30.9.2009 | 22:07
Vertu góð við mig .....
Himnarnir hafa gjörsamlega verið að rifna síðustu daga, þvílíkt úrhelli sem hefur lætt sér til jarðar. Ég segi lætt en það er nú kanski ekki rétta orðið því himnar hafa hrissts og þrumur hafa lýst upp himinn.
Nýji lífstíllinn hefur góð áhrif á konukropp. MatarrÆÐI og hreyfing í taktföstum ritma er gleður. Í dag var það spinning tími, þvílíkt góður og erfiður tími. Það er kanski skrítið frá því að segja að mér liður alltaf eins og fegurðardrottningu þegar ég er búin að sturta mig og geng spræk út í veðrið. Hrikalega er gott að sheipa kroppinn, tala nú ekki um þegar loksins einhver smá árangur er farinn að sjást!
Fjallið mitt sendi mér nokkrar myndir af hans ektakvinnu fyrir átak og fanst gamlan sín bara nokkuð dugleg. Svona getum við gert allt sem hugann girnist.
Gæfan er nefnilega svolítið merkilegt afbrigði lífsins. Við þurfum að viðhalda henni því að heppni kemur í fang okkar þegar síst skyldi og er eins og orðið bendir til heppni. Gæfan er það sem við ræktum og nærum alla daga lífsins.
Fyrirheit, þakflís rustico 40 x 20
Kona og Krummi, þakflís rustico 40 x 20
Þegar ég var barn þá var ég afskaplega heppin, ég vann mandarínukassa og síldarkrukkur og jafnvel peninga þegar ég tók þátt í úrdráttum. Vann í Bingó og allskonar heppni í hinu og þessu. Það kom sér vel að vera heppin þótt ég muni kanski ekki mikið eftir þessu en það kom sér vel.
Að verða eldri og sjá lífsgildin, fá að móta sjálfan sig og taka þátt í mótun barna okkar er heldur betur gæfa sem þarf að hnoða vel. Ég vil, ég get og ég skal ....
Út frá gæfunni og þeirri gleði sem skapast gæti ég endalaust talað um jákvæða þætti þess að vera. Lífið snýst ekki bara um sjálfið okkar EÐA HVAÐ? Við vöxum í gleði og góðverkum, við verðum sterkari og samfélagsvænni einstaklingar þegar við gerum gott fyrir aðra. Víddin okkar verður fallegri og móttækilegri fyrir fegurð heimsins.
Verum góð við hvort annað því lífið er allt of stutt til að hafna þeirri gæfu sem vinskapur gefur.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2009 | 08:24
Sýningarlok ...
... Þann 3ja September var ég stödd á Íslandi og fékk fallegasta veðrið á meðan að dvöl min stóð. Þennan sama dag opnaði ég sýninguna mína í Hárgreiðslustofunni Hárnýjung. Falleg stofa með flott veggpláss þar sem þakflísarnar ásamt 2 akrýl myndum á striga nutu sín vel.
25.9.2009 | 21:05
Ást og hamingja á moggabloggi ... tilfinning ...
... Eitthvað sem kemur og opnar hjarta þitt. Vinir sem gera yndisleg góðverk sem gleðja sálu svo margra. Samferðamenn sem brosa og njóta samverunnar .... nokkur tár sem leita uppruna síns þegar góðmennskan mætir neikvæðum uppruna. Já, lífið er svo sannarlega fallegt þegar við tökum á því með jákvæðni og alúð.
Það er nefnilega svo einkennilega merkilegt að með góðri framkomu þá eignumst við heiminn. Allan heiminn og við höfum áhrif.
Þetta er síðasta færslan mín þar sem ást mín og hamingja fóðra ekki ráðamenn eða ætti ég að berjast áfram þín megin og lifa í þeirri von að ástin mín og hamingjan snerti þína ???
Voff, þakflís rustico 40 x 20
Að spekulera færir stundina oft á annað plan .... kanski Hallærisplanið og nú spái ég í nafngiftinni sem er algjör snilld í sjálfu sér. Já, hugurinn reikar frá öllu í ekkert sem er gott. Hamingjan er fólgin í þeim smáu litlu hlutum sem við nærumst á. Ekki á afli eða valdi. Hvað er að, SUMUM .....
