að vera á toppnum þó ekki sé nema í stutta stund.
Ljúfur dagur á enda, á eldavélinni mallar kjúkl. súpa fyrir soninn en hann er blessaður kominn með kvef og þarf eitthvað gott í hálsinn. Svo verður það mömmuknús og beint í háttinn. Frí í skólum landsins á morgun og bara chill hjá familíunni.
Töfrar, þakflís rustico 40 x 20
Lífið er vissulega töfrum blandið og ég þakka bara fyrir hvað ég er lánsöm.
4.10.2009 | 10:36
... Ilmandi sunnudagur í fallegri umgjörð
... Konan hrökk í gang í morgun og dreif sig frammúr. Gamlinn minn svaf yfir sig en í morgun var Formúla 1 á þessum helsta óguðlega tíma. Við fengum okkur morgunmat, hann músslí með mjólk og ég skar niður vatnsmelónu, epli, ananas og gula plómu.
Eftir að hafa vafrað á Facebook þá sá ég svo marga með rjúkandi kaffibolla að ég fór að garfast í hvort ég ætti ekki að hella á einn bolla eða svo. Það er orðið langt síðan ég hætti að drekka kaffi og skrítið með það að mig hreinlega langar ekki í dreitil nema akkúrat í morgunn.
Ég hreinsaði kaffihlunkinn og tók úr frystinum kaffitár með möndlu og súkkulaði bragði. Ilmar vel en bragðaðist ekkert sérstaklega gott. Kanski fullsterkt ef eitthvað er þannig að ég nældi mér bara í vatnsglasið mitt og er alsæl og nýt bara ilsmins er hangir enn í loftinu.
Kaffið hefur lengi verið hvetjandi og nú mála ég kaffibolla, 10 dropa og kaffitár .... etc
Gleymmérei, Keramikþakflís rustico 40 x 20
í einkaeigu
Kaffi ilmur, Keramikþakflís rustico 40 x 20
Kaffidreytill, Keramikþakflís rustico 40 x 20
í einkaeigu
Spákona, Keramikþakflís rustico 40 x 20
Fegurðin er hvorki stór né smá, hún er hluti af sál þinni því hún sest að hjá þeim er kunna að njóta og meta. Fegurðina langar mig að bjóða velkomna svo allir megi njóta. Ég er falleg í gegn, jant úti sem inni og vona að þú getir tekið á móti fegurðinni er seitlar um hjartastöðina.
Lífið hefur sjaldan verið jafn fallegt og akkúrat núna.