ÁST OG HAMINGJA Á MOGGABLOGGI .....
24.9.2009 | 07:09
Í dag ....
... er eitthvað alveg sérstakt við kyrrðina sem umvefur konu í morgunsárið. Finna þögnina og skynja iðandi mannlífið er tekur á deginum.
Kaffi ilmur þakflís rustico 40 x 20
Að taka á deginum eins og hann kemur fyrir, leysa verkin með bros á vör, finna þakklætið og sýna samhug.
Ég horfi á kaffivélina sem hefur verið í löngu fríi, ég er ekki viss að mig langi í dreitil og skeggræði við kaffivélina um sopann. Kanski ég fái mér kaffi síðdegis!
Já það er góð hugmynd að fá sér sopann seinnipartinn. Ég hins vegar ætla að útbúa góðan ávaxtasheik úr tropical ávöxtum og jarðaberjum. Gott að eiga frosna ávexti í frystinum, snilldarlegt bara.
Lífið er gott, betra og best.
16.9.2009 | 08:22
Regndropar ...
.... Einn af öðrum hafa regndroparnirr svifið af himni ofan í leit sinni að jörð. Svo óendanlega fullkomnir og einstakir. Í hverjum dropa er orka og óendanlegt magn af súrefni sem nærir jörðina okkar og heldur lífiinu í okkur mannverunum. Já, rigningin er ÆÐI.
Rigningin er ekki bara æðisleg því hún getur líka verið skaðvaldur og leikið okkur mennina grátt og tekið frá okkur jarðleg verðmæti og lífið sjálft. Í nótt urðu flóð í Jáen í Andaluciuhéraði og flæddi inní mörg heimila sem hafa nú glatað öllum sínum veraldlegu verðmætum. Það var mikið þreytt og vansælt fólk sem birtist í morgunfréttum þennan milda og ferska miðvikudagsmorgun.
Lífið heldur áfram og þrátt fyrir sársauka og sorgir þá þarf að stíga skrefin og halda áfram með draumana okkar. Þegar ein glerhöllin fer í mola þá þarf að byggja upp þá næstu. Þannig höfum við alltaf nóg fyrir stafni og höldum okkur við efnið. Eins gott að vera með einbeitninguna í lagi.
Og svo rigndi litríkum dropum úr pennslinum og hér fáið þið að sjá smá af því sem kom úr prentsmiðjunni. Dagurinn er bjartur og fagur. Ætla að fara og finna þefinn af nýrigndri jörð.
Gleimmérei, þakflís rustico 40 x 20
Ástarfundur, þakflís rustico 40 x 20
Tindrandi, þakflís rustico 40 x 20
September tifar áfram hægt með allri sinni fegurð. Haustið nálgast og það finnum við í veðrinu. Njótum dagsins í dag og grípum tækifærin.
14.9.2009 | 17:27
Kærleikurinn ...
... leikur sem okkur er kær, elska meira og meira, meir í dag en í gær .....
Að snerta eigið hjarta og finna þörfina til að gera eitthvað og gleðja. Finna hvernig gott gerir gott og laðar gott til þín. Það virkar svo einfalt að sýna velvildina og umvefja fólk vinsemd en það er einhvernveginn samt þrátt fyrir hversu "simple" það er að fólk er til baka, passar uppá sig og dregur sig í hlé.
Eitt smátt gerir svo margt í hjarta þeirra sem á þurfa þannig að við skulum öll teygja okkur að fjársóði sálar og sáldra kærleik yfir menn og mýs. Þannig getum við dansað, hliðar saman hliðar og tekið eitt skref til hægri og annað til vinstri eins og við eigum lífið að leysa.
Ég verð nú bara að segja ykkur að kvenndið skellti sér í líkamsrækt sem er vart í frásögur færandi þar sem skvízan er búin að vera dugleg í þeim efnum í sumar en nú ætla ég og nokkrar skvízur að fara á líkamsræktarstöð og fórna sér í kærleika á eigin kropp. Fyrsti tíminn lofar góðu. Eymsli í hálsi og upphandleggjum, þokkaleg svo sem á öðrum stöðum en finn fyrir örlitum stirðleika.
Ballerínan í mér fær útrás og reynir að halda takti í öllum þessum sporum og hoppum og látum.
I rest my case og wish me luck.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2009 | 08:46
Nokkrar myndir af listsýningu í Hárnýjung ....
Stelpurnar saman á opnun sýningarinnar í Hárnýjung. Zordis og Hlíf.
Bara gaman að sjá og hitta gestina.
Fallegur hópur af fólki kom á öllum aldri, ungir sem aldnir. Poppuð og góð stemming myndaðist og fólk virtist hafa gaman af. Við Hlíf vorum svo ánægðar sem von er og vísa.
Svona vorum við hjónin friðsamleg í pósunni hehehehe Stuðningur eiginmannsins ómetanlegur. Hann t.d. hengdi upp fyrir okkur í hæstu hæðum þar sem stuttir fætur og litlar hendur náðu ekki .... Bara elska þennan strák meir og meir! Við skulum ekki ræða það neitt nánar
Sýningarveggurinn í biðstofunni, björt og falleg stofa sem ber vel auka andlit á veggjum.
Og svo var það sýningarveggurinn í salnum sem kom fallega út. Blómin í grunninn voru gjöf frá einum gesta sýningarinnar. Takk fyrir það
Hér var fólk að tínast inn. Fyrrverandi Spánarskvísur lögðu leið sína á sýninguna, einnig vinir að vestan. Takk enn og aftur fyrir komuna og stuðninginn.
Það er ómetanlegt að fá að vera með ykkur, sýna ykkur myndverkin og koma hugsanlega aftur.
Þess má geta að einn heppinn September viðskiptavinur Hárnýjungar fær keramik þakflís að gjöf en dregið verður úr þeim sem koma í klippingu og eða litun. Tímapantanir eru í síma 483 3822 ...
6.9.2009 | 21:30
1 vika í lífi konu ...
.... ekki hvaða kona sem er, heldur hún litli mini moi ef mig skyldi kalla.
Íslandið stendur eftir bjart og fagurt, dásamlega hlýtt í faðminn. Vikudvöl á landinu bjarta hefur borað inn margar minningar í hug og mynd. Ég sagði við Fjallið að þessi ferð væri með þeim betri því víða var farið og mikið gert og margan manninn glatt.
Við erum bara grínarar af Guðs náð hehehe. Það liggur ótrúlega vel á mér þrátt fyrir þreytu og mikil þrengsli er hrjáði farþega Iceland Express. FYNDIÐ ... sko, það er nokkuð hillaríus að hugsa til þess að fyrir 2 árum flugum við familían fyrir 850 4 stk fram og til baka Alicante - Keflavík "ásættanlegt verð" í ár þá kostaði ferðin 1650 fyrir sama hópinn og ég get svarið það að rúmsentimetrar pr stæði er svo miklu minni að leggjastutt fólk leið þrengsli og sinadrátt undir rifjum. Borðin sem voru á sætisbökum strönduðu á stólörmum sæta okkar.
Ekki skilja mig sem svo að ég sé að kvarta, ó nei! Sinadráttur er betri en enginn og fyrir Íslandið má leggja sitthvað á sig.
Nafli Alheims í skoðun ....
Ferðin var góð í alla staði, mikið skoðað og spekulerað. Vestmannaeyjarnar voru hressandi eins og ferðin með Herjólfi. Við vorum ekta túristar og gengum á Eldfellið og náðum að sanka að okkur hluta að Vestmannaeyjum er prýða nú spænskt heimili hehehe ..... Það var ekki mikið um pysjur í ár að sögn heimamanna en einar 3 höfðu verið fangaðar og 2 Fýlar.
Mýrdalurinn var tekinn á lær og það veit sá sem allt veit að þar er kyngimagnaður kraftur, bara fallegt bæjarstæði og geggjað útsýni í góðu veðri. Á leiðinni að vík var staldrað við á Bakka, fengum kaffisopa, pönnsur og knús frá Ingu frænku, útsýnisferð að framkvæmdum Bakkafjöru og var kyngimagnað að skoða og sjá. Mr. Pálmason var í návígi, alltaf jafn myndarlegur.
Smart útkoma sýningar á Hárnýjung ...
Opnun sýningar á Hárnýjung að Unubakka 3a var frábær. Gott fólk sem leit við og góð stund skapaðist í kring um mörg andlit sýningarinnar. Bestu þakkir til ykkar sem litu við og Hlíf mín, þakka þér fyrir góða minningu sem hvílir í hugarheimi konu.
1 vika er stuttur tími er nýttist vel. Gerði margt og mikið, fór í 2 afmæli, Opnaði sýningu í Hárnýjung, borðaði Bleikju hjá vinkonu og Þorsk vinahjónum, bláberjalegið lamb hjá foreldrum og fékk eco heimagerða rabbabarasultu frá N-Götum.
Fullt af knúsum og kossum, brosum og breiðum faðmi er ofarlega eftir ferðina. Ömmuknús var þó best!
1 vika sem er eins og eilífð er læðist í myrkrinu.
2.9.2009 | 08:46
Sýningin hefst, 3ja sept. milli kl.17 og 1900.
Vertu velkoimin/n ....
"fréttatilkynning sýningarinnar" ....
Listakonan Zordís mun halda málverkasýningu í hársnyrtistofunni
Hárnýjung í Þorlákshöfn. Sýning Zordisar hefst 3ja September og
stendur hún til enda mánaðarins. Á sýningunni eru verk unnin á
spænskar keramik þakflísar, málaðar með akrýl.
Zordís er sjálfmenntuð í list sinni, hefur búið á Spáni síðastliðin 11
ár og sótt ýmis námskeið á Íslandi sem og á Spáni. Á síðasta ári
sýndi hún verk sín í; Kiwanis húsinu í Þorlákshöfn, í Gallerý undir
stiganum í Þorlákshöfn, í Ráðhúsi Reykjavíkur sem og í stúdíó sínu í
San Miguel de Salinas.
Allir þeir sem eiga leið um eru hjartanlega velkomnir að kíkja við að
Unubakka 3a í Þorlákshöfn, koma í klippingu og eða virða fyrir sér
einstök listaverk.
Einn heppinn September viðskiptavinur Hárnýjungar hlýtur keramik
þakflís að launum við lok sýningarinnar.
Kær kveðja, Zórdís og Hlíf í Hárnýjung.
Kelin, þakflís rustico 40 x 20
Ástarblik, þakflís 40 x 20
2.9.2009 | 01:49
Ævintýrin ..
.... í vöku sem draumi ...
Íslandið er stórkostlegt, fagurt blátt og svalt. Það er eitthvað svo Cool við Ísland þrátt fyrir smá slettur. Vestmannaeyjar voru teknar í túristaleik. Gengið að Gyg Eldfells, Náttúru og Sjávarsafnið skoðað ... Allir helstu áningastaðir voru á ferðaplaninu og lífið og veður lék við okkur.
Við heimsóttum vini frá Spáni sem hafa tekið sér bólfestu í Eyjum og komið sér sérlega vel fyrir. Húnakonungur klikkar ekki á handbragðinu og hefur gert sér prýðilegasta hreiður og slakar ekki á í eldamennskunni.
Í nótt dreymdi mig konu sem hefur fylgt mér líf úr lífi, einstaklega kær en samt svo ákaflega fjær. Í nótt, já þá þurfti ég að klípa í mig til að kanna hvort þetta væri draumur ... Ég kleip og tárin hrundu niður kinnarnar því í draumnum þá var þetta raunveruleiki eeeeeeen þetta var svo bara draumur!
Nú sit ég ein með myrkur allt um kring nema týran frá fartölvunni sem lýsir upp augun mín. Á bak við mig sofa nafnar tveir er nutu sjóferðar Herjólfs. Síðan var brunað í höfuðborgina með dóttluna en hún gistir nú hjá frænku sinni en við gömlin hittum Immu vinkonu og hennar bróður er buðu uppá dýrindismat og félagskap.
Nóttin treður sér í vitin og líklegast best að berjast í draumaheim á ný. Góða nótt í fegurð heims ... úti er ævintýri (eða kanski eru þau bara rétt að byrja ??? Best að halla augnlokum, er þakki)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